Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson og Þórhallur Ingi Halldórsson skrifa 14. mars 2025 18:32 Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskóla Íslands býðst nú til þess að verða rektor. Við viljum skýra hvers vegna við teljum atkvæðum til stuðnings Ingibjörgu best varið. Ingibjörg Gunnarsdóttir tók þátt í uppbyggingu meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands bæði sem nemandi og síðar einnig sem kennari og vísindamaður. Ingibjörg tilheyrir hópi þeirra fyrstu sem vörðu doktorsritgerð við Raunvísindadeild Háskóla Íslands en hún stundaði nám bæði hér heima og erlendis. Tengsl snemma á ferlinum og hæfni til teymisvinnu hafa komið henni að miklu gagni við alþjóðlegt samstarf síðar. Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur hlotið fjölda styrkja til mikilvægra rannsókna þar á meðal styrkja úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Ingibjörg hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2014 og var valinn heiðursvísindamaður Landspítala 2023 fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum. Ingibjörg Gunnarsdóttirhefur einnig mikinn metnað þegar kemur að störfum og skyldum Háskóla Íslands fyrir samfélagið. Hún hefur í samstarfi við fjölda fólks unnið að rannsóknum til að auka þekkingu og skilning á heilsueflingu, forvörnum og meðferð við sjúkdómum með áherslu á næringu og heilsu þungaðra kvenna, barna, næringarástand fólks, og tengsl við sjúkdóma. Ingibjörg hefur öðlast mikla stjórnendareynslu í gegnum störf sín sem forstöðumaður næringarstofu Landspítala háskólasjúkrahúss, með setu sinni í Háskólaráði og sem aðstoðarrektor. Í því starfi hefur hún tekist á við fjölda krefjandi verkefna sem hafa verið skólanum erfið og leyst farsællega í samstarfi við samstarfsfólk þvert á deildir. Í stuttu máli þá er Ingibjörg einn öflugasti frambjóðandinn þegar kemur að bæði rannsóknavirkni (þ.e. birtingar alþjóðlegra vísindagreina í ritrýndum tímaritum) og hvað varðar stjórnendareynslu. Til að Háskóli þrífist og dafni þarf einnig einstakling sem hefur skilning á starfsemi mismunandi fræðasviða sem getur stuðlað að því að stærri og minni deildir og námslínur geti þróast og tekið breytingum til að geta þjónað þörfum samfélagsins. Þetta hefur Ingibjörg sýnt í verki bæði í rannsóknum og innan miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Þannig mun hún styðja nám og kennslu, rannsóknir, og þá ekki bara rannsóknastofuvinnu heldur einnig rannsóknir innan hug-, mennta- og félagsvísinda, auk samvinnu og þeirra nýjunga sem hún er tilbúin að ráðast í fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. Þetta voru helstu ástæður þess að við munum gefa Ingibjörgu atkvæði okkar. Við hvetjum þig, lesandi góður, að kynna þér störf Ingibjargar og athuga hvort þú verðir ekki sammála okkur Höfundar eru: Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla og Næringarfræðideild HÍ Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Ingibjörg Gunnarsdóttir prófessor og aðstoðarrektor vísinda og samfélags við Háskóla Íslands býðst nú til þess að verða rektor. Við viljum skýra hvers vegna við teljum atkvæðum til stuðnings Ingibjörgu best varið. Ingibjörg Gunnarsdóttir tók þátt í uppbyggingu meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands bæði sem nemandi og síðar einnig sem kennari og vísindamaður. Ingibjörg tilheyrir hópi þeirra fyrstu sem vörðu doktorsritgerð við Raunvísindadeild Háskóla Íslands en hún stundaði nám bæði hér heima og erlendis. Tengsl snemma á ferlinum og hæfni til teymisvinnu hafa komið henni að miklu gagni við alþjóðlegt samstarf síðar. Ingibjörg Gunnarsdóttir hefur hlotið fjölda styrkja til mikilvægra rannsókna þar á meðal styrkja úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Ingibjörg hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs árið 2014 og var valinn heiðursvísindamaður Landspítala 2023 fyrir framúrskarandi framlag til vísinda á ferli sínum. Ingibjörg Gunnarsdóttirhefur einnig mikinn metnað þegar kemur að störfum og skyldum Háskóla Íslands fyrir samfélagið. Hún hefur í samstarfi við fjölda fólks unnið að rannsóknum til að auka þekkingu og skilning á heilsueflingu, forvörnum og meðferð við sjúkdómum með áherslu á næringu og heilsu þungaðra kvenna, barna, næringarástand fólks, og tengsl við sjúkdóma. Ingibjörg hefur öðlast mikla stjórnendareynslu í gegnum störf sín sem forstöðumaður næringarstofu Landspítala háskólasjúkrahúss, með setu sinni í Háskólaráði og sem aðstoðarrektor. Í því starfi hefur hún tekist á við fjölda krefjandi verkefna sem hafa verið skólanum erfið og leyst farsællega í samstarfi við samstarfsfólk þvert á deildir. Í stuttu máli þá er Ingibjörg einn öflugasti frambjóðandinn þegar kemur að bæði rannsóknavirkni (þ.e. birtingar alþjóðlegra vísindagreina í ritrýndum tímaritum) og hvað varðar stjórnendareynslu. Til að Háskóli þrífist og dafni þarf einnig einstakling sem hefur skilning á starfsemi mismunandi fræðasviða sem getur stuðlað að því að stærri og minni deildir og námslínur geti þróast og tekið breytingum til að geta þjónað þörfum samfélagsins. Þetta hefur Ingibjörg sýnt í verki bæði í rannsóknum og innan miðlægrar stjórnsýslu Háskóla Íslands. Þannig mun hún styðja nám og kennslu, rannsóknir, og þá ekki bara rannsóknastofuvinnu heldur einnig rannsóknir innan hug-, mennta- og félagsvísinda, auk samvinnu og þeirra nýjunga sem hún er tilbúin að ráðast í fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands. Þetta voru helstu ástæður þess að við munum gefa Ingibjörgu atkvæði okkar. Við hvetjum þig, lesandi góður, að kynna þér störf Ingibjargar og athuga hvort þú verðir ekki sammála okkur Höfundar eru: Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor við Matvæla og Næringarfræðideild HÍ Rúnar Unnþórsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild HÍ
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun