Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Jón Ísak Ragnarsson og Lovísa Arnardóttir skrifa 11. mars 2025 17:41 Umfangsmiklar lögregluaðgerðir teygðu sig yfir í Kópavog í dag, þegar maður var handtekinn eftir eftirför lögreglu. Vísir/Sigurjón Lögregla handtók í gær átta manns vegna gruns um að tengjast andláti karlmanns sem fannst látinn í Grafarvogi í Reykjavík í gær. Áverkar á hinum látna benda til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Þremur var sleppt að yfirheyrslum loknum sem stóðu fram á nótt. Tekin verður ákvörðun um gæsluvarðhald síðar í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar frá því skömmu fyrir níu í morgun. Þar segir að skömmu fyrir miðnætti hafi lögreglunni á Suðurlandi borist tilkynning um að óttast væri um karlmann á sjötugsaldri sem hafði yfirgefið heimili sitt í Þorlákshöfn fyrr um kvöldið. Lögregla hafi þegar hafi eftirgrennslan og beindist grunur fljótt að því að um frelsissviptingu að ræða. Maðurinn fannst síðan snemma í gærmorgun utan dyra við göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Hann hafi verið þungt haldinn og látist skömmu eftir komu á slysadeild. „Rannsókn málsins er skammt á veg komin og heldur áfram af fullum þunga. Alls hafa átta einstaklingar verið handteknir í þágu rannsóknarinnar en hún beinist að meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Þrír hafa verið látnir lausir,“ segir lögreglan á Suðurlandi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en einnig komu lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk sérsveitar ríkislögreglustjóra að henni. Áður verið dæmd fyrir ofbeldisbrot Einhverjir þeirra átta hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. Sá yngsti sem var handtekinn er 18 ára gamall en á meðal hinna handteknu er einnig þekktur dæmdur ofbeldismaður á fertugsaldri. Sá var handtekinn að lokinni eftirför lögreglu í Kópavogi síðdegis. Málið er talið tengjast fjárkúgun. Samkvæmt heimildum er hinn látni karlmaður á sjötugsaldri og búsettur í Þorlákshöfn. Hópurinn á að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengið í skrokk á honum. Í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.
Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar frá því skömmu fyrir níu í morgun. Þar segir að skömmu fyrir miðnætti hafi lögreglunni á Suðurlandi borist tilkynning um að óttast væri um karlmann á sjötugsaldri sem hafði yfirgefið heimili sitt í Þorlákshöfn fyrr um kvöldið. Lögregla hafi þegar hafi eftirgrennslan og beindist grunur fljótt að því að um frelsissviptingu að ræða. Maðurinn fannst síðan snemma í gærmorgun utan dyra við göngustíg í Gufunesi í Reykjavík. Hann hafi verið þungt haldinn og látist skömmu eftir komu á slysadeild. „Rannsókn málsins er skammt á veg komin og heldur áfram af fullum þunga. Alls hafa átta einstaklingar verið handteknir í þágu rannsóknarinnar en hún beinist að meintri frelsissviptingu, fjárkúgun og manndrápi. Þrír hafa verið látnir lausir,“ segir lögreglan á Suðurlandi. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fer með rannsókn málsins en einnig komu lögregluembættin á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Vesturlandi auk sérsveitar ríkislögreglustjóra að henni. Áður verið dæmd fyrir ofbeldisbrot Einhverjir þeirra átta hafa áður verið dæmdir fyrir ljót ofbeldisbrot. Sá yngsti sem var handtekinn er 18 ára gamall en á meðal hinna handteknu er einnig þekktur dæmdur ofbeldismaður á fertugsaldri. Sá var handtekinn að lokinni eftirför lögreglu í Kópavogi síðdegis. Málið er talið tengjast fjárkúgun. Samkvæmt heimildum er hinn látni karlmaður á sjötugsaldri og búsettur í Þorlákshöfn. Hópurinn á að hafa hitt karlmanninn í Ölfusi og gengið í skrokk á honum. Í framhaldi hafi honum verið ekið til Reykjavíkur þar sem talið er að barsmíðarnar hafi haldið áfram með þeim afleiðingum að maðurinn lést. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ef vaktin birtist ekki hér að neðan er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðuna.
Lögreglumál Ölfus Kópavogur Reykjavík Manndráp í Gufunesi Tengdar fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 11. mars 2025 15:40 Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talinn tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar andlát karlmanns sem lést snemma í morgun í umdæmi Lögreglunnar á Suðurlandi. Áverkar á hinum látna benda til að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. 11. mars 2025 15:40
Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Lögreglan veitti bíl eftirför í Kópavogi, meðal annars hjá verslunarkjarnanum í Lindum, fyrr í dag. Bíllinn sem lögregla elti er talinn tengjast andláti sem er til rannsóknar á Suðurlandi. 11. mars 2025 17:01