Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar 17. mars 2025 08:01 Silja Bára Ómarsdóttir er sú forystumanneskja sem Háskóli Íslands þarf. Þegar við stöndum frammi fyrir helstu áskorun okkar tíma, loftslagsvánni, er brýnt að háskólinn setji það í forgrunn að styðja við menntun og rannsóknir sem þjóni heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Silja Bára hefur skilning á mikilvægi háskólans að þessu leyti og vill að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi og að háskólinn verði í virku samstarfi við stjórnvöld um þekkingamiðlun á því sviði. Þess vegna tel ég hana vera réttu manneskjuna í stöðu rektors. Leiðir okkar Silja Báru lágu fyrst saman á árunum 2008-2009 þegar ég starfaði í utanríkisþjónustunni og hún sinnti þar fræðslu um alþjóðastjórnmál með áherslu á stöðu og hlutverk kvenna á vettvangi alþjóðamála. Árið 2010 tókum við svo báðar sæti í Stjórnlagaráði og þar gafst mér ómetanlegt tækifæri á að vinna við hlið hennar. Í umhverfi sem krafðist gagnrýninnar hugsunar, samstarfshæfni og framsýni reyndist hún vera fremst meðal jafningja. Þar reyndi einnig á eiginleika hennar að draga saman ólík sjónarmið og styðja við að okkur tækist að ná sameiginlegri lendingu þrátt fyrir þau. Hún var ákveðin, skynsöm í sinni nálgun og á sama tíma alltaf tilbúin að hlusta á mismunandi raddir, sem er lykilatriði fyrir hvaða forystuhlutverk sem er. Það var sérstaklega eftirtektarvert að fylgjast með Silju Báru og hennar áherslum í jafnréttismálum en hún kom m.a. að því að setja inn í drög ráðsins að nýrri stjórnarskrá ákvæði um jafnrétti allra einstaklinga og þá með því að tilgreina að slíkt væri sérstaklega óháð kynhneigð fólks. Staða rektors við Háskóla Íslands er mikilvægt embætti, bæði innan sem utan háskólans. Í embætti rektors þarf að veljast manneskja með skýra sýn og skýra stefnu um þá vegferð sem skólinn er á. Háskólinn spilar mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi og hann þarf að búa nemendur undir þær áskoranir sem íslenskt samfélag býr við og fyrirséðar eru. Þar eru loftslagsmálin mér sérstaklega hugleikin. Ég tel að Silja Bára sé einstök í þessum tilliti þar sem hún leggur áherslu á að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Hún vill styðja við þverfræðilegt nám og rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir vegna þeirra. Þá vill hún að mótuð verði langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna heimsmarkmiðunum og tryggja að unnt verði að bregðast við framtíðaráskorunum. Silja Bára leggur áherslu á að háskólinn sé í virku samstarfi við ráðuneyti og stofnanir sem starfa á þessu sviði til að miðla þekkingu inn í ákvarðanatöku hins opinbera. Þetta tel ég vera mikilvægt við stjórn Háskólans þannig að hægt verði að leiða hann inn í framtíðina og Silja Bára er best til þess fallin. Framboð Silju Báru snýst um að skapa háskóla sem er meðvitaður um mikilvægi framlags síns til íslensks samfélags á öllum sviðum – háskóla þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni, nýsköpun vegna þeirra áskorana sem samfélagið stendur frammi fyrir og akademískt frelsi. Það er mikilvægt að skólinn búi við forystu sem byggir á skýrri sýn, hugrekki og gagnsæi. Silja Bára er svarið við þeirri þörf og ég styð hana heilshugar til rektors Háskóla Íslands. Ég hvet allt háskólasamfélagið til að gera hið sama. Framsýni Silju Báru, reynsla og eldmóður munu tryggja bjarta framtíð fyrir öll, bæði nemendur og starfsfólk sem og íslenskt samfélag. Höfundur er lögmaður og fyrrverandi Stjórnlagaráðsfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir er sú forystumanneskja sem Háskóli Íslands þarf. Þegar við stöndum frammi fyrir helstu áskorun okkar tíma, loftslagsvánni, er brýnt að háskólinn setji það í forgrunn að styðja við menntun og rannsóknir sem þjóni heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Silja Bára hefur skilning á mikilvægi háskólans að þessu leyti og vill að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi og að háskólinn verði í virku samstarfi við stjórnvöld um þekkingamiðlun á því sviði. Þess vegna tel ég hana vera réttu manneskjuna í stöðu rektors. Leiðir okkar Silja Báru lágu fyrst saman á árunum 2008-2009 þegar ég starfaði í utanríkisþjónustunni og hún sinnti þar fræðslu um alþjóðastjórnmál með áherslu á stöðu og hlutverk kvenna á vettvangi alþjóðamála. Árið 2010 tókum við svo báðar sæti í Stjórnlagaráði og þar gafst mér ómetanlegt tækifæri á að vinna við hlið hennar. Í umhverfi sem krafðist gagnrýninnar hugsunar, samstarfshæfni og framsýni reyndist hún vera fremst meðal jafningja. Þar reyndi einnig á eiginleika hennar að draga saman ólík sjónarmið og styðja við að okkur tækist að ná sameiginlegri lendingu þrátt fyrir þau. Hún var ákveðin, skynsöm í sinni nálgun og á sama tíma alltaf tilbúin að hlusta á mismunandi raddir, sem er lykilatriði fyrir hvaða forystuhlutverk sem er. Það var sérstaklega eftirtektarvert að fylgjast með Silju Báru og hennar áherslum í jafnréttismálum en hún kom m.a. að því að setja inn í drög ráðsins að nýrri stjórnarskrá ákvæði um jafnrétti allra einstaklinga og þá með því að tilgreina að slíkt væri sérstaklega óháð kynhneigð fólks. Staða rektors við Háskóla Íslands er mikilvægt embætti, bæði innan sem utan háskólans. Í embætti rektors þarf að veljast manneskja með skýra sýn og skýra stefnu um þá vegferð sem skólinn er á. Háskólinn spilar mikilvægt hlutverk í íslensku samfélagi og hann þarf að búa nemendur undir þær áskoranir sem íslenskt samfélag býr við og fyrirséðar eru. Þar eru loftslagsmálin mér sérstaklega hugleikin. Ég tel að Silja Bára sé einstök í þessum tilliti þar sem hún leggur áherslu á að rektor verði öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála á opinberum vettvangi. Hún vill styðja við þverfræðilegt nám og rannsóknir á eðli og afleiðingum loftslagsbreytinga og hvernig megi þróa mótvægis- og aðlögunaraðgerðir vegna þeirra. Þá vill hún að mótuð verði langtímaáætlun um menntun og rannsóknir sem þjóna heimsmarkmiðunum og tryggja að unnt verði að bregðast við framtíðaráskorunum. Silja Bára leggur áherslu á að háskólinn sé í virku samstarfi við ráðuneyti og stofnanir sem starfa á þessu sviði til að miðla þekkingu inn í ákvarðanatöku hins opinbera. Þetta tel ég vera mikilvægt við stjórn Háskólans þannig að hægt verði að leiða hann inn í framtíðina og Silja Bára er best til þess fallin. Framboð Silju Báru snýst um að skapa háskóla sem er meðvitaður um mikilvægi framlags síns til íslensks samfélags á öllum sviðum – háskóla þar sem áhersla er lögð á fjölbreytni, nýsköpun vegna þeirra áskorana sem samfélagið stendur frammi fyrir og akademískt frelsi. Það er mikilvægt að skólinn búi við forystu sem byggir á skýrri sýn, hugrekki og gagnsæi. Silja Bára er svarið við þeirri þörf og ég styð hana heilshugar til rektors Háskóla Íslands. Ég hvet allt háskólasamfélagið til að gera hið sama. Framsýni Silju Báru, reynsla og eldmóður munu tryggja bjarta framtíð fyrir öll, bæði nemendur og starfsfólk sem og íslenskt samfélag. Höfundur er lögmaður og fyrrverandi Stjórnlagaráðsfulltrúi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun