Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2025 12:02 Sigurður Ingimundarson segir sínum mönnum til. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, var nokkuð léttur þegar íþróttadeild náði tali af honum í morgun. Keflavík er með bakið upp við vegg og tímabilið undir þegar liðið mætir Stjörnunni í kvöld. Allt er undir hjá Keflavík í leik kvöldsins sem fram fer í Blue-höllinni í Reykjanesbæ. Vinnist leikurinn ekki er draumurinn um sæti í úrslitakeppninni úti. Það yrði mikið reiðarslag enda Keflavík átt fast sæti í úrslitakeppninni árlega í 39 ár, frá árinu 1986. Sigurður er spenntur og vonast til að leikmenn liðsins séu það einnig. „Mér líður bara vel. Menn eiga að njóta þess að spila svona leiki sem skipta öllu máli og sjá úr hverju menn eru gerðir. Undirbúningurinn hefur verið nokkuð góður og beinst að þessum leik. Menn eru bara klárir í slaginn, svona flestir, svo við erum bara í toppmálum,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild. Menn séu þá ekki hugsa um að svara fyrir stórtap liðsins fyrir Tindastóli fyrir viku síðan. Keflvíkingar voru arfaslakir á Sauðárkróki og töpuðu stórt en sá leikur sé kominn í baksýnisspegilinn. „Menn eru nú ekkert að hugsa um það lengur. Það er bara búið. Það lenda öll lið stundum í lélegum leikjum og að vera jarðaðir. Við erum ekkert að spá í því, það er bara næsta og leikurinn í kvöld sem allir eru að einblína á,“ segir Sigurður. Andstæðingur kvöldsins er ekki af verri gerðinni. Stjarnan getur farið upp fyrir Tindastól á topp deildarinnar með sigri í kvöld og tekið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. Sigurður vonast eftir stuðningi og að menn nýti aukna spennu á réttan hátt. „Það ætla ég rétt að vona, að það sé auka spenna og að menn geri extra mikið til að ná góðum úrslitum. Ég á von á því að Keflvíkingar fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið.“ Keflavík og Stjarnan mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Einnig fer fram leikur ÍR og Hattar klukkan 18:30 sem er á Stöð 2 Sport 5. Öll umferðin í deildinni verður gerð upp í Körfuboltakvöldi strax að leik Keflavíkur og Stjörnunnar loknum. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Stjarnan Körfubolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira
Allt er undir hjá Keflavík í leik kvöldsins sem fram fer í Blue-höllinni í Reykjanesbæ. Vinnist leikurinn ekki er draumurinn um sæti í úrslitakeppninni úti. Það yrði mikið reiðarslag enda Keflavík átt fast sæti í úrslitakeppninni árlega í 39 ár, frá árinu 1986. Sigurður er spenntur og vonast til að leikmenn liðsins séu það einnig. „Mér líður bara vel. Menn eiga að njóta þess að spila svona leiki sem skipta öllu máli og sjá úr hverju menn eru gerðir. Undirbúningurinn hefur verið nokkuð góður og beinst að þessum leik. Menn eru bara klárir í slaginn, svona flestir, svo við erum bara í toppmálum,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild. Menn séu þá ekki hugsa um að svara fyrir stórtap liðsins fyrir Tindastóli fyrir viku síðan. Keflvíkingar voru arfaslakir á Sauðárkróki og töpuðu stórt en sá leikur sé kominn í baksýnisspegilinn. „Menn eru nú ekkert að hugsa um það lengur. Það er bara búið. Það lenda öll lið stundum í lélegum leikjum og að vera jarðaðir. Við erum ekkert að spá í því, það er bara næsta og leikurinn í kvöld sem allir eru að einblína á,“ segir Sigurður. Andstæðingur kvöldsins er ekki af verri gerðinni. Stjarnan getur farið upp fyrir Tindastól á topp deildarinnar með sigri í kvöld og tekið stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum. Sigurður vonast eftir stuðningi og að menn nýti aukna spennu á réttan hátt. „Það ætla ég rétt að vona, að það sé auka spenna og að menn geri extra mikið til að ná góðum úrslitum. Ég á von á því að Keflvíkingar fjölmenni á völlinn og styðji sitt lið.“ Keflavík og Stjarnan mætast klukkan 19:30 í kvöld og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Einnig fer fram leikur ÍR og Hattar klukkan 18:30 sem er á Stöð 2 Sport 5. Öll umferðin í deildinni verður gerð upp í Körfuboltakvöldi strax að leik Keflavíkur og Stjörnunnar loknum.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Stjarnan Körfubolti Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Sjá meira