Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2025 14:17 Thibaut Courtois er að snúa aftur í belgíska landsliðið og Koen Casteels er ekki sáttur. Samsett/AFP Dramatík er í kringum belgíska landsliðið í fótbolta í aðdraganda þess að nýi þjálfarinn, Rudi Garcia, velur sinn fyrsta landsliðshóp næsta föstudag. Markvörðurinn Koen Casteels er ósáttur og segist hættur í landsliðinu vegna endurkomu Thibaut Courtois. Casteels hefur verið aðalmarkvörður Belgíu síðustu misseri, til að mynda í lokakeppni EM síðasta sumar. Í belgíska hlaðvarpinu MidMid segist hann hættur í landsliðinu. Courtois, sem er aðalmarkvörður Real Madrid, sleit krossband í hné haustið 2023 en lenti svo í deilum við þáverandi landsliðsþjálfara, Domenico Tedesco, og sagðist aldrei ætla að spila fyrir hann. „Rúlla út rauða dreglinum fyrir hann“ Tedesco var rekinn í janúar og Garcia ráðinn í hans stað, og þar með er Courtois til í að snúa aftur og spila komandi leiki við Úkraínu í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Fyrir það fyrsta þá finnst mér svolítið merkilegt að Courtois geti bara ákveðið sjálfur að snúa aftur í landsliðið,“ segir Casteels í hlaðvarpsþættinum. „Knattspyrnusambandið tekur 180 gráðu snúning og rúllar út rauða dreglinum fyrir hann. Nú er hann boðinn velkominn aftur með opnum örmum þó að ekkert hafi í raun og veru breyst,“ sagði Casteels. Deze week niet enkel een grote naam, maar ook groot nieuws in de MIDMID-studio: Koen Casteels kondigt zijn afscheid bij de Rode Duivels aan! 😮Bekijk het hele gesprek met Koen om 11u op Play Sports 1 of vanaf 16u via het YouTube-kanaal en de podcastkanalen van Play Sports! 📺… pic.twitter.com/2qFuVfRU93— Play Sports (@playsports) March 9, 2025 Telur hann að afsökunarbeiðni frá Courtois myndi breyta einhverju? „Ég heyrði hann segja nýverið um brotthvarf Tedesco: „Þetta sannar að ég hafði rétt fyrir mér.“ Mér finnst það ekki bera mikinn vott um eftirsjá,“ sagði Casteels. Hann vildi þó undirstrika að óánægja sín beindist ekki svo mikið gegn Courtois heldur fyrst og fremst gegn belgíska knattspyrnusambandinu. „Þetta passar ekki við þau gildi og þann standard sem ég tel að þurfi að vera hjá öllum íþróttaliðum og íþróttasamböndum. Ég get ekki tilheyrt sambandi sem leggur blessun sína yfir svona hegðun. Þess vegna, frá og með núna, stend ég ekki lengur til boða fyrir landsliðið. Ég get ekki farið í landsliðið með hreina samvisku, þar sem fólk tekst í hendur með stórt bros og segir: „Það er allt í góðu hér.““ Casteels á að baki 20 A-landsleiki frá árinu 2013. Síðasta sumar gekk hann í raðir Al Qadsiah í Sádi-Arabíu frá Wolfsburg. Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira
Casteels hefur verið aðalmarkvörður Belgíu síðustu misseri, til að mynda í lokakeppni EM síðasta sumar. Í belgíska hlaðvarpinu MidMid segist hann hættur í landsliðinu. Courtois, sem er aðalmarkvörður Real Madrid, sleit krossband í hné haustið 2023 en lenti svo í deilum við þáverandi landsliðsþjálfara, Domenico Tedesco, og sagðist aldrei ætla að spila fyrir hann. „Rúlla út rauða dreglinum fyrir hann“ Tedesco var rekinn í janúar og Garcia ráðinn í hans stað, og þar með er Courtois til í að snúa aftur og spila komandi leiki við Úkraínu í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Fyrir það fyrsta þá finnst mér svolítið merkilegt að Courtois geti bara ákveðið sjálfur að snúa aftur í landsliðið,“ segir Casteels í hlaðvarpsþættinum. „Knattspyrnusambandið tekur 180 gráðu snúning og rúllar út rauða dreglinum fyrir hann. Nú er hann boðinn velkominn aftur með opnum örmum þó að ekkert hafi í raun og veru breyst,“ sagði Casteels. Deze week niet enkel een grote naam, maar ook groot nieuws in de MIDMID-studio: Koen Casteels kondigt zijn afscheid bij de Rode Duivels aan! 😮Bekijk het hele gesprek met Koen om 11u op Play Sports 1 of vanaf 16u via het YouTube-kanaal en de podcastkanalen van Play Sports! 📺… pic.twitter.com/2qFuVfRU93— Play Sports (@playsports) March 9, 2025 Telur hann að afsökunarbeiðni frá Courtois myndi breyta einhverju? „Ég heyrði hann segja nýverið um brotthvarf Tedesco: „Þetta sannar að ég hafði rétt fyrir mér.“ Mér finnst það ekki bera mikinn vott um eftirsjá,“ sagði Casteels. Hann vildi þó undirstrika að óánægja sín beindist ekki svo mikið gegn Courtois heldur fyrst og fremst gegn belgíska knattspyrnusambandinu. „Þetta passar ekki við þau gildi og þann standard sem ég tel að þurfi að vera hjá öllum íþróttaliðum og íþróttasamböndum. Ég get ekki tilheyrt sambandi sem leggur blessun sína yfir svona hegðun. Þess vegna, frá og með núna, stend ég ekki lengur til boða fyrir landsliðið. Ég get ekki farið í landsliðið með hreina samvisku, þar sem fólk tekst í hendur með stórt bros og segir: „Það er allt í góðu hér.““ Casteels á að baki 20 A-landsleiki frá árinu 2013. Síðasta sumar gekk hann í raðir Al Qadsiah í Sádi-Arabíu frá Wolfsburg.
Fótbolti Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR Sjá meira