Eini leikurinn var í Íslandsförinni frægu Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2025 10:00 Mason Greenwood spilaði bara einn A-landsleik fyrir England, átján ára gamall gegn Íslandi. Getty/Hafliði Breiðfjörð Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Mason Greenwood hafi ákveðið að skipta um landslið og spila fyrir Jamaíku. Eini landsleikur hans fyrir England var því í Íslandsförinni frægu í september 2020. Greenwood kom til Íslands og spilaði á Laugardalsvelli, í naumum 1-0 sigri Englands þar sem Raheem Sterling skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í lokin en vítaspyrna Birkis Bjarnasonar fór yfir. Meiri athygli vakti þó að eftir leikinn gerðust þeir Phil Foden sekir um brot á sóttvarnareglum, vegna kórónuveirufaraldursins, með því að fá tvær íslenskar stúlkur í heimsókn til sín á hótel enska landsliðsins. Þeir voru reknir úr enska hópnum fyrir leik gegn Danmörku í kjölfarið og vegna málsins voru þeir ekki valdir í næsta verkefni liðsins, undir stjórn Gareths Southgate. Foden vann sér aftur sæti síðar í enska hópnum en Greenwood, sem var 18 ára þegar hann spilaði á Laugardalsvelli, hefur ekki spilað landsleiki síðan. Greenwood spilaði ekki fótbolta í 20 mánuði eftir að hann var handtekinn í janúar 2022, grunaður um ofbeldi gegn konu sem birti myndir, myndbönd og hljóðupptökur á Instagram. Heimir fékk hann ekki en McClaren gæti fengið hann Hann spilaði ekki fleiri leiki fyrir þáverandi félag sitt, Manchester United, eftir þetta en sneri aftur á fótboltavöllinn með liði Getafe á Spáni eftir að málið gegn honum var látið niður falla, í kjölfar þess að „lykilvitni“ dró sig út. Greenwood hefur svo komið fótboltaferlinum aftur af stað, fyrst með Getafe og svo með Marseille í Frakklandi. Nú gæti þessi 23 ára leikmaður farið að spila fyrir landslið Jamaíku en pabbi hans er jamaískur. Heimir Hallgrímsson kallaði eftir því að Greenwood kæmi í jamaíska landsliðið, þegar hann stýrði liðinu, en varð ekki að ósk sinni. Steve McClaren stýrir nú Jamaíka. Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, hefur hins vegar staðfest núna að Greenwood hafi sótt um að skipta um landslið. Það sé komið í formlegt ferli og að aðeins sé hægt að skipta einu sinni um landslið. Aðspurður hvort að Greenwood hefði verið sagt að hann gæti aldrei spilað aftur fyrir England sagði Bullingham: „Nei, við ræddum ekki um það. Ég veit að fólk hafði spurt Gareth [Southgate, fyrrverandi landsliðsþjálfara] um hann og Gareth var hreinskilinn um að hann væri þá ekki inni í myndinni því hann hefði ekki verið að spila á því stigi, svo mér er ekki kunnugt um nein samskipti okkar við hann.“ Greenwood skoraði 10 mörk í 36 leikjum fyrir Getafe og hefur nú skorað 15 mörk í 24 leikjum í frönsku 1. deildinni. Hann hefur meðal annars verið orðaður við PSG og Atlético Madrid. Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira
Greenwood kom til Íslands og spilaði á Laugardalsvelli, í naumum 1-0 sigri Englands þar sem Raheem Sterling skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í lokin en vítaspyrna Birkis Bjarnasonar fór yfir. Meiri athygli vakti þó að eftir leikinn gerðust þeir Phil Foden sekir um brot á sóttvarnareglum, vegna kórónuveirufaraldursins, með því að fá tvær íslenskar stúlkur í heimsókn til sín á hótel enska landsliðsins. Þeir voru reknir úr enska hópnum fyrir leik gegn Danmörku í kjölfarið og vegna málsins voru þeir ekki valdir í næsta verkefni liðsins, undir stjórn Gareths Southgate. Foden vann sér aftur sæti síðar í enska hópnum en Greenwood, sem var 18 ára þegar hann spilaði á Laugardalsvelli, hefur ekki spilað landsleiki síðan. Greenwood spilaði ekki fótbolta í 20 mánuði eftir að hann var handtekinn í janúar 2022, grunaður um ofbeldi gegn konu sem birti myndir, myndbönd og hljóðupptökur á Instagram. Heimir fékk hann ekki en McClaren gæti fengið hann Hann spilaði ekki fleiri leiki fyrir þáverandi félag sitt, Manchester United, eftir þetta en sneri aftur á fótboltavöllinn með liði Getafe á Spáni eftir að málið gegn honum var látið niður falla, í kjölfar þess að „lykilvitni“ dró sig út. Greenwood hefur svo komið fótboltaferlinum aftur af stað, fyrst með Getafe og svo með Marseille í Frakklandi. Nú gæti þessi 23 ára leikmaður farið að spila fyrir landslið Jamaíku en pabbi hans er jamaískur. Heimir Hallgrímsson kallaði eftir því að Greenwood kæmi í jamaíska landsliðið, þegar hann stýrði liðinu, en varð ekki að ósk sinni. Steve McClaren stýrir nú Jamaíka. Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, hefur hins vegar staðfest núna að Greenwood hafi sótt um að skipta um landslið. Það sé komið í formlegt ferli og að aðeins sé hægt að skipta einu sinni um landslið. Aðspurður hvort að Greenwood hefði verið sagt að hann gæti aldrei spilað aftur fyrir England sagði Bullingham: „Nei, við ræddum ekki um það. Ég veit að fólk hafði spurt Gareth [Southgate, fyrrverandi landsliðsþjálfara] um hann og Gareth var hreinskilinn um að hann væri þá ekki inni í myndinni því hann hefði ekki verið að spila á því stigi, svo mér er ekki kunnugt um nein samskipti okkar við hann.“ Greenwood skoraði 10 mörk í 36 leikjum fyrir Getafe og hefur nú skorað 15 mörk í 24 leikjum í frönsku 1. deildinni. Hann hefur meðal annars verið orðaður við PSG og Atlético Madrid.
Fótbolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Sjá meira