Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 15. mars 2025 14:03 Með því að standa ekki við skuldbindingar sínar um að verja fjármagni sem nemur tilteknu hlutfalli af landsframleiðslu til varnarmála sinna undanfarna áratugi hafa evrópsk aðildarríki NATO ekki staðið við varnarskuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu samkvæmt 5. grein stofnsáttmála þess um að árás á eitt ríkið jafngildi árás á þau öll. Þar með talið gagnvart Bandaríkjunum sem hafa fyrir vikið þurft að axla ábyrgð í þeim efnum langt umfram það sem til stóð. Hver Bandaríkjaforsetinn á fætur öðrum, bæði úr röðum demókrata og repúblikana, hefur á liðnum árum og áratugum gagnrýnt Evrópuríki fyrir það að standa ekki við lágmarksskuldbindingar sínar um fjárframlög til varnarmála þegar kemur að aðild þeirra að NATO þó þeir hafi komið gagnrýni sinni á framfæri á mun dannaðri hátt en Donald Trump. Sjálfir standa Bandaríkjamenn undir miklum meirihluta reksturs varnarbandalagsins og hafa gert áratugum saman. Takmarkað gagn er vitanlega að því að segjast reiðubúinn til þess að koma öðrum aðildarríkjum NATO til varnar þegar viðkomandi hefur í raun og veru alls enga burði til þess og getur ekki einu sinni varið sig sjálfan. Trump fann ekki upp þessa gagnrýni sem á auðvitað fyllilega rétt á sér og átt mjög lengi. Þolinmæði Bandaríkjamanna er í raun löngu þrotin í þessum efnum og hefur núverandi Bandaríkjaforseti einfaldlega gert þá gagnrýni að sinni og nýtt sér hana. Furðulegt hefur verið að horfa upp á forystumenn evrópskra aðildarríkja NATO gagnrýna Bandaríkin fyrir það að ætla ekki að standa við varnarskuldbindingar sínar gagnvart þeim þegar fyrir liggur að þau hafa sjálf ekki staðið við sínar skuldbindingar áratugum saman. Útspil Bandaríkjamanna er einfaldlega viðbrögð við því. Evrópuríkin eru eins og ofdekraðir unglingar sem vilja fá allt upp í hendurnar og bregðast svo hinir verstu við þegar loks á að setja þeim eðlileg mörk. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson NATO Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Með því að standa ekki við skuldbindingar sínar um að verja fjármagni sem nemur tilteknu hlutfalli af landsframleiðslu til varnarmála sinna undanfarna áratugi hafa evrópsk aðildarríki NATO ekki staðið við varnarskuldbindingar sínar gagnvart bandalaginu samkvæmt 5. grein stofnsáttmála þess um að árás á eitt ríkið jafngildi árás á þau öll. Þar með talið gagnvart Bandaríkjunum sem hafa fyrir vikið þurft að axla ábyrgð í þeim efnum langt umfram það sem til stóð. Hver Bandaríkjaforsetinn á fætur öðrum, bæði úr röðum demókrata og repúblikana, hefur á liðnum árum og áratugum gagnrýnt Evrópuríki fyrir það að standa ekki við lágmarksskuldbindingar sínar um fjárframlög til varnarmála þegar kemur að aðild þeirra að NATO þó þeir hafi komið gagnrýni sinni á framfæri á mun dannaðri hátt en Donald Trump. Sjálfir standa Bandaríkjamenn undir miklum meirihluta reksturs varnarbandalagsins og hafa gert áratugum saman. Takmarkað gagn er vitanlega að því að segjast reiðubúinn til þess að koma öðrum aðildarríkjum NATO til varnar þegar viðkomandi hefur í raun og veru alls enga burði til þess og getur ekki einu sinni varið sig sjálfan. Trump fann ekki upp þessa gagnrýni sem á auðvitað fyllilega rétt á sér og átt mjög lengi. Þolinmæði Bandaríkjamanna er í raun löngu þrotin í þessum efnum og hefur núverandi Bandaríkjaforseti einfaldlega gert þá gagnrýni að sinni og nýtt sér hana. Furðulegt hefur verið að horfa upp á forystumenn evrópskra aðildarríkja NATO gagnrýna Bandaríkin fyrir það að ætla ekki að standa við varnarskuldbindingar sínar gagnvart þeim þegar fyrir liggur að þau hafa sjálf ekki staðið við sínar skuldbindingar áratugum saman. Útspil Bandaríkjamanna er einfaldlega viðbrögð við því. Evrópuríkin eru eins og ofdekraðir unglingar sem vilja fá allt upp í hendurnar og bregðast svo hinir verstu við þegar loks á að setja þeim eðlileg mörk. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun