Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. mars 2025 11:51 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. vísir/vilhelm Tollastríð er hafið á milli Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir að Íslendingar geti orðið fyrir óbeinum áhrifum af tollum Bandaríkjaforseta og unnið er að greiningu á nýjum ESB-tollum. Viðskiptahættir í heiminum séu að gjörbreytast. Donald Trump Bandaríkjaforseti féll í gærkvöldi frá yfirlýsingum sínum frá tvöföldun á boðuðum tolli en hélt sig að tuttugu og fimm prósenta toll sem tók gildi á miðnætti og er nú lagður á allt innflutt stál og ál. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri en markmiðið er meðal annars að auka ál- og stálframleiðslu innanlands. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tollana ekki hafa bein áhrif hér á landi. „Vegna þess að allt ál og álafurðir hér á landi eru fluttar út til Evrópu. En þetta getur auðvitað falið í sér einhvers konar óbein áhrif ef ál sem tollarnir beinast að fer að leita á aðra markaði,“ segir Sigurður. Þetta geti þannig raskað framboði og eftirspurn á markaðnum og haft áhrif. Evrópusambandið svaraði Trump í morgun með tollahækkun sem nær til vöruinnflutnings fyrir um 28 milljarða dollara frá Bandaríkjum. Ursula Von der Layen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það mikil vonbrigði að þurfa að grípa til þessa. Neytendur gjaldi fyrir ástandið. Gjörbreyttir viðskiptahættir Sigurður segir of snemmt að segja til um möguleg áhrif ESB-tollanna hér á landi. „Það fer eftir því að hverju þetta beinist nákvæmlega, mörkuðum og vörum. Það fer eftir því hvort EES sé innan eða utan.“ Unnið sé að greiningu í samvinnu við utanríkisráðuneytið og hann segist í góðu samtali við kollega á Norðurlöndum og í Noregi sem eru í svipaðri stöðu og Ísleningar; innan EES en utan ESB. Óvissan sé mikil. „Stóru hagkerfin, Evrópusambandið og Bandaríkin leggja á tolla öllu jöfnu en nú er náttúrulega verið að tala um að stórhækka tollana og að þeir nái til fleiri markaða og fleiri vörutegunda. Það er stóra breytingin og er að breyta mjög viðskiptaháttum í heiminum þessi misserin. Það leggst auðvitað ekki vel í neinn,“ segir Sigurður. Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti féll í gærkvöldi frá yfirlýsingum sínum frá tvöföldun á boðuðum tolli en hélt sig að tuttugu og fimm prósenta toll sem tók gildi á miðnætti og er nú lagður á allt innflutt stál og ál. Breytingin er talin munu hafa verulega áhrif á framleiðendur bifreiða, áldósa, sólarrafhlaða og fleiri en markmiðið er meðal annars að auka ál- og stálframleiðslu innanlands. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tollana ekki hafa bein áhrif hér á landi. „Vegna þess að allt ál og álafurðir hér á landi eru fluttar út til Evrópu. En þetta getur auðvitað falið í sér einhvers konar óbein áhrif ef ál sem tollarnir beinast að fer að leita á aðra markaði,“ segir Sigurður. Þetta geti þannig raskað framboði og eftirspurn á markaðnum og haft áhrif. Evrópusambandið svaraði Trump í morgun með tollahækkun sem nær til vöruinnflutnings fyrir um 28 milljarða dollara frá Bandaríkjum. Ursula Von der Layen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði það mikil vonbrigði að þurfa að grípa til þessa. Neytendur gjaldi fyrir ástandið. Gjörbreyttir viðskiptahættir Sigurður segir of snemmt að segja til um möguleg áhrif ESB-tollanna hér á landi. „Það fer eftir því að hverju þetta beinist nákvæmlega, mörkuðum og vörum. Það fer eftir því hvort EES sé innan eða utan.“ Unnið sé að greiningu í samvinnu við utanríkisráðuneytið og hann segist í góðu samtali við kollega á Norðurlöndum og í Noregi sem eru í svipaðri stöðu og Ísleningar; innan EES en utan ESB. Óvissan sé mikil. „Stóru hagkerfin, Evrópusambandið og Bandaríkin leggja á tolla öllu jöfnu en nú er náttúrulega verið að tala um að stórhækka tollana og að þeir nái til fleiri markaða og fleiri vörutegunda. Það er stóra breytingin og er að breyta mjög viðskiptaháttum í heiminum þessi misserin. Það leggst auðvitað ekki vel í neinn,“ segir Sigurður.
Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira