Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2025 15:32 Donald Trump kom fyrir í lýsingu frá spennandi leik í bandaríska háskólakörfuboltanum. ap/pool Afar sérstök ummæli féllu í lýsingu frá leik í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær, um Ísland og Donald Trump. Leikur California Golden Bears og Virgina Tech Hokies var mikil skemmtun en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Það var einmitt í seinni framlengingunni sem ummælin um Trump og Ísland féllu. Meðan leikhlé stóð yfir byrjaði Jim Boeheim, sem stýrði Syracuse háskólanum um langt árabil, að tala um Trump og Ísland. „Klukkan er átta á Íslandi. Forsetinn okkar segir að hann ætli hvort sem er að eignast það land. Svo við getum gert þá undantekningu,“ sagði Boeheim. „Hvernig komumst við þangað? Höldum okkur við körfubolta,“ sagði Cory Alexander, sem lýsti leiknum með Boeheim. "It's 8 o'clock in Iceland. Our President says that we're going to own that country anyway. So, we can make that exception." - Jim Boeheim, in 2OT of the California-Virginia Tech ACC Tournament game. "How did we get there? Let's talk about basketball..." - Cory Alexander pic.twitter.com/HEhCGktikV— Awful Announcing (@awfulannouncing) March 11, 2025 Trump hefur vissulega lýst yfir áhuga sínum á að eignast Grænland og gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna en hann hefur enn sem komið er ekkert minnst á Ísland í þessu samhengi. Líklega ruglaðist Boeheim þó bara á Grænlandi og Íslandi. Californina vann leikinn, 82-73, og komst áfram í næstu umferð mars-fársins svokallaða. Boeheim er einn af stóru þjálfurum í sögu bandaríska háskólaboltans. Hann stýrði Syracuse á árunum 1976-2023 og gerði liðið að meisturum 2003. Þekktasti leikmaður meistaraliðsins var Carmelo Anthony, einn stigahæsti leikmaður í sögu NBA. Bandaríski háskólakörfuboltinn Donald Trump Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Leikur California Golden Bears og Virgina Tech Hokies var mikil skemmtun en tvær framlengingar þurfti til að knýja fram úrslit. Það var einmitt í seinni framlengingunni sem ummælin um Trump og Ísland féllu. Meðan leikhlé stóð yfir byrjaði Jim Boeheim, sem stýrði Syracuse háskólanum um langt árabil, að tala um Trump og Ísland. „Klukkan er átta á Íslandi. Forsetinn okkar segir að hann ætli hvort sem er að eignast það land. Svo við getum gert þá undantekningu,“ sagði Boeheim. „Hvernig komumst við þangað? Höldum okkur við körfubolta,“ sagði Cory Alexander, sem lýsti leiknum með Boeheim. "It's 8 o'clock in Iceland. Our President says that we're going to own that country anyway. So, we can make that exception." - Jim Boeheim, in 2OT of the California-Virginia Tech ACC Tournament game. "How did we get there? Let's talk about basketball..." - Cory Alexander pic.twitter.com/HEhCGktikV— Awful Announcing (@awfulannouncing) March 11, 2025 Trump hefur vissulega lýst yfir áhuga sínum á að eignast Grænland og gera Kanada að 51. ríki Bandaríkjanna en hann hefur enn sem komið er ekkert minnst á Ísland í þessu samhengi. Líklega ruglaðist Boeheim þó bara á Grænlandi og Íslandi. Californina vann leikinn, 82-73, og komst áfram í næstu umferð mars-fársins svokallaða. Boeheim er einn af stóru þjálfurum í sögu bandaríska háskólaboltans. Hann stýrði Syracuse á árunum 1976-2023 og gerði liðið að meisturum 2003. Þekktasti leikmaður meistaraliðsins var Carmelo Anthony, einn stigahæsti leikmaður í sögu NBA.
Bandaríski háskólakörfuboltinn Donald Trump Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira