Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve og Daníel Thor Myer skrifa 15. mars 2025 13:32 Háskóli Íslands stendur á tímamótum og því skiptir það máli að velja rektor sem hefur skýra sýn, skilning á þörfum nemenda jafnt sem kennara og getu til þess að leiða skólann inn í framtíðina. Í ljósi þess er mikilvægt að velta fyrir sér hver sé best til þess fallinn, ásamt því að efla vísindastarf og sinna öllum sviðum skólans jafnt. Magnús Karl Magnússon, rektorsframbjóðandi, er sá sem Háskóli Íslands þarfnast í dag. Hann er ekki bara virtur vísindamaður og læknir, heldur einnig kennari af lífi og sál, góður leiðtogi og mikill mannvinur. Við kynntumst Magnúsi Karli þegar við hófum nám í lyfja- og eiturefnafræði á þriðja námsári í læknisfræði, haustið 2023. Það varð fljótt ljóst hve einstakur kennari Magnús er. Hann hóf námskeiðið á því að ávarpa bekkinn og tók fram að öll niðrandi ummæli og hvers kyns fordómar yrðu ekki liðnir í kennslutímum hjá sér. Þannig skapaði hann okkur öruggt umhverfi frá fyrsta degi. Hann nálgaðist okkur á jafningjagrundvelli, hvatti til spurninga og voru því tímar hjá honum líkari umræðum en fyrirlestrum. Hann kennir af ástríðu, gerir flókið efni aðgengilegt og vekur raunverulegan áhuga á náminu. Hann byggir upp sjálfstraust nemenda sinna og veitir hvatningu. Hann veit hvað raunverulega skiptir máli fyrir nemendur; gæði kennslu, öflugt háskólasamfélag og stuðningur við rannsóknir og nýsköpun. Slík sýn er dýrmætur eiginleiki leiðtoga einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Magnús Karl ber hag allra fræðasviða fyrir brjósti sér. Hann leggur ríka áherslu á uppbyggingu vísindastarfs hérlendis og að efla fjármögnun Háskóla Íslands. Með bættri fjármagnsstöðu skólans væri hægt að tryggja aukin gæði náms fyrir okkur nemendur. Það gerir okkur sterkari á alþjóðlegum grundvelli. Magnús Karl hefur það einnig að markmiði að bæta námslánakerfið svo að nemendur þurfi ekki að vinna samhliða fullu námi eða hverfa frá námi vegna fjárhagslegra hindrana. Við þurfum sterkan málsvara sem er tilbúinn að tala máli okkar. Magnús Karl hefur einstaka sýn á hvernig ná skal árangri í þessum efnum. Hingað til hefur umræðan um háskólamál ekki verið áberandi í samfélaginu heldur hefur hagsmunabaráttu Háskólans einkum verið beint að alþingismönnum og einstökum ráðherrum. Þessu vill Magnús breyta, ekki nægi að sannfæra einungis stjórnmálamenn um mikilvægi Háskólans, heldur þurfi að skapa umræðu í samfélaginu og stuðla að jákvæðu viðhorfi almennings. Þannig er hægt að ná raunverulegum árangri í fjármögnun Háskólans, efla kennslu og rannsóknir og bæta aðgengi til náms gegnum öflugra námslánakerfi. Allt eru þetta lykilatriði fyrir nemendur Háskóla Íslands. Hvað háskólasamfélagið varðar vill Magnús efla það með betri aðstöðu og aukinni tengslamyndun milli nemenda, kennara og ólíkra fræðasviða. Háskólinn eigi ekki aðeins að vera staður fyrir kennslu og nám, heldur lifandi samfélag sem stuðlar að þroska, nýsköpun og samvinnu. Við höfum því fulla trú á að verði Magnús kjörinn rektor, muni háskólasamfélagið styrkjast og það verði skemmtilegra að vera nemandi við Háskóla Íslands. Í Magnúsi Karli býr leiðtogi sem sameinar sterka fræðilega þekkingu, djúpa reynslu af háskólastarfi og skýra framtíðarsýn fyrir skólann. Hann mun tryggja að Háskóli Íslands verði áfram í fremstu röð, með öfluga vísindastarfsemi og jöfn tækifæri fyrir öll svið. Ef nemendur vilja rektor sem hefur hagsmuni þeirra í fyrirrúmi, sem mun standa með þeim og ná raunverulegum árangri í málefnum skólans er Magnús Karl rétti maðurinn. Þess vegna kjósum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundar eru á 4. ári í læknisfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á tímamótum og því skiptir það máli að velja rektor sem hefur skýra sýn, skilning á þörfum nemenda jafnt sem kennara og getu til þess að leiða skólann inn í framtíðina. Í ljósi þess er mikilvægt að velta fyrir sér hver sé best til þess fallinn, ásamt því að efla vísindastarf og sinna öllum sviðum skólans jafnt. Magnús Karl Magnússon, rektorsframbjóðandi, er sá sem Háskóli Íslands þarfnast í dag. Hann er ekki bara virtur vísindamaður og læknir, heldur einnig kennari af lífi og sál, góður leiðtogi og mikill mannvinur. Við kynntumst Magnúsi Karli þegar við hófum nám í lyfja- og eiturefnafræði á þriðja námsári í læknisfræði, haustið 2023. Það varð fljótt ljóst hve einstakur kennari Magnús er. Hann hóf námskeiðið á því að ávarpa bekkinn og tók fram að öll niðrandi ummæli og hvers kyns fordómar yrðu ekki liðnir í kennslutímum hjá sér. Þannig skapaði hann okkur öruggt umhverfi frá fyrsta degi. Hann nálgaðist okkur á jafningjagrundvelli, hvatti til spurninga og voru því tímar hjá honum líkari umræðum en fyrirlestrum. Hann kennir af ástríðu, gerir flókið efni aðgengilegt og vekur raunverulegan áhuga á náminu. Hann byggir upp sjálfstraust nemenda sinna og veitir hvatningu. Hann veit hvað raunverulega skiptir máli fyrir nemendur; gæði kennslu, öflugt háskólasamfélag og stuðningur við rannsóknir og nýsköpun. Slík sýn er dýrmætur eiginleiki leiðtoga einnar mikilvægustu stofnunar landsins. Magnús Karl ber hag allra fræðasviða fyrir brjósti sér. Hann leggur ríka áherslu á uppbyggingu vísindastarfs hérlendis og að efla fjármögnun Háskóla Íslands. Með bættri fjármagnsstöðu skólans væri hægt að tryggja aukin gæði náms fyrir okkur nemendur. Það gerir okkur sterkari á alþjóðlegum grundvelli. Magnús Karl hefur það einnig að markmiði að bæta námslánakerfið svo að nemendur þurfi ekki að vinna samhliða fullu námi eða hverfa frá námi vegna fjárhagslegra hindrana. Við þurfum sterkan málsvara sem er tilbúinn að tala máli okkar. Magnús Karl hefur einstaka sýn á hvernig ná skal árangri í þessum efnum. Hingað til hefur umræðan um háskólamál ekki verið áberandi í samfélaginu heldur hefur hagsmunabaráttu Háskólans einkum verið beint að alþingismönnum og einstökum ráðherrum. Þessu vill Magnús breyta, ekki nægi að sannfæra einungis stjórnmálamenn um mikilvægi Háskólans, heldur þurfi að skapa umræðu í samfélaginu og stuðla að jákvæðu viðhorfi almennings. Þannig er hægt að ná raunverulegum árangri í fjármögnun Háskólans, efla kennslu og rannsóknir og bæta aðgengi til náms gegnum öflugra námslánakerfi. Allt eru þetta lykilatriði fyrir nemendur Háskóla Íslands. Hvað háskólasamfélagið varðar vill Magnús efla það með betri aðstöðu og aukinni tengslamyndun milli nemenda, kennara og ólíkra fræðasviða. Háskólinn eigi ekki aðeins að vera staður fyrir kennslu og nám, heldur lifandi samfélag sem stuðlar að þroska, nýsköpun og samvinnu. Við höfum því fulla trú á að verði Magnús kjörinn rektor, muni háskólasamfélagið styrkjast og það verði skemmtilegra að vera nemandi við Háskóla Íslands. Í Magnúsi Karli býr leiðtogi sem sameinar sterka fræðilega þekkingu, djúpa reynslu af háskólastarfi og skýra framtíðarsýn fyrir skólann. Hann mun tryggja að Háskóli Íslands verði áfram í fremstu röð, með öfluga vísindastarfsemi og jöfn tækifæri fyrir öll svið. Ef nemendur vilja rektor sem hefur hagsmuni þeirra í fyrirrúmi, sem mun standa með þeim og ná raunverulegum árangri í málefnum skólans er Magnús Karl rétti maðurinn. Þess vegna kjósum við Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands. Höfundar eru á 4. ári í læknisfræði við Háskóla Íslands.
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun