Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2025 09:04 Diego Maradona er elskaður og dáður í heimalandinu sem og í Napoli á Ítalíu. afp/Luis ROBAYO Diego Maradona virðist hafa búið við hræðilegar aðstæður síðustu dagana sem hann lifði. Þetta hefur komið fram í réttarhöldunum yfir læknum og hjúkrunarfólki sem önnuðust hann síðustu ævidaga hans. Réttarhöldin yfir sjömenningunum hófust í vikunni. Þau eru ákærð fyrir að orðið Maradona að bana með slæmri meðferð. Maradona lést þann 25. nóvember 2020, sextugur að aldri. Í réttarhöldunum var meðal annars greint frá niðrandi ummælum sem einn læknirinn lét falla um Maradona í WhatsApp skilaboðum. „Feiti maðurinn deyr á endanum,“ skrifaði taugasérfræðingurinn Leopoldo Luque. Þá er því haldið fram að Maradona hafi verið smúlaður með vatnsbunu í staðinn fyrir að fara með hann í sturtu. Maradona gekkst undir aðgerð á heila í byrjun nóvember 2020. Luque framkvæmdi aðgerðina. Eftir að Maradona var útskrifaður af spítala var hann í umsjón lækna og hjúkrunarfólks í íbúð sem hann leigði í Tigre. Maradona fór ekki vel með sig og ástand hans var slæmt en saksóknari í máli hans segir að með réttri meðhöndlun hefði hann getað lifað af. „Í hryllingshúsinu sem Diego Maradona lést í gerði enginn það sem hann átti að gera,“ sagði saksóknarinn, Patricio Ferrari. Sálfræðingurinn Griselda Morel, sem aðstoðaði ungan son Maradonas, heimsótti hann í Tigre og sagði að honum hefði verið gefið áfengi ef hann biði um það og að töflur hafi verið muldar út í bjórinn hans. Hún sagði jafnframt að Maradona hefði verið með hálfgerðu óráði og talað í ímyndaðan síma. Fernando Burlando, lögfræðingur dætra Maradonas, Dölmu og Gianinnu, sagði að komið hafi verið fram við argentínska goðið eins og dýr og hann hafi hreinlega verið myrtur. Sérfræðingar telja að Maradona hafi látist í svefni milli klukkan fjögur og sex að morgni 25. nóvember. Talið er að hann hafi fundist um klukkan hálf eitt og því kannaði enginn ástand hans í lengri tíma. Réttarhöldin munu standa fram í júlí en um hundrað manns munu bera vitni. Ef sjömenningarnir verða fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm. Fótbolti Argentína Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Réttarhöldin yfir sjömenningunum hófust í vikunni. Þau eru ákærð fyrir að orðið Maradona að bana með slæmri meðferð. Maradona lést þann 25. nóvember 2020, sextugur að aldri. Í réttarhöldunum var meðal annars greint frá niðrandi ummælum sem einn læknirinn lét falla um Maradona í WhatsApp skilaboðum. „Feiti maðurinn deyr á endanum,“ skrifaði taugasérfræðingurinn Leopoldo Luque. Þá er því haldið fram að Maradona hafi verið smúlaður með vatnsbunu í staðinn fyrir að fara með hann í sturtu. Maradona gekkst undir aðgerð á heila í byrjun nóvember 2020. Luque framkvæmdi aðgerðina. Eftir að Maradona var útskrifaður af spítala var hann í umsjón lækna og hjúkrunarfólks í íbúð sem hann leigði í Tigre. Maradona fór ekki vel með sig og ástand hans var slæmt en saksóknari í máli hans segir að með réttri meðhöndlun hefði hann getað lifað af. „Í hryllingshúsinu sem Diego Maradona lést í gerði enginn það sem hann átti að gera,“ sagði saksóknarinn, Patricio Ferrari. Sálfræðingurinn Griselda Morel, sem aðstoðaði ungan son Maradonas, heimsótti hann í Tigre og sagði að honum hefði verið gefið áfengi ef hann biði um það og að töflur hafi verið muldar út í bjórinn hans. Hún sagði jafnframt að Maradona hefði verið með hálfgerðu óráði og talað í ímyndaðan síma. Fernando Burlando, lögfræðingur dætra Maradonas, Dölmu og Gianinnu, sagði að komið hafi verið fram við argentínska goðið eins og dýr og hann hafi hreinlega verið myrtur. Sérfræðingar telja að Maradona hafi látist í svefni milli klukkan fjögur og sex að morgni 25. nóvember. Talið er að hann hafi fundist um klukkan hálf eitt og því kannaði enginn ástand hans í lengri tíma. Réttarhöldin munu standa fram í júlí en um hundrað manns munu bera vitni. Ef sjömenningarnir verða fundnir sekir gætu þeir átt yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm.
Fótbolti Argentína Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira