Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar 7. mars 2025 22:32 Sá sem þetta skrifar hefur fylgst með Birni Þorsteinssyni í nokkra áratugi og er ljúft að nefna nokkur atriði sem skipta máli í komandi rektorskjöri, en hafa farið mishátt. Björn fer ekki fram með látum, heldur yfirvegun. Hann hefur þann háttinn á að kynna sér mál vandlega áður en hann tekur nokkra afstöðu, en er þó er manna síst líklegur til að týnast í flækjum eða orðaflaumi. Björn er mjög greindur og skýr mannvinur sem heldur áttum og ratar að réttum og góðum markmiðum þótt skyggnið kunni að versna um hríð. Björn gerir sér glögga grein fyrir hlutverki háskóla, sem er í senn að afla nýrrar þekkingar sem stenst ströngustu kröfur, að þjálfa nemendur fyrir krefjandi störf utan skólans, en ekki síður að varða leið til farsæls og góðs samfélags. Björn hefur sjálfur lyft grettistaki á þessum sviðum og það er sérstaklega eftir því tekið að hann hefur lagt mikla rækt við að tala inn í samfélagið og sinna í verki rækt við íslenska tungu. Björn er afbragðsgóð fyrirmynd að öllu leyti, sem mikilvægt er að rektor sé. Björn valdi sér farveg innan hugvísinda, en enginn vafi er á að hann hefði ekki notið sín síður á öðrum sviðum háskólans. Hann hefur á þeim þann áhuga að það er honum í lófa lagið að kynna sér vandlega alla starfsemi háskólans, að því marki sem hann hefur ekki þegar gert. Það er öllum stjórnendum mikilvægt og það veit Björn. Það á ekki síst við um raunvísindi, en þangað mun hugur Björns hafa stefnt á yngri árum. Það er fallega gert af Birni að gefa kost á sér til rektors og hann hefur allt til að bera sem þarf til að sinna því starfi með miklum sóma, bæði út á við sem inn á við. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Haraldur Ólafsson Mest lesið Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Sá sem þetta skrifar hefur fylgst með Birni Þorsteinssyni í nokkra áratugi og er ljúft að nefna nokkur atriði sem skipta máli í komandi rektorskjöri, en hafa farið mishátt. Björn fer ekki fram með látum, heldur yfirvegun. Hann hefur þann háttinn á að kynna sér mál vandlega áður en hann tekur nokkra afstöðu, en er þó er manna síst líklegur til að týnast í flækjum eða orðaflaumi. Björn er mjög greindur og skýr mannvinur sem heldur áttum og ratar að réttum og góðum markmiðum þótt skyggnið kunni að versna um hríð. Björn gerir sér glögga grein fyrir hlutverki háskóla, sem er í senn að afla nýrrar þekkingar sem stenst ströngustu kröfur, að þjálfa nemendur fyrir krefjandi störf utan skólans, en ekki síður að varða leið til farsæls og góðs samfélags. Björn hefur sjálfur lyft grettistaki á þessum sviðum og það er sérstaklega eftir því tekið að hann hefur lagt mikla rækt við að tala inn í samfélagið og sinna í verki rækt við íslenska tungu. Björn er afbragðsgóð fyrirmynd að öllu leyti, sem mikilvægt er að rektor sé. Björn valdi sér farveg innan hugvísinda, en enginn vafi er á að hann hefði ekki notið sín síður á öðrum sviðum háskólans. Hann hefur á þeim þann áhuga að það er honum í lófa lagið að kynna sér vandlega alla starfsemi háskólans, að því marki sem hann hefur ekki þegar gert. Það er öllum stjórnendum mikilvægt og það veit Björn. Það á ekki síst við um raunvísindi, en þangað mun hugur Björns hafa stefnt á yngri árum. Það er fallega gert af Birni að gefa kost á sér til rektors og hann hefur allt til að bera sem þarf til að sinna því starfi með miklum sóma, bæði út á við sem inn á við. Höfundur er prófessor í raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar