Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2025 07:54 Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt tvær brasilískar konur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa smyglað samtals rúmlega þremur og hálfu kílói af kókaíni til landsins með flugi í nóvember síðastliðnum. Konurnar, þær Bruna Muniz Da Silva og Anne Thayssa Domingues Santana O Menezes, komu með landsins með flugi frá Barcelona á Spáni þann 25. nóvember síðastliðinn. Þær voru stöðvaðar í tollinum en þær voru með efnin falin innanklæða. Bruna Muniz var þar með 1,5 kíló af efnunum á sér, en Anne Thayssa með um 2,1 kíló. Konurnar neituðu því upphaflega að um samverknað hafi verið að ræða, en gengust þó við því við upphaf aðalmeðferðar. Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Burðardýr Konurnar gengust skýlaust við því sem fram kom í ákæru og segir í dómi að þær hafi upplýst lögreglu um aðkomu sína að smyglinu. Í máli verjenda kom ennfremur fram að konurnar hafi verið burðardýr og upplýst lögreglu um nafn þess sem fékk þær til verksins, gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málið og heimilað afritun farsíma sinna. Þá sögðust þær búa við kröpp kjör í heimalandi sínu og hafi þess vegna látið til leiðast að taka þátt í innflutningi kókaínsins. Þær hafi síðar ætlað að hætta við, en framkvæmd þá verið komin á það stig að þær gátu það ekki. Í dómnum segir að konurnar séu vinkonur og hafi ferðast saman frá Brasilíu til Valencia á Spáni og þaðan til Barcelona og Íslands. Þær hafi gist á hóteli í Barceolona, gengið frá flugmiðakaupum til Íslands og sömuleiðis bókað hótel hér á landi. Áttu að fá 1.500 evrur hvor Konurnar greindu frá því fyrir dómi að maður hafi fengið þær til að flytja fíkniefnin til Íslands og hefðu þær átt að fá 1.500 evrur hvor í sinn hlut. Efnin hafi svo borist þeim á hótelið í Barcelona í tilbúnum pakkningum í bakpoka og þær fest pakkningarnar utan um líkama með límbandi. Ástæða þess að Anne Thayssa hafi borið með sér meira magn til landsins hafi verið að vegna þess að hún væri stærri en Bruna. Í niðurstöðukafla dómsins kemur fram að konurnar hafi ekki áður orðið uppvísar að refsiverðri háttsemi. Ekki verði litið framhjá því að konurnar – önnur hálfþrítug og hin á fertugsaldri – hafi unnið verkið í sameiningu og flutt til landsins umtalsvert magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Dómari mat hæfilega refsingu þriggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist frá konunni til landsins. Þeim var jafnframt gert að greiða verjendum sínum um tvær milljónir króna hvor í málsvarnarlaun og tæpa milljón í annan sakarkostnað. Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Smygl Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira
Konurnar, þær Bruna Muniz Da Silva og Anne Thayssa Domingues Santana O Menezes, komu með landsins með flugi frá Barcelona á Spáni þann 25. nóvember síðastliðinn. Þær voru stöðvaðar í tollinum en þær voru með efnin falin innanklæða. Bruna Muniz var þar með 1,5 kíló af efnunum á sér, en Anne Thayssa með um 2,1 kíló. Konurnar neituðu því upphaflega að um samverknað hafi verið að ræða, en gengust þó við því við upphaf aðalmeðferðar. Saksóknarar fóru fram á að konurnar yrðu báðar dæmdar í fimm ára og fjögurra mánaða fangelsi vegna brotanna. Burðardýr Konurnar gengust skýlaust við því sem fram kom í ákæru og segir í dómi að þær hafi upplýst lögreglu um aðkomu sína að smyglinu. Í máli verjenda kom ennfremur fram að konurnar hafi verið burðardýr og upplýst lögreglu um nafn þess sem fékk þær til verksins, gert sér far um að aðstoða lögreglu við að upplýsa málið og heimilað afritun farsíma sinna. Þá sögðust þær búa við kröpp kjör í heimalandi sínu og hafi þess vegna látið til leiðast að taka þátt í innflutningi kókaínsins. Þær hafi síðar ætlað að hætta við, en framkvæmd þá verið komin á það stig að þær gátu það ekki. Í dómnum segir að konurnar séu vinkonur og hafi ferðast saman frá Brasilíu til Valencia á Spáni og þaðan til Barcelona og Íslands. Þær hafi gist á hóteli í Barceolona, gengið frá flugmiðakaupum til Íslands og sömuleiðis bókað hótel hér á landi. Áttu að fá 1.500 evrur hvor Konurnar greindu frá því fyrir dómi að maður hafi fengið þær til að flytja fíkniefnin til Íslands og hefðu þær átt að fá 1.500 evrur hvor í sinn hlut. Efnin hafi svo borist þeim á hótelið í Barcelona í tilbúnum pakkningum í bakpoka og þær fest pakkningarnar utan um líkama með límbandi. Ástæða þess að Anne Thayssa hafi borið með sér meira magn til landsins hafi verið að vegna þess að hún væri stærri en Bruna. Í niðurstöðukafla dómsins kemur fram að konurnar hafi ekki áður orðið uppvísar að refsiverðri háttsemi. Ekki verði litið framhjá því að konurnar – önnur hálfþrítug og hin á fertugsaldri – hafi unnið verkið í sameiningu og flutt til landsins umtalsvert magn af sterku kókaíni, sem ætlað var til söludreifingar hér á landi. Dómari mat hæfilega refsingu þriggja og hálfs árs fangelsi en til frádráttar kemur gæsluvarðhaldsvist frá konunni til landsins. Þeim var jafnframt gert að greiða verjendum sínum um tvær milljónir króna hvor í málsvarnarlaun og tæpa milljón í annan sakarkostnað.
Dómsmál Fíkniefnabrot Tollgæslan Smygl Mest lesið Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Fleiri fréttir Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Sjá meira