Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 16:26 Stefán Þórarinsson, hagfræðingur, ætlar að kafa í hagkerfi sýndarheima CCP. Arnar Valdimarsson CCP hefur ráðið Stefán Þórarinsson, hagfræðing, frá Seðlabankanum til að vinna við þróun hagkerfa í sýndarheimum leikjafyrirtækisins. Stefán mun sérstaklega vinna við EVR Frontier, nýjasta leik fyrirtækisins þar sem nýst er við bálkakeðjutækni. CCP hefur um árabil verið fremst meðal jafningja þegar kemur að þróun hagkerfa í fjölspilunarleikjum þar sem spilarar hafa mikil áhrif. Helsta verkefni Stefáns hjá CCP verður að vinna við hagkerfi nýja leiksins EVE Frontier. Það er fjölspilunarleikur sem gerist á einum vefþjóni og byggir á bálkakeðjutækninni (e. Blockchain). Það á að gera spilurum kleift að móta nýtt stafrænt hagkerfi þar sem þeir hafa áhrif á þróun þess. Sjá einnig: CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online Í tilkynningu frá CCP er haft eftir Stefáni að hagkerfi sýndarheima séu lifandi og í sífelldri þróun. Þau þarfnist ítarlegra rannsókna. „CCP Games leiðir áhlaupið í að brúa bilið milli hagkerfa tölvuleikja og lögmála hagkerfa í raunheimum og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í þessari framúrskarandi vinnu." Stefán segir að markmiðið sé ekki eingöngu að skapa raunverulegt sýndarhagkerfi heldur einnig rannsaka hvernig slík hagkerfi virka. EVE Frontier muni leggja línurnar fyrir þróun þessara kerfa í framtíðinni. Áhugasamir geta kynnt sér EVE Frontier og hagkerfi leiksins með því að horfa á ítarlega kynningu CCP. Fara í umfangsmiklar greiningar Störf Stefáns munu byggja á vinnu Dr. Eyjólfs Guðmundssonar, sem starfaði lengi sem aðalhagfræðingur CCP. Hann var ráðinn til CCP árið 2007 til að stýra hagkerfi EVE Online, sem er nú orðinn rúmlega tuttugu ára gamall, og var það í fyrsta sinn sem slíkt var gert varðandi fjölspilunarleik. Farið verður í umfangsmiklar greiningar á hagkerfi EVE Frontier. Þeirri vinnu er ætlað að varpa ljósi á það hvernig aðgerðir spilara í leiknum hafa áhrif á verðlag, stöðugleika og markaðsshegðun. Einnig verður kannað hvernig samskipti spilara við tölvugerðar persónur (e. NPC) hafa áhrif á framboð og eftirspurn og það hvernig spilarar byggja ákvarðanir sínar á markaði, svo eitthvað sé nefnt. Í áðurnefndri tilkynningu er haft eftir Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP Games, að frá því fyrirtækið hafi verið stofnað hafi markmiðið verið að skapa heima þar sem spilarar eru ekki bundnir reglum hönnunar umræddra heima. Reynsla Stefáns úr Seðlabankanum muni þar skipta sköpum og EVE Frontier muni brjóta blað í sögu sýndarheima. Hér að neðan má sjá viðtal við Hilmar um EVE Frontier frá því í janúar. EVE Frontier hefur ekki verið gefinn út enn en er í prófunum. Vistaskipti Seðlabankinn Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
CCP hefur um árabil verið fremst meðal jafningja þegar kemur að þróun hagkerfa í fjölspilunarleikjum þar sem spilarar hafa mikil áhrif. Helsta verkefni Stefáns hjá CCP verður að vinna við hagkerfi nýja leiksins EVE Frontier. Það er fjölspilunarleikur sem gerist á einum vefþjóni og byggir á bálkakeðjutækninni (e. Blockchain). Það á að gera spilurum kleift að móta nýtt stafrænt hagkerfi þar sem þeir hafa áhrif á þróun þess. Sjá einnig: CCP kynnir nýjan leik í söguheimi EVE Online Í tilkynningu frá CCP er haft eftir Stefáni að hagkerfi sýndarheima séu lifandi og í sífelldri þróun. Þau þarfnist ítarlegra rannsókna. „CCP Games leiðir áhlaupið í að brúa bilið milli hagkerfa tölvuleikja og lögmála hagkerfa í raunheimum og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í þessari framúrskarandi vinnu." Stefán segir að markmiðið sé ekki eingöngu að skapa raunverulegt sýndarhagkerfi heldur einnig rannsaka hvernig slík hagkerfi virka. EVE Frontier muni leggja línurnar fyrir þróun þessara kerfa í framtíðinni. Áhugasamir geta kynnt sér EVE Frontier og hagkerfi leiksins með því að horfa á ítarlega kynningu CCP. Fara í umfangsmiklar greiningar Störf Stefáns munu byggja á vinnu Dr. Eyjólfs Guðmundssonar, sem starfaði lengi sem aðalhagfræðingur CCP. Hann var ráðinn til CCP árið 2007 til að stýra hagkerfi EVE Online, sem er nú orðinn rúmlega tuttugu ára gamall, og var það í fyrsta sinn sem slíkt var gert varðandi fjölspilunarleik. Farið verður í umfangsmiklar greiningar á hagkerfi EVE Frontier. Þeirri vinnu er ætlað að varpa ljósi á það hvernig aðgerðir spilara í leiknum hafa áhrif á verðlag, stöðugleika og markaðsshegðun. Einnig verður kannað hvernig samskipti spilara við tölvugerðar persónur (e. NPC) hafa áhrif á framboð og eftirspurn og það hvernig spilarar byggja ákvarðanir sínar á markaði, svo eitthvað sé nefnt. Í áðurnefndri tilkynningu er haft eftir Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP Games, að frá því fyrirtækið hafi verið stofnað hafi markmiðið verið að skapa heima þar sem spilarar eru ekki bundnir reglum hönnunar umræddra heima. Reynsla Stefáns úr Seðlabankanum muni þar skipta sköpum og EVE Frontier muni brjóta blað í sögu sýndarheima. Hér að neðan má sjá viðtal við Hilmar um EVE Frontier frá því í janúar. EVE Frontier hefur ekki verið gefinn út enn en er í prófunum.
Vistaskipti Seðlabankinn Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira