Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2025 09:32 Khalil Shabazz hefur verið frábær með Njarðvíkingum í Bónus deild karla í körfubolta í vetur. Vísir/Hulda Margrét Baráttan um deildarmeistaratitilinn í Bónus deild karla í körfubolta mun standa á milli Tindastóls og Stjörnunnar en Njarðvíkingar eiga ekki lengur möguleika. Njarðvík (26 stig) er fjórum stigum á eftir Tindastól (30) og Stjörnunni (30) þegar fjögur stig eru eftir í pottinum. Njarðvíkingar geta þannig náð efstu liðunum að stigum og eiga meira segja eftir að mæta báðum liðunum fyrir ofan sig. Að öllu eðlilegu ætti það að duga Njarðvíkingum til að vera með í keppninni um deildarmeistaratitilinn þótt líkurnar væru vissulega ekki með þeim. Frábært gengi Tindastólsmanna á móti hinum tveimur liðunum, Stjörnunni og Njarðvík, sér aftur á móti til þess að Njarðvík getur aldrei endað í efsta sætinu og orðið þar með deildarmeistari. Stólarnir hafa unnið alla þrjá leikina á móti Stjörnunni og Njarðvík í Bónus deildinni í vetur en Njarðvíkingar hafa aftur á móti tapað báðum sínum á móti Stjörnunni og Tindastól. Njarðvíkingar væru þannig bara með tvo sigra í innbyrðis baráttu þessara þriggja liða en Stólarnir með þrjá. Tindastóll myndi þá alltaf enda ofar en Njarðvík. Njarðvíkingar geta samt náð betri innbyrðis árangri á móti bæði Stjörnunni og Tindastóls í sitthvoru lagi endi öll þrjú liðin ekki jöfn. Það þarf þó mun meira til hjá þeim til að komast yfir í innbyrðis leikjum á móti Stólunum. Njarðvík tapaði fyrri leiknum á móti Stjörnunni með 10 stigum og fyrri leiknum á móti Tindastól með 18 stigum. Þetta þýðir jafnframt að Stólarnir verða alltaf efstir verði þeir jafnir Stjörnunni eða ef öll liðin enda jöfn. Njarðvíkingar geta því ekki orðið deildarmeistarar en þeir gætu aftur á móti haft mikil áhrif á það hvort Tindastóll eða Stjarnan taki titilinn þar sem þeir eiga eftir að spila við bæði þessi lið. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Stattnördanna yfir það í hvaða sætum liðin í Bónus deild karla í körfubolta getað endað í. Bónus-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Stjarnan Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Njarðvík (26 stig) er fjórum stigum á eftir Tindastól (30) og Stjörnunni (30) þegar fjögur stig eru eftir í pottinum. Njarðvíkingar geta þannig náð efstu liðunum að stigum og eiga meira segja eftir að mæta báðum liðunum fyrir ofan sig. Að öllu eðlilegu ætti það að duga Njarðvíkingum til að vera með í keppninni um deildarmeistaratitilinn þótt líkurnar væru vissulega ekki með þeim. Frábært gengi Tindastólsmanna á móti hinum tveimur liðunum, Stjörnunni og Njarðvík, sér aftur á móti til þess að Njarðvík getur aldrei endað í efsta sætinu og orðið þar með deildarmeistari. Stólarnir hafa unnið alla þrjá leikina á móti Stjörnunni og Njarðvík í Bónus deildinni í vetur en Njarðvíkingar hafa aftur á móti tapað báðum sínum á móti Stjörnunni og Tindastól. Njarðvíkingar væru þannig bara með tvo sigra í innbyrðis baráttu þessara þriggja liða en Stólarnir með þrjá. Tindastóll myndi þá alltaf enda ofar en Njarðvík. Njarðvíkingar geta samt náð betri innbyrðis árangri á móti bæði Stjörnunni og Tindastóls í sitthvoru lagi endi öll þrjú liðin ekki jöfn. Það þarf þó mun meira til hjá þeim til að komast yfir í innbyrðis leikjum á móti Stólunum. Njarðvík tapaði fyrri leiknum á móti Stjörnunni með 10 stigum og fyrri leiknum á móti Tindastól með 18 stigum. Þetta þýðir jafnframt að Stólarnir verða alltaf efstir verði þeir jafnir Stjörnunni eða ef öll liðin enda jöfn. Njarðvíkingar geta því ekki orðið deildarmeistarar en þeir gætu aftur á móti haft mikil áhrif á það hvort Tindastóll eða Stjarnan taki titilinn þar sem þeir eiga eftir að spila við bæði þessi lið. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Stattnördanna yfir það í hvaða sætum liðin í Bónus deild karla í körfubolta getað endað í.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík Tindastóll Stjarnan Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira