Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2025 14:08 Hildur spurði Daða hvernig tillögum um að fella burtu áminningarákvæði opinberra starfsmanna. vísir/vilhelm Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum: Hvað verður um tillöguna um að fella brott áminningar til opinberra starfsmanna? Hildur sagðist óttast að hin mikla hagræðingarvegferð ríkisstjórnarinnar byrji og endi með birtingu þessara tillagna, en lítið verði um að hrinda þeim i framkvæmd. Má ekki bara samþykkja frumvarp Diljár? „Þar hef ég sérstaklega í huga þær tillögur er snúa að úrbótum á vinnumarkaði til að mynda um að ákvæði um áminningar opinberra starfsmanna verði fellt á brott sem er bæði stórt og mikilvægt sanngirnismál gagnvart almenna vinnumarkaðinum fyrir utan augljósa hagræðingu,“ sagði Hildur. Og spurði þá Daða hvort hann telji þá tillögu skynsamlega og hvort hann hyggist beita sér fyrir því að frumvarp þess efnis verði lagt fram? „Og þá hvort það sé ekki skynsamlegra að samþykkja einfaldlega frumvarp háttvirts þingmanns Diljár Mistar Einarsdóttur sem þegar hefur verið lagt fram?“ Daði sagðist geta róað þingheim með því að nú væri verið að vinna að fjármálagerð sem verði kynnt síðar í mánuðinum þeim í þinginu til ánægju og ríkinu til hagsbóta. Varðandi réttindi og skyldur opinberra starfsmanna þá kannist þingmenn örugglega við að allnokkrar tillögur hafi verið gerðar til breytinga þar á án þess að það skilaði árangri. En þetta muni allt verða kynnt þegar tillögurnar liggi fyrir. Samráð hafi lítið sem ekkert að segja Hildur sagði að vitað væri hvað verkalýðshreyfingunni finnst um tillöguna og hugur þeirra sem tillögur beinast að liggi fyrir: „Þau kölluðu þessa tillögu stríðsyfirlýsingu.“ Hildur vildi því vita hvort nokkur von væri til að tillögurnar litu dagsins ljós án samráðs við þessa hópa? Daði sagði umhugsunarefni hvers vegna ekki hafi tekist að koma breytingum að í tíð fyrri ríkisstjórnar en þar væri annarra að svara. „Það verður auðvitað að vinna vinnumarkaðslöggjöfina í sátt,“ sagði Daði. Hann ítrekaði að ríkisstjórnin væri að vinna tillögurnar og að þær muni koma inn á þingið. Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira
Hildur sagðist óttast að hin mikla hagræðingarvegferð ríkisstjórnarinnar byrji og endi með birtingu þessara tillagna, en lítið verði um að hrinda þeim i framkvæmd. Má ekki bara samþykkja frumvarp Diljár? „Þar hef ég sérstaklega í huga þær tillögur er snúa að úrbótum á vinnumarkaði til að mynda um að ákvæði um áminningar opinberra starfsmanna verði fellt á brott sem er bæði stórt og mikilvægt sanngirnismál gagnvart almenna vinnumarkaðinum fyrir utan augljósa hagræðingu,“ sagði Hildur. Og spurði þá Daða hvort hann telji þá tillögu skynsamlega og hvort hann hyggist beita sér fyrir því að frumvarp þess efnis verði lagt fram? „Og þá hvort það sé ekki skynsamlegra að samþykkja einfaldlega frumvarp háttvirts þingmanns Diljár Mistar Einarsdóttur sem þegar hefur verið lagt fram?“ Daði sagðist geta róað þingheim með því að nú væri verið að vinna að fjármálagerð sem verði kynnt síðar í mánuðinum þeim í þinginu til ánægju og ríkinu til hagsbóta. Varðandi réttindi og skyldur opinberra starfsmanna þá kannist þingmenn örugglega við að allnokkrar tillögur hafi verið gerðar til breytinga þar á án þess að það skilaði árangri. En þetta muni allt verða kynnt þegar tillögurnar liggi fyrir. Samráð hafi lítið sem ekkert að segja Hildur sagði að vitað væri hvað verkalýðshreyfingunni finnst um tillöguna og hugur þeirra sem tillögur beinast að liggi fyrir: „Þau kölluðu þessa tillögu stríðsyfirlýsingu.“ Hildur vildi því vita hvort nokkur von væri til að tillögurnar litu dagsins ljós án samráðs við þessa hópa? Daði sagði umhugsunarefni hvers vegna ekki hafi tekist að koma breytingum að í tíð fyrri ríkisstjórnar en þar væri annarra að svara. „Það verður auðvitað að vinna vinnumarkaðslöggjöfina í sátt,“ sagði Daði. Hann ítrekaði að ríkisstjórnin væri að vinna tillögurnar og að þær muni koma inn á þingið.
Alþingi Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Sjá meira