Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Kjartan Kjartansson skrifar 10. mars 2025 09:08 Múte B. Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, við kappræður flokkanna í aðdraganda þingkosninga sem fara fram á morgun. Vísir/EPA Formaður grænlensku landsstjórnarinnar segir að Bandaríkjaforseti komi ekki fram við Grænlendinga af virðingu með hótunum sínum um að yfirtaka eyjuna. Hann vill sjá breiða samsteypustjórn eftir kosningar til grænlenska þingsins sem fara fram á morgun. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sagt að hann vilji að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum. Síðast gerði hann það í stefnuræðu sinni í bandaríska þinginu í síðustu viku þegar hann sagði að Bandaríkin kæmust yfir Grænland með „einum eða öðrum hætti“. Framferði forsetans fellur illa í kramið hjá Múte B. Egede, formanni grænlensku landsstjórnarinnar. Hann segir bandaríska forsetann óútreiknanlegan á hátt sem valdi fólki óöryggi. Heimsskipan síðustu áttatíu ára virðist á hverfanda hveli. „Við verðskuldum að komið sé fram við okkur af virðingu og ég tel ekki að að bandaríski forsetinn hafi gert það frá því að hann tók við embætti,“ segir Egede í viðtali við danska ríkisútvarpið sem lýsir ummælum grænlenska leiðtogans sem þeim mest afgerandi um Bandaríkjaforseta til þessa. Lítilsvirðingin í garð Grænlendinga hafi jafnvel þveröfug áhrif á vilja þeirra til vinna með Bandaríkjunum. „Ég held að þeir hlutir sem Bandaríkjaforseti hefur gert nýlega láti okkur ekki vilja vera eins náin og við gætum hafa viljað áður,“ segir Egede. Skoðanakannanir hafa sýnt að allt að 85 prósent Grænlendinga vilji ekki tilheyra Bandaríkjunum. Flokkarnir þurfi að standa saman í öldurótinu Sex flokkar eru í framboði í kosningunum á morgun. Allir nema borgaralegi flokkurinn Atassut, sem vill efla tengslin við Danmörku, eru fylgjandi sjálfstæði Grænlands. Aðeins einn þeirra talar nú fyrir nánara samstarfi við Bandaríkin, Naleraq. Sá flokkur var til skamms tíma í stjórn með Inuit Ataqatigiit, flokki Egede. Egede segist ekki útiloka samstarf við neinn flokk eftir kosningarnar á morgun. Hann segist vilja sjá breiða og sterka samsteypustjórn sem geti lagt drög að því hvernig Grænlendingar geti öðlast sjálfstæði. Óljóst er hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði gæti farið fram. „Ég segi vanalega að við verðum að vinna að því á hverjum degi að komast nær því. Ég vil ekki nefna ár en með allt það sem er í gangi tel ég að flokkunum beri skylda til að standa saman og gera öfluga áætlun um sameiginlega sýn þeirra [um sjálfstæði],“ segir formaðurinn. Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar í Grænlandi framundan Kosningar verða haldnar í Grænlandi þann 11. mars. Núverandi formaður landstjórnar sækist eftir endurkjöri. 4. febrúar 2025 19:00 Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Bandaríkjaforseti hefur ítrekað sagt að hann vilji að Grænland verði hluti af Bandaríkjunum. Síðast gerði hann það í stefnuræðu sinni í bandaríska þinginu í síðustu viku þegar hann sagði að Bandaríkin kæmust yfir Grænland með „einum eða öðrum hætti“. Framferði forsetans fellur illa í kramið hjá Múte B. Egede, formanni grænlensku landsstjórnarinnar. Hann segir bandaríska forsetann óútreiknanlegan á hátt sem valdi fólki óöryggi. Heimsskipan síðustu áttatíu ára virðist á hverfanda hveli. „Við verðskuldum að komið sé fram við okkur af virðingu og ég tel ekki að að bandaríski forsetinn hafi gert það frá því að hann tók við embætti,“ segir Egede í viðtali við danska ríkisútvarpið sem lýsir ummælum grænlenska leiðtogans sem þeim mest afgerandi um Bandaríkjaforseta til þessa. Lítilsvirðingin í garð Grænlendinga hafi jafnvel þveröfug áhrif á vilja þeirra til vinna með Bandaríkjunum. „Ég held að þeir hlutir sem Bandaríkjaforseti hefur gert nýlega láti okkur ekki vilja vera eins náin og við gætum hafa viljað áður,“ segir Egede. Skoðanakannanir hafa sýnt að allt að 85 prósent Grænlendinga vilji ekki tilheyra Bandaríkjunum. Flokkarnir þurfi að standa saman í öldurótinu Sex flokkar eru í framboði í kosningunum á morgun. Allir nema borgaralegi flokkurinn Atassut, sem vill efla tengslin við Danmörku, eru fylgjandi sjálfstæði Grænlands. Aðeins einn þeirra talar nú fyrir nánara samstarfi við Bandaríkin, Naleraq. Sá flokkur var til skamms tíma í stjórn með Inuit Ataqatigiit, flokki Egede. Egede segist ekki útiloka samstarf við neinn flokk eftir kosningarnar á morgun. Hann segist vilja sjá breiða og sterka samsteypustjórn sem geti lagt drög að því hvernig Grænlendingar geti öðlast sjálfstæði. Óljóst er hvenær þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði gæti farið fram. „Ég segi vanalega að við verðum að vinna að því á hverjum degi að komast nær því. Ég vil ekki nefna ár en með allt það sem er í gangi tel ég að flokkunum beri skylda til að standa saman og gera öfluga áætlun um sameiginlega sýn þeirra [um sjálfstæði],“ segir formaðurinn.
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Kosningar á Grænlandi Tengdar fréttir Kosningar í Grænlandi framundan Kosningar verða haldnar í Grænlandi þann 11. mars. Núverandi formaður landstjórnar sækist eftir endurkjöri. 4. febrúar 2025 19:00 Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Sjá meira
Kosningar í Grænlandi framundan Kosningar verða haldnar í Grænlandi þann 11. mars. Núverandi formaður landstjórnar sækist eftir endurkjöri. 4. febrúar 2025 19:00
Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. 28. janúar 2025 22:35