Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar 14. mars 2025 09:32 Í vikunni skrifaði Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, pistil þar sem hann viðraði áhyggjur sínar yfir nýju stjórnarfrumvarpi sem tryggir öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Frumvarpið byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir meðal annars að ríkisstjórnin ætli að stöðva kjaragliðnun lífeyrisþega, stíga stór skref í baráttunni gegn fátækt og binda í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Í einföldu máli er lagt til að árlegar breytingar á greiðslum almannatrygginga muni framvegis taka mið af hækkun launavísitölu. Áfram verði síðan tryggt að hækkunin verði aldrei minni en hækkun verðlags. Þetta er gert til að stuðla að því að greiðslurnar fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði og tryggi að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Með grein Gunnars fylgdi línurit sem sýnir hvernig þróun örorkulífeyris hefði litið út ef ofangreint frumvarp hefði verið gildandi lög allt frá efnahagshruninu. Gunnar bendir á að örorkulífeyrir hefði, við þær fordæmalausu aðstæður sem þá ríktu, hækkað umfram launaþróun. Eins indælt og það væri að búa í þessum hliðstæða veruleika þar sem vel er hlúð að veikum og öldruðum, þá segir raunveruleikinn því miður allt aðra sögu. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega minnkaði nefnilega mun meira en hjá launafólki eftir efnahagshrunið. Þegar upp var staðið, samkvæmt Hagfræðistofu HÍ, jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, þrátt fyrir litla verðbólgu, á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi fólks jókst um 15 prósent. Þótt hagur flestra hafi farið að vænkast eftir hrun sátu örorkulífeyrisþegar eftir – og gera enn. Þeir tóku á sig byrðarnar af hruninu en fengu aldrei að njóta uppgangsins sem fylgdi í kjölfarið. Í dag er gjáin milli greiðslna almannatrygginga og almennrar launaþróunar orðin svo djúp að eldra fólk og öryrkjar eru dæmd til sárafátæktar. Þetta er fólkið sem hefur á undanförnum árum búið við svo mikla kjaragliðnun að það hefur þurft að velja á milli þess að kaupa mat eða lyf, fólk sem neyðist til að skilja við maka sinn á gamals aldri eða senda börnin sín út af heimilinu vegna skerðinga í almannatryggingakerfinu. Í greininni talar Gunnar einnig um að frumvarpið muni draga úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði. En staðreyndin er að fólk velur ekki að verða öryrkjar eða eldast út af vinnumarkaði. Örorka er neyðarúrræði þeirra sem missa starfsgetu vegna veikinda eða slysa og ellilífeyrir er sjálfsagt réttindamál eftir áratuga starf. Það ætti þó að gleðja Gunnar að í nýju örorkulífeyriskerfi eru mýmargir hvatar og stuðningsúrræði fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér á vinnumarkaði. Ný ríkisstjórn mun svara ákalli þeirra verst settu og leggur fram með stolti stjórnarfrumvarp sem stöðvar strax kjaragliðnun milli lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði og bindur í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Við ætlum að tryggja að greiðslur almannatrygginga fylgi launaþróun og að þeir sem fá greiðslur frá almannatryggingum fái nú í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Sæland Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Félagsmál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í vikunni skrifaði Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, pistil þar sem hann viðraði áhyggjur sínar yfir nýju stjórnarfrumvarpi sem tryggir öryrkjum og eldra fólki í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Frumvarpið byggir á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar þar sem segir meðal annars að ríkisstjórnin ætli að stöðva kjaragliðnun lífeyrisþega, stíga stór skref í baráttunni gegn fátækt og binda í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Í einföldu máli er lagt til að árlegar breytingar á greiðslum almannatrygginga muni framvegis taka mið af hækkun launavísitölu. Áfram verði síðan tryggt að hækkunin verði aldrei minni en hækkun verðlags. Þetta er gert til að stuðla að því að greiðslurnar fylgi betur almennri kjaraþróun á vinnumarkaði og tryggi að lífeyrisþegar dragist ekki aftur úr í kaupmætti. Með grein Gunnars fylgdi línurit sem sýnir hvernig þróun örorkulífeyris hefði litið út ef ofangreint frumvarp hefði verið gildandi lög allt frá efnahagshruninu. Gunnar bendir á að örorkulífeyrir hefði, við þær fordæmalausu aðstæður sem þá ríktu, hækkað umfram launaþróun. Eins indælt og það væri að búa í þessum hliðstæða veruleika þar sem vel er hlúð að veikum og öldruðum, þá segir raunveruleikinn því miður allt aðra sögu. Kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega minnkaði nefnilega mun meira en hjá launafólki eftir efnahagshrunið. Þegar upp var staðið, samkvæmt Hagfræðistofu HÍ, jókst kaupmáttur heildartekna örorkulífeyrisþega aðeins um eitt prósent frá 2009 til 2015, þrátt fyrir litla verðbólgu, á sama tíma og kaupmáttur heildarlauna fullvinnandi fólks jókst um 15 prósent. Þótt hagur flestra hafi farið að vænkast eftir hrun sátu örorkulífeyrisþegar eftir – og gera enn. Þeir tóku á sig byrðarnar af hruninu en fengu aldrei að njóta uppgangsins sem fylgdi í kjölfarið. Í dag er gjáin milli greiðslna almannatrygginga og almennrar launaþróunar orðin svo djúp að eldra fólk og öryrkjar eru dæmd til sárafátæktar. Þetta er fólkið sem hefur á undanförnum árum búið við svo mikla kjaragliðnun að það hefur þurft að velja á milli þess að kaupa mat eða lyf, fólk sem neyðist til að skilja við maka sinn á gamals aldri eða senda börnin sín út af heimilinu vegna skerðinga í almannatryggingakerfinu. Í greininni talar Gunnar einnig um að frumvarpið muni draga úr hvata fólks til þátttöku á vinnumarkaði. En staðreyndin er að fólk velur ekki að verða öryrkjar eða eldast út af vinnumarkaði. Örorka er neyðarúrræði þeirra sem missa starfsgetu vegna veikinda eða slysa og ellilífeyrir er sjálfsagt réttindamál eftir áratuga starf. Það ætti þó að gleðja Gunnar að í nýju örorkulífeyriskerfi eru mýmargir hvatar og stuðningsúrræði fyrir þá sem vilja reyna fyrir sér á vinnumarkaði. Ný ríkisstjórn mun svara ákalli þeirra verst settu og leggur fram með stolti stjórnarfrumvarp sem stöðvar strax kjaragliðnun milli lífeyrisþega og fólks á vinnumarkaði og bindur í lög að aldursviðbót á lífeyri öryrkja haldist ævilangt. Við ætlum að tryggja að greiðslur almannatrygginga fylgi launaþróun og að þeir sem fá greiðslur frá almannatryggingum fái nú í fyrsta sinn ígildi þess að eiga sæti við kjaraborðið. Höfundur er félags- og húsnæðismálaráðherra.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun