Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2025 12:02 Sigurður Ingimundarson segir sínum mönnum til. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, var nokkuð léttur þegar íþróttadeild náði tali af honum í morgun. Keflavík er með bakið upp við vegg og tímabilið undir þegar liðið mætir Stjörnunni í kvöld. Allt er undir hjá Keflavík í leik kvöldsins sem fram fer í Blue-höllinni í Reykjanesbæ. Vinnist leikurinn ekki er draumurinn um sæti í úrslitakeppninni úti. Það yrði mikið reiðarslag enda Keflavík átt fast sæti í úrslitakeppninni árlega í 39 ár, frá árinu 1986. Sigurður er spenntur og vonast til að leikmenn liðsins séu það einnig. „Mér líður bara vel. Menn eiga að njóta þess að spila svona leiki sem skipta öllu máli og sjá úr hverju menn eru gerðir. Undirbúningurinn hefur verið nokkuð góður og beinst að þessum leik. Menn eru bara klárir í slaginn, svona flestir, svo við erum bara í toppmálum,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild. Menn séu þá ekki hugsa um að svara fyrir stórtap liðsins fyrir Tindastóli fyrir viku síðan. Keflvíkingar voru arfaslakir á Sauðárkróki og töpuðu stórt en sá leikur sé kominn í baksýnisspegilinn. „Menn eru nú ekkert að hugsa um það lengur. Það er bara búið. Það lenda öll lið stundum í lélegum leikjum og að vera jarðaðir. Við erum ekkert að spá í því, það er bara næsta og leikurinn í kvöld sem allir eru að einblína á,“ segir Sigurður. Andstæðingur kvöldsins er ekki af verri gerðinni. Stjarnan getur farið upp fyrir Tindastól á topp deildarinnar með sigri í kvöld og tekið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. Sigurður vonast eftir stuðningi og að menn nýti aukna spennu á réttan hátt. „Það ætla ég rétt að vona, að það sé auka spenna og að menn geri extra mikið til að ná góðum úrslitum. Ég á von á því að Keflvíkingar fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið.“ Keflavík og Stjarnan mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Einnig fer fram leikur ÍR og Hattar klukkan 18:30 sem er á Stöð 2 Sport 5. Öll umferðin í deildinni verður gerð upp í Körfuboltakvöldi strax að leik Keflavíkur og Stjörnunnar loknum. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Stjarnan Körfubolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira
Allt er undir hjá Keflavík í leik kvöldsins sem fram fer í Blue-höllinni í Reykjanesbæ. Vinnist leikurinn ekki er draumurinn um sæti í úrslitakeppninni úti. Það yrði mikið reiðarslag enda Keflavík átt fast sæti í úrslitakeppninni árlega í 39 ár, frá árinu 1986. Sigurður er spenntur og vonast til að leikmenn liðsins séu það einnig. „Mér líður bara vel. Menn eiga að njóta þess að spila svona leiki sem skipta öllu máli og sjá úr hverju menn eru gerðir. Undirbúningurinn hefur verið nokkuð góður og beinst að þessum leik. Menn eru bara klárir í slaginn, svona flestir, svo við erum bara í toppmálum,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild. Menn séu þá ekki hugsa um að svara fyrir stórtap liðsins fyrir Tindastóli fyrir viku síðan. Keflvíkingar voru arfaslakir á Sauðárkróki og töpuðu stórt en sá leikur sé kominn í baksýnisspegilinn. „Menn eru nú ekkert að hugsa um það lengur. Það er bara búið. Það lenda öll lið stundum í lélegum leikjum og að vera jarðaðir. Við erum ekkert að spá í því, það er bara næsta og leikurinn í kvöld sem allir eru að einblína á,“ segir Sigurður. Andstæðingur kvöldsins er ekki af verri gerðinni. Stjarnan getur farið upp fyrir Tindastól á topp deildarinnar með sigri í kvöld og tekið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. Sigurður vonast eftir stuðningi og að menn nýti aukna spennu á réttan hátt. „Það ætla ég rétt að vona, að það sé auka spenna og að menn geri extra mikið til að ná góðum úrslitum. Ég á von á því að Keflvíkingar fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið.“ Keflavík og Stjarnan mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Einnig fer fram leikur ÍR og Hattar klukkan 18:30 sem er á Stöð 2 Sport 5. Öll umferðin í deildinni verður gerð upp í Körfuboltakvöldi strax að leik Keflavíkur og Stjörnunnar loknum.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Stjarnan Körfubolti Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Í beinni: Burnley - Liverpool | Isak þarf að bíða lengur Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar Sjá meira