Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 13. mars 2025 00:04 Óalgengt er að Rússlandsforseti klæðist herklæðum í opinberum heimsóknum sínum. Hann er sagður hafa heimsótt stjórnstöð í Kúrsk í kvöld. EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti er staddur í Kúrskhéraði í Rússlandi í fyrsta skipti síðan Úkraínuher réðist skyndilega inn í héraðið í ágúst í fyrra. Harðir bardagar hafa átt sér stað frá innrás Úkraínuhers í Kúrsk. Rússar hafa undanfarnar vikur sölsað undir sig landsvæði í héraðinu. BBC hefur eftir Valery Gerasimov yfirhershöfðingja í Rússlandi að Rússar hafi nú endurheimt um 1100 ferkílómetra af landsvæðinu og fangað um 430 úkraínska hermenn á svæðinu. Rússnesk yfirvöld segjast meðal annars hafa náð yfirráðum yfir borginni Sudzha í héraðinu, sem úkraínsk yfirvöld segja ekki rétt. Fyrr í dag bárust fréttir af því að úkraínskir hermenn væru að hörfa frá yfirráðasvæðinu þeirra í Kúrsk, flestar byggðir sem Úkraínumenn hafi haldið í Kúrsk væru orðnar tómar. Pútín hefur enn ekki brugðist við vopnahléstillögu sem Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði Úkraínumenn hafa samþykkt í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu fer Steve Witkoff sendifulltrúi Trump til Moskvu síðar í vikunni til að ræða tillöguna. Heimildarmenn Reuters sögðu í dag ólíklegt að Pútín samþykkti vopnahléstillögu að svo stöddu, eins og hún liti út í dag. Aftur á móti hefur Pútín farið hörðum orðum um stöðuna í Kursk, þar sem hann er nú staddur klæddur herklæðum, samkvæmt rússneskum miðlum. Hann skipar rússneska hernum að ná fullum yfirráðum yfir héraðinu á ný. Þá segir hann að farið verði með úkraínska hermenn á svæðinu eins og hryðjuverkamenn, frekar en stríðsfanga, samkvæmt rússneskum lögum. Í frétt Guardian segir að með ummælunum hafi Pútín gefið í skyn að hermennirnir sem Rússlandsher hefur fangað gætu átt yfir höfði sér margra tuga ára langa fangelsisvist í Rússlandi. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. 12. mars 2025 07:42 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Harðir bardagar hafa átt sér stað frá innrás Úkraínuhers í Kúrsk. Rússar hafa undanfarnar vikur sölsað undir sig landsvæði í héraðinu. BBC hefur eftir Valery Gerasimov yfirhershöfðingja í Rússlandi að Rússar hafi nú endurheimt um 1100 ferkílómetra af landsvæðinu og fangað um 430 úkraínska hermenn á svæðinu. Rússnesk yfirvöld segjast meðal annars hafa náð yfirráðum yfir borginni Sudzha í héraðinu, sem úkraínsk yfirvöld segja ekki rétt. Fyrr í dag bárust fréttir af því að úkraínskir hermenn væru að hörfa frá yfirráðasvæðinu þeirra í Kúrsk, flestar byggðir sem Úkraínumenn hafi haldið í Kúrsk væru orðnar tómar. Pútín hefur enn ekki brugðist við vopnahléstillögu sem Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði Úkraínumenn hafa samþykkt í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá Hvíta húsinu fer Steve Witkoff sendifulltrúi Trump til Moskvu síðar í vikunni til að ræða tillöguna. Heimildarmenn Reuters sögðu í dag ólíklegt að Pútín samþykkti vopnahléstillögu að svo stöddu, eins og hún liti út í dag. Aftur á móti hefur Pútín farið hörðum orðum um stöðuna í Kursk, þar sem hann er nú staddur klæddur herklæðum, samkvæmt rússneskum miðlum. Hann skipar rússneska hernum að ná fullum yfirráðum yfir héraðinu á ný. Þá segir hann að farið verði með úkraínska hermenn á svæðinu eins og hryðjuverkamenn, frekar en stríðsfanga, samkvæmt rússneskum lögum. Í frétt Guardian segir að með ummælunum hafi Pútín gefið í skyn að hermennirnir sem Rússlandsher hefur fangað gætu átt yfir höfði sér margra tuga ára langa fangelsisvist í Rússlandi.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02 Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. 12. mars 2025 07:42 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Úkraínskir hermenn eiga í töluverðum vandræðum í Kúrskhéraði í Rússlandi, þar sem yfirráðasvæði þeirra hefur dregist mjög saman. Mögulegt er að hermenn verði umkringdir eða þurfi að hörfa frá bænum Sudzha í héraðinu. 11. mars 2025 09:02
Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Afstaða Rússlands ræðst ekki af samþykktum eða viðleitni aðila utan Rússlands, heldur innan Rússlands. Þetta sagði Maria Zakharova, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, í morgun. 12. mars 2025 07:42