Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar 16. mars 2025 08:00 Kæri lesandi, Ímyndaðu þér að þér sé boðið í glæsilega veislu. Þegar þú ferð inn um veisludyrnar blasir við þér óendanlega stórt veisluborð með hundruðum fjölbreyttra rétta. Þú hefur aldrei séð þvílíka ofgnótt á ævinni; hún teygir sig svo langt sem augað eygir. Þig langar að smakka og prófa þessa fjölbreyttu rétti en þú tekur eftir því að hinir gestirnir, af einhverjum ástæðum, takmarka sig við einn rétt sem þeir halda sig við allt kvöldið. Þú gerir skiljanlega eins og hinir gestirnir, velur einn rétt og færð þér af honum aftur og aftur. Rétturinn sem þú velur er gómsætur og að veislu lokinni ertu saddur. Samt ertu forvitinn um alla hina réttina sem þú smakkaðir ekki og lítur um öxl á veisluborðið mikla með ögn af eftirsjá þegar þú gengur út. Námsferill margra grunnnema við Háskóla Íslands líkist að mínu mati upplifun gestsins af þessari ímynduðu, þversagnakenndu veislu. Háskólinn er sá eini á Íslandi sem býður upp á alhliða nám sem teygir sig yfir fimm fræðasvið. Eins og stendur orðrétt á vefsíðu Háskólans er hann „stærsti háskóli landsins með langmesta fjölbreytni í námsframboði enda býður hann [upp] á fjórða hundrað spennandi námsleiðir á öllum fræðasviðum“. Grunnnemum standa til boða meira en hundrað námsleiðir til BA- eða BS-prófs í fræðigreinum frá almennri bókmenntafræði til þroskaþjálfafræði og allt þar á milli. En eins og veislugestirnir hér fyrir ofan takmarka flestir grunnnemar sig við eina námsgrein allan námsferilinn, sem er til þriggja árið miðað við fullt nám og nemur 180 einingum. Margar námsleiðir innan skólans bjóða einungis upp á 180 eininga nám og festa þannig nemann við þá námsleið allt grunnnámið. Aðrar námsleiðir bjóða að vísu upp á bæði 180 eða 120 eininga nám, sem gefur nemendum svigrúm til að taka 120 einingar í sinni aðalnámsgrein og 60 einingar í aukagrein, en tölur háskólans sýna að einungis 30 prósent af nemunum sem gátu valið á milli 180 og 120 eininga námsleið árið 2024 innrituðu sig í nám til 120 eininga í aðalgrein. Langflestir héldu sig við 180 eininga námsleiðina og þar með við bara einn rétt í þeirri fjölbreyttu námsveislu sem háskólinn býður upp á. Skýringin á þessu ástandi getur verið sú að nemendur vilji einfaldlega taka eina grein í grunnnáminu. Önnur skýring, sem ég tel ekki síður líklega og sem nemendur og samstarfsfólk við háskólann hafa ítrekað nefnt, er að deildir séu ekki nógu duglegar að upplýsa nemendur um að 120 eininga nám stendi þeim til boða. En hvers vegna ættu þær að gera það? Deililíkan háskólans refsar deildum fjárhagslega fyrir að senda nemendur í sinni aðalnámsgrein í aukagrein utan deildarinnar. „Heima(deild) er best“ eru skilaboð kerfisins. En ég er sannfærður um að fjölbreyttara grunnnám – þar sem nemendur fá frelsi til að velja fleiri rétti í námsveislunni miklu – væri bæði þeim og samfélaginu öllu til framdráttar. Í fyrsta lagi ættum við að gefa nemendum okkar, sem flestir eru ungir og/eða eru að stunda háskólanám í fyrsta skipti, ráðrúm til að prófa sig áfram og uppgötva eigin leið í náminu eins og í lífinu almennt. Áður fengu nemendur þetta mikilvæga tækifæri í framhaldskóla en í kjölfar styttingar þess námsstigs koma stúdentar inn í háskólann með minni breidd í menntun en fyrr. Fjölbreyttara grunnnám þar sem nemendur gætu tekið aukagrein eða kynnst nokkrum ólíkum námsgreinum, myndi gefa þeim þá breidd aftur og stuðla að sveigjanleika, opnu hugarfari og skilningi á fleiri fræðigreinum. Þeir kostir eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr á okkar tímum þar sem atvinnumarkaðurinn er hvikull og flókin hnattræn vandamál eins og samfélagsleg skautun og loftlagsbreytingar þekkja enga deildarmúra og kalla á þverfræðilegar lausnir. Sem betur fer tala allir fimm íslensku frambjóðendurnir til rektorsembættis við háskólann í stefnum sínum um mikilvægi þess að gera grunnnámið fjölbreyttara. Ég hvet alla til að kynna sér hugmyndir þeirra og spyrja þá um útfærslur, ekki síst hvað varðar deililíkan háskólans, á þeim kynningarfundum sem eru eftir fyrir kosningar 18.-19. mars. Nú er tækifæri til að opna grunnnám við háskólann og veita nemendum aðgang að þeirri glæsilegu, fjölbreyttu námsveislu sem Háskóli Íslands getur státað sig af. Höfundur er verkefnisstjóri og sérfræðingur við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, Ímyndaðu þér að þér sé boðið í glæsilega veislu. Þegar þú ferð inn um veisludyrnar blasir við þér óendanlega stórt veisluborð með hundruðum fjölbreyttra rétta. Þú hefur aldrei séð þvílíka ofgnótt á ævinni; hún teygir sig svo langt sem augað eygir. Þig langar að smakka og prófa þessa fjölbreyttu rétti en þú tekur eftir því að hinir gestirnir, af einhverjum ástæðum, takmarka sig við einn rétt sem þeir halda sig við allt kvöldið. Þú gerir skiljanlega eins og hinir gestirnir, velur einn rétt og færð þér af honum aftur og aftur. Rétturinn sem þú velur er gómsætur og að veislu lokinni ertu saddur. Samt ertu forvitinn um alla hina réttina sem þú smakkaðir ekki og lítur um öxl á veisluborðið mikla með ögn af eftirsjá þegar þú gengur út. Námsferill margra grunnnema við Háskóla Íslands líkist að mínu mati upplifun gestsins af þessari ímynduðu, þversagnakenndu veislu. Háskólinn er sá eini á Íslandi sem býður upp á alhliða nám sem teygir sig yfir fimm fræðasvið. Eins og stendur orðrétt á vefsíðu Háskólans er hann „stærsti háskóli landsins með langmesta fjölbreytni í námsframboði enda býður hann [upp] á fjórða hundrað spennandi námsleiðir á öllum fræðasviðum“. Grunnnemum standa til boða meira en hundrað námsleiðir til BA- eða BS-prófs í fræðigreinum frá almennri bókmenntafræði til þroskaþjálfafræði og allt þar á milli. En eins og veislugestirnir hér fyrir ofan takmarka flestir grunnnemar sig við eina námsgrein allan námsferilinn, sem er til þriggja árið miðað við fullt nám og nemur 180 einingum. Margar námsleiðir innan skólans bjóða einungis upp á 180 eininga nám og festa þannig nemann við þá námsleið allt grunnnámið. Aðrar námsleiðir bjóða að vísu upp á bæði 180 eða 120 eininga nám, sem gefur nemendum svigrúm til að taka 120 einingar í sinni aðalnámsgrein og 60 einingar í aukagrein, en tölur háskólans sýna að einungis 30 prósent af nemunum sem gátu valið á milli 180 og 120 eininga námsleið árið 2024 innrituðu sig í nám til 120 eininga í aðalgrein. Langflestir héldu sig við 180 eininga námsleiðina og þar með við bara einn rétt í þeirri fjölbreyttu námsveislu sem háskólinn býður upp á. Skýringin á þessu ástandi getur verið sú að nemendur vilji einfaldlega taka eina grein í grunnnáminu. Önnur skýring, sem ég tel ekki síður líklega og sem nemendur og samstarfsfólk við háskólann hafa ítrekað nefnt, er að deildir séu ekki nógu duglegar að upplýsa nemendur um að 120 eininga nám stendi þeim til boða. En hvers vegna ættu þær að gera það? Deililíkan háskólans refsar deildum fjárhagslega fyrir að senda nemendur í sinni aðalnámsgrein í aukagrein utan deildarinnar. „Heima(deild) er best“ eru skilaboð kerfisins. En ég er sannfærður um að fjölbreyttara grunnnám – þar sem nemendur fá frelsi til að velja fleiri rétti í námsveislunni miklu – væri bæði þeim og samfélaginu öllu til framdráttar. Í fyrsta lagi ættum við að gefa nemendum okkar, sem flestir eru ungir og/eða eru að stunda háskólanám í fyrsta skipti, ráðrúm til að prófa sig áfram og uppgötva eigin leið í náminu eins og í lífinu almennt. Áður fengu nemendur þetta mikilvæga tækifæri í framhaldskóla en í kjölfar styttingar þess námsstigs koma stúdentar inn í háskólann með minni breidd í menntun en fyrr. Fjölbreyttara grunnnám þar sem nemendur gætu tekið aukagrein eða kynnst nokkrum ólíkum námsgreinum, myndi gefa þeim þá breidd aftur og stuðla að sveigjanleika, opnu hugarfari og skilningi á fleiri fræðigreinum. Þeir kostir eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr á okkar tímum þar sem atvinnumarkaðurinn er hvikull og flókin hnattræn vandamál eins og samfélagsleg skautun og loftlagsbreytingar þekkja enga deildarmúra og kalla á þverfræðilegar lausnir. Sem betur fer tala allir fimm íslensku frambjóðendurnir til rektorsembættis við háskólann í stefnum sínum um mikilvægi þess að gera grunnnámið fjölbreyttara. Ég hvet alla til að kynna sér hugmyndir þeirra og spyrja þá um útfærslur, ekki síst hvað varðar deililíkan háskólans, á þeim kynningarfundum sem eru eftir fyrir kosningar 18.-19. mars. Nú er tækifæri til að opna grunnnám við háskólann og veita nemendum aðgang að þeirri glæsilegu, fjölbreyttu námsveislu sem Háskóli Íslands getur státað sig af. Höfundur er verkefnisstjóri og sérfræðingur við Háskóla Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun