Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Samúel Karl Ólason skrifar 14. mars 2025 16:55 Frá Svalbarða sem lútir stjórn Norðmanna en þar má einnig finna rússneska byggð. AFP/Jonathan Nackstrand Yfirvöld í Rússlandi sökuðu í dag Norðmenn um að hervæða Svalbarða. Slíkt valdi spennu og auki hættuna á átökum á norðurslóðum. Þetta kom fram á fundi erindreka utanríkisráðuneytis Rússlands með sendiherra Noregs í Rússlandi. Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Rússar hafa lengi nýtt sér auðlindir Svalbarða á grunni samningsins. Á áðurnefndum fundi í dag kvörtuðu Rússar yfir því að eyjaklasinn spilaði sífellt stærri rullu í hernaði Noregs, með aðkomu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalaginu. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að ráðamenn í Moskvu kalli eftir því að Norðmenn láti af þessu meinta athæfi, þar sem það grafi undan lagalegum grunni samkomulagsins um stjórn Norðmanna á Svalbarða. Í frétt Norska ríkisútvarpsins um tilkynninguna segir að norskir stjórnmálamenn hafi kallað eftir aukinni hernaðarlegri viðveru á Svalbarða. Þar á meðal eru embættismenn á eyjaklasanum. Hefur slíkum ummælum meðal annars verið kastað fram í tengslum við aukna árásargirni Rússa og viðvarana vegna tilrauna þeirra til að grafa undan samheldni innan NATO og mögulega láta reyna á fimmtu grein stofnsáttmála bandalagsins um sameiginlegar varnir. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur samkvæmt NRK ekki tekið vel í það og vísað til Svalbarðasamningsins. Hann hefur ítrekað að Norðmenn hafi ekki áhuga á aukinni spennu á norðurslóðum. Noregur Rússland Norðurslóðir Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Svalbarði er eins og flestir vita eyjaklasi í Íshafi en Noregur fer með fullveldisréttindi þar samkvæmt Svalbarðasamningnum. Aðildarríki samningsins eru 46 talsins og er Ísland þar á meðal. Samningurinn segir til um að ekki megi byggja varnarvirki eða flotastöðvar og að ekki megi nota Svalbarða í hernaðarlegum tilgangi. Rússar hafa lengi nýtt sér auðlindir Svalbarða á grunni samningsins. Á áðurnefndum fundi í dag kvörtuðu Rússar yfir því að eyjaklasinn spilaði sífellt stærri rullu í hernaði Noregs, með aðkomu Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalaginu. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að ráðamenn í Moskvu kalli eftir því að Norðmenn láti af þessu meinta athæfi, þar sem það grafi undan lagalegum grunni samkomulagsins um stjórn Norðmanna á Svalbarða. Í frétt Norska ríkisútvarpsins um tilkynninguna segir að norskir stjórnmálamenn hafi kallað eftir aukinni hernaðarlegri viðveru á Svalbarða. Þar á meðal eru embættismenn á eyjaklasanum. Hefur slíkum ummælum meðal annars verið kastað fram í tengslum við aukna árásargirni Rússa og viðvarana vegna tilrauna þeirra til að grafa undan samheldni innan NATO og mögulega láta reyna á fimmtu grein stofnsáttmála bandalagsins um sameiginlegar varnir. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur samkvæmt NRK ekki tekið vel í það og vísað til Svalbarðasamningsins. Hann hefur ítrekað að Norðmenn hafi ekki áhuga á aukinni spennu á norðurslóðum.
Noregur Rússland Norðurslóðir Hernaður Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira