Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar 13. mars 2025 14:01 Sem doktorsnemi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands hef ég fylgst með rektorskosningum háskólans af miklum áhuga og stendur Silja Bára upp úr sem sá leiðtogi sem mér finnst háskólinn þarfnast á þessum tíma. Í fyrsta lagi tel ég mikilvægt fyrir Háskóla Íslands að hafa einstakling úr félagsvísindum í forsvari sínu. Félagsvísindi eru oft ekki álitin „alvöru vísindi” sem hefur endurspeglast í ágangi á heiður greinarinnar undanfarið, ásamt gengisfellingu á fræðum okkar og framlagi til íslensks samfélags. Þetta viðhorf kristallast enn fremur í lokun deilda og niðurfellingu samfélagsrannsókna, meðal annars í Ungverjalandi og Bretlandi. Dæmin eru víða og má nefna hið nýlegasta frá Bandaríkjunum en þar hafa doktorsnemar og nýdoktorar misst stöður og rannsóknarverkefni í stórum stíl sem annars hefðu auðgað þekkingu okkar á málefnum svo sem hnattrænni heilsu og samfélagslegum ójöfnuði. Vegið er að akademísku frelsi, ekki sér fyrir endann á því og því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hafa öflugan málsvara samfélagsrannsókna sem skilur mikilvægi þeirra í menntunar- og rannsóknarlandslagi bæði innan lands og utan. Stefnumál Silju Báru snúa að styrkingu háskólans á öllum sviðum. Hún leggur áherslu á að bæta fjármögnun og innviði skólans, vernda rannsóknir og akademískt frelsi. Einnig vill hún bæta starfs- og námsumhverfi, auka jafnrétti og fjölbreytileika sem og að efla sjálfbærni og nútímavæða kennslu. Einnig tek ég undir með hugmyndum hennar um að greiða fyrir ráðningu akademísks starfsfólks sem myndi lyfta Grettistaki fyrir okkur sem stöndum snemma í okkar starfsferli og höfum margt að bjóða til að styrkja stöðu Háskóla Íslands en búum engu að síður við mikið starfsóöryggi og verulega lág launakjör sem hamlar starfsþróun okkar og framlagi. Það sem gerir Silju Báru því einstaka meðal frambjóðenda að mínu mati er raunverulegur áhugi hennar á að hlusta á og vinna með öllum aðilum háskólasamfélagsins. Sem dæmi þá sótti hún eftir því að setjast niður með doktorsnemum á Félagsvísindasviði til að hlusta á sjónarmið okkar og áhyggjuefni. Þessi nálgun endurspeglar stefnu hennar um gagnsæi og uppbyggingu trausts og samvinnu innan háskólans. Sem doktorsnemi er ég viss um að Silja Bára hafi þá sýn og leiðtogahæfni sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina og tryggja að rödd ungs fræðafólks, og þá sérstaklega doktorsnema, sé heyrð og virt. Því mun ég setja X við Silju þann 18. mars. Höfundur er doktorsnemi á Félagsvísindasviði, stundakennari við Háskóla Íslands og gjaldkeri Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Sjá meira
Sem doktorsnemi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands hef ég fylgst með rektorskosningum háskólans af miklum áhuga og stendur Silja Bára upp úr sem sá leiðtogi sem mér finnst háskólinn þarfnast á þessum tíma. Í fyrsta lagi tel ég mikilvægt fyrir Háskóla Íslands að hafa einstakling úr félagsvísindum í forsvari sínu. Félagsvísindi eru oft ekki álitin „alvöru vísindi” sem hefur endurspeglast í ágangi á heiður greinarinnar undanfarið, ásamt gengisfellingu á fræðum okkar og framlagi til íslensks samfélags. Þetta viðhorf kristallast enn fremur í lokun deilda og niðurfellingu samfélagsrannsókna, meðal annars í Ungverjalandi og Bretlandi. Dæmin eru víða og má nefna hið nýlegasta frá Bandaríkjunum en þar hafa doktorsnemar og nýdoktorar misst stöður og rannsóknarverkefni í stórum stíl sem annars hefðu auðgað þekkingu okkar á málefnum svo sem hnattrænni heilsu og samfélagslegum ójöfnuði. Vegið er að akademísku frelsi, ekki sér fyrir endann á því og því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hafa öflugan málsvara samfélagsrannsókna sem skilur mikilvægi þeirra í menntunar- og rannsóknarlandslagi bæði innan lands og utan. Stefnumál Silju Báru snúa að styrkingu háskólans á öllum sviðum. Hún leggur áherslu á að bæta fjármögnun og innviði skólans, vernda rannsóknir og akademískt frelsi. Einnig vill hún bæta starfs- og námsumhverfi, auka jafnrétti og fjölbreytileika sem og að efla sjálfbærni og nútímavæða kennslu. Einnig tek ég undir með hugmyndum hennar um að greiða fyrir ráðningu akademísks starfsfólks sem myndi lyfta Grettistaki fyrir okkur sem stöndum snemma í okkar starfsferli og höfum margt að bjóða til að styrkja stöðu Háskóla Íslands en búum engu að síður við mikið starfsóöryggi og verulega lág launakjör sem hamlar starfsþróun okkar og framlagi. Það sem gerir Silju Báru því einstaka meðal frambjóðenda að mínu mati er raunverulegur áhugi hennar á að hlusta á og vinna með öllum aðilum háskólasamfélagsins. Sem dæmi þá sótti hún eftir því að setjast niður með doktorsnemum á Félagsvísindasviði til að hlusta á sjónarmið okkar og áhyggjuefni. Þessi nálgun endurspeglar stefnu hennar um gagnsæi og uppbyggingu trausts og samvinnu innan háskólans. Sem doktorsnemi er ég viss um að Silja Bára hafi þá sýn og leiðtogahæfni sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina og tryggja að rödd ungs fræðafólks, og þá sérstaklega doktorsnema, sé heyrð og virt. Því mun ég setja X við Silju þann 18. mars. Höfundur er doktorsnemi á Félagsvísindasviði, stundakennari við Háskóla Íslands og gjaldkeri Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun