Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2025 10:56 Það situr greinilega í Jóni að honum hafi verið meinað aðgengi að þingsal vegna þess að hann var í gallabuxum. Hann sagði að það væri eiginkonu sinni að kenna að hann var í gallabuxunum, þetta hafi verið hennar hugmynd. vísir/vilhelm Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hélt enn áfram að höggva í sama knérunn og gerði að umtalsefni klæðaburð sinn og annarra þingmanna í ræðu sem hann flutti í dagskrárliðnum störf þingsins nú rétt í þessu. Jón sagði að klæðaburður væri mikilvægt mál. „Eins og flest ykkar vita varð mér það á í hugsunarleysi og fljótfærni kannski, en líka vegna þess að ég hafði ekki verið upplýstur um það með skýrum hætti, að ég kom hingað í gallabuxum. Þetta er ekki mér að kenna, þetta er öðrum að kenna, og þar vil ég sérstaklega nefna eiginkonu mína, þetta var hennar hugmynd,“ sagði Jón. En eins og þingmaðurinn sagði var talsverð umræða um það þegar Jón mætti í gallabuxum og var víttur af forseta. Jón vildi beina sjónum að klæðaburði annarra þingmanna: „Síðan hef ég séð aðra þingmenn í gallabuxum og það hefur valdið mér áhyggjum. Það hefur oft truflað einbeitingu mína og það sem verra er, kakíbuxur. Ég hef líka séð fólk í kakíbuxum hérna.“ Þingmaðurinn telur vert að setja niður skýrar reglur hverju þingmenn megi og eigi að klæðast. „Og, hvort við ættum að taka upp búninga. Mér dettur í hug skikkjur sem ég held að gætu orðið glæsilegar og jafnvel hárkollur.“ Jón lauk svo máli sínu á því að bjóða sjálfan sig sérstaklega fram um að taka þátt í slíkri vinnu ef af yrði. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Jón sagði að klæðaburður væri mikilvægt mál. „Eins og flest ykkar vita varð mér það á í hugsunarleysi og fljótfærni kannski, en líka vegna þess að ég hafði ekki verið upplýstur um það með skýrum hætti, að ég kom hingað í gallabuxum. Þetta er ekki mér að kenna, þetta er öðrum að kenna, og þar vil ég sérstaklega nefna eiginkonu mína, þetta var hennar hugmynd,“ sagði Jón. En eins og þingmaðurinn sagði var talsverð umræða um það þegar Jón mætti í gallabuxum og var víttur af forseta. Jón vildi beina sjónum að klæðaburði annarra þingmanna: „Síðan hef ég séð aðra þingmenn í gallabuxum og það hefur valdið mér áhyggjum. Það hefur oft truflað einbeitingu mína og það sem verra er, kakíbuxur. Ég hef líka séð fólk í kakíbuxum hérna.“ Þingmaðurinn telur vert að setja niður skýrar reglur hverju þingmenn megi og eigi að klæðast. „Og, hvort við ættum að taka upp búninga. Mér dettur í hug skikkjur sem ég held að gætu orðið glæsilegar og jafnvel hárkollur.“ Jón lauk svo máli sínu á því að bjóða sjálfan sig sérstaklega fram um að taka þátt í slíkri vinnu ef af yrði.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira