Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar 8. mars 2025 14:01 Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna síðustu 100 ár hafa baráttusamtök kvenna krafist friðar og jafnréttis. Barist hefur verið fyrir kvenfrelsi á öllum sviðum samfélagsins og krafan um launajafnrétti kynja og að jafnverðmætum störfum skuli greidd jöfn laun, hefur verið hávær í gegnum áratugina. Undanfarnar vikur hefur farið nokkuð fyrir umfjöllun um virðismatskerfi einkum í tengslum við kjarasamninga kennara. Í því samhengi hefur verið lögð áhersla á að virðismatskerfi séu eða geti verið tæki til að ná fram launajafnrétti. Í tilefni dagsins er ekki úr vegi að fjalla aðeins um þessi virðismatskerfi og hvernig þau geti stuðlað að launajafnrétti. Launasetning á málefnalegum grunni Í launasetningu felst mat á virði starfs fyrir launagreiðanda. Slíkt mat getur byggt á alls kyns viðmiðum sem eru mismálefnaleg. Það er til dæmis ekki málefnalegt að ákveða laun fólks út frá því hvað liði í ensku deildinni það heldur með, frændsemi, hjúskaparstöðu eða öðrum breytum sem koma starfinu ekki við. Það er aftur á móti málefnalegt að líta til þeirrar þekkingar og færni sem starf gerir kröfu um, þeirrar ábyrgðar og því álagi sem það felur í sér og þess vinnuumhverfis sem starfið er unnið innan. Jafnréttislög og alþjóðlegar skuldbindingar gera kröfu um að þau viðmið sem launasetning byggir á séu málefnaleg, feli ekki í sér mismunun og séu til þess fallin að jafnverðmætum störfum fylgi jöfn laun og kjör. Virðismatskerfi Það má hugsa sér atvinnurekanda þar sem launaákvarðanir, og þar af leiðandi virðismat starfa, byggja á stjórnunarreynslu, ábyrgð á fjármunum og ábyrgð á eignum. Mat starfa út frá slíkum þáttum endurspegla störf í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð mun betur en störf í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu því horft er fram hjá mikilvægum matsþáttum eins og samskiptafærni, tilfinningalegu álagi og ábyrgð á velferð fólks. Virðismatskerfi eru í raun safn vel skilgreindra viðmiða sem endurspegla fjölbreytt störf, og hægt er að byggja heildstætt mat starfa á til grundvallar launasetningu. Það er í vali á matsþáttum sem galdurinn liggur. Viðmiðin eða matsþættirnir þurfa að endurspegla fjölbreytileika starfa og endurspegla þætti í störfum í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu til jafns við þætti í störfum í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð. Ef það tekst fáum við virðismatskerfi sem stuðlar að sanngjarnri og málefnalegri launasetningu í þágu launajafnréttis. Virðismatskerfi til að leiðrétta vanmat hefðbundinna kvennastarfa Þessi aðferðafræði er ekki ný af nálinni. Grunnlaunasetning sveitarfélaga hefur byggt að stórum hluta á starfsmatskerfi (sem er virðismatskerfi) í um aldarfjórðung sem hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn launamun kynjanna. Rannsóknir sýna að launamunur kynja meðal starfsfólks sveitarfélaga er um helmingi minni en meðal starfsfólks ríkisins og þriðjungur af launamun starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar, til þess að karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og störfum og að hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði metin minna virði en hefðbundin karlastörf. Virðismatskerfi eru notuð víða um heim til að jafna leikinn og leiðrétta vanmat starfa í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu. Með því að meta öll störf, bæði hefðbundin kvennastörf og hefðbundin karlastörf, út frá sömu viðmiðum í vel útfærðu virðismatskerfi má leiðrétta vanmat kvennastarfa og stuðla þannig að sanngjarnri launasetningu í þágu launajafnréttis. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna. Framkvæmdastýra Jafnlaunastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kjaramál Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna síðustu 100 ár hafa baráttusamtök kvenna krafist friðar og jafnréttis. Barist hefur verið fyrir kvenfrelsi á öllum sviðum samfélagsins og krafan um launajafnrétti kynja og að jafnverðmætum störfum skuli greidd jöfn laun, hefur verið hávær í gegnum áratugina. Undanfarnar vikur hefur farið nokkuð fyrir umfjöllun um virðismatskerfi einkum í tengslum við kjarasamninga kennara. Í því samhengi hefur verið lögð áhersla á að virðismatskerfi séu eða geti verið tæki til að ná fram launajafnrétti. Í tilefni dagsins er ekki úr vegi að fjalla aðeins um þessi virðismatskerfi og hvernig þau geti stuðlað að launajafnrétti. Launasetning á málefnalegum grunni Í launasetningu felst mat á virði starfs fyrir launagreiðanda. Slíkt mat getur byggt á alls kyns viðmiðum sem eru mismálefnaleg. Það er til dæmis ekki málefnalegt að ákveða laun fólks út frá því hvað liði í ensku deildinni það heldur með, frændsemi, hjúskaparstöðu eða öðrum breytum sem koma starfinu ekki við. Það er aftur á móti málefnalegt að líta til þeirrar þekkingar og færni sem starf gerir kröfu um, þeirrar ábyrgðar og því álagi sem það felur í sér og þess vinnuumhverfis sem starfið er unnið innan. Jafnréttislög og alþjóðlegar skuldbindingar gera kröfu um að þau viðmið sem launasetning byggir á séu málefnaleg, feli ekki í sér mismunun og séu til þess fallin að jafnverðmætum störfum fylgi jöfn laun og kjör. Virðismatskerfi Það má hugsa sér atvinnurekanda þar sem launaákvarðanir, og þar af leiðandi virðismat starfa, byggja á stjórnunarreynslu, ábyrgð á fjármunum og ábyrgð á eignum. Mat starfa út frá slíkum þáttum endurspegla störf í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð mun betur en störf í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu því horft er fram hjá mikilvægum matsþáttum eins og samskiptafærni, tilfinningalegu álagi og ábyrgð á velferð fólks. Virðismatskerfi eru í raun safn vel skilgreindra viðmiða sem endurspegla fjölbreytt störf, og hægt er að byggja heildstætt mat starfa á til grundvallar launasetningu. Það er í vali á matsþáttum sem galdurinn liggur. Viðmiðin eða matsþættirnir þurfa að endurspegla fjölbreytileika starfa og endurspegla þætti í störfum í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu til jafns við þætti í störfum í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð. Ef það tekst fáum við virðismatskerfi sem stuðlar að sanngjarnri og málefnalegri launasetningu í þágu launajafnréttis. Virðismatskerfi til að leiðrétta vanmat hefðbundinna kvennastarfa Þessi aðferðafræði er ekki ný af nálinni. Grunnlaunasetning sveitarfélaga hefur byggt að stórum hluta á starfsmatskerfi (sem er virðismatskerfi) í um aldarfjórðung sem hefur skilað góðum árangri í baráttunni gegn launamun kynjanna. Rannsóknir sýna að launamunur kynja meðal starfsfólks sveitarfélaga er um helmingi minni en meðal starfsfólks ríkisins og þriðjungur af launamun starfsfólks á almennum vinnumarkaði. Launamun kynjanna má að stærstum hluta rekja til kynskipts vinnumarkaðar, til þess að karlar og konur starfa í ólíkum atvinnugreinum og störfum og að hin hefðbundnu kvennastörf eru að jafnaði metin minna virði en hefðbundin karlastörf. Virðismatskerfi eru notuð víða um heim til að jafna leikinn og leiðrétta vanmat starfa í heilbrigðis-, fræðslu-, og velferðarþjónustu. Með því að meta öll störf, bæði hefðbundin kvennastörf og hefðbundin karlastörf, út frá sömu viðmiðum í vel útfærðu virðismatskerfi má leiðrétta vanmat kvennastarfa og stuðla þannig að sanngjarnri launasetningu í þágu launajafnréttis. Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna. Framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun