Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 6. mars 2025 15:00 Árið 1799 þurrkaðist út heilt byggðarlag á einni nóttu þegar Básendaflóðin gengu yfir suðvesturströnd landsins. Sjór gekk á land land, veikar varnir brotnuðu undan kraftinum og íbúar misstu heimili sín. Þetta er hluti af íslenskri sögu, en öldugangurinn sem gekk yfir landið síðustu helgi minnir okkur á að þessi saga er ekki liðin tíð. Við Seltirningar höfum reglulega heyrt sögur af Básendaflóðinu, um hvernig sjórinn gekk yfir landið, spillti bújörðum, og rauf landið sem aðskildi Seltjörn frá sjónum en síðan þá hefur Seltjörn tilheyrt hafinu. Þetta var áfall sem íbúar gátu ekki varið sig gegn. En í dag búum við yfir þekkingu, tækni og úrræðum sem geta komið í veg fyrir að slíkar hamfarir verði jafn afdrifaríkar. En ætlum við að nýta þá þekkingu? Við vitum að aukin losun koltvísýrings veldur hlýnun jarðar sem leiðir til hækkandi sjávarstöðu. Við vitum að öflugri stormar munu verða tíðari og að ágangur sjávar verður skæðari vegna loftslagsbreytinga. Veðrið sem gekk yfir suðvesturhornið um helgina er ekki einstakt tilvik. Það er hluti af mun stærra mynstri sem við höfum val um hvort við bregðumst við eða látum yfir okkur ganga. Það er ekki bara siðferðisleg skylda að bregðast við heldur einnig grjóthart hagsmunamál þjóðar sem býr í slíkri nálægð við hafið að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda og að við beitum okkur fyrir því á alþjóðavettvangi að aðrar þjóðir geri það líka. Stjórnvöld verða einnig að tryggja fjármögnun í sjóvarnir á þeim svæðum sem eru í mestri hættu á að verða fyrir tjóni en þar blasir við enn ein innviðaskuld íslensks samfélags. Síðasta ríkisstjórn náði ekki að koma sér saman um að afgreiða samgönguáætlun fyrir árin 2024-2028 en í drögum að þeirri áætlun var gert ráð fyrir aukinni framkvæmdaþörf á sjóvörnum vegna hækkandi sjávarstöðu sem orsakast af hnattrænni hlýnun jarðar. Tjónið sem varð um helgina á heimilum, fyrirtækjum og innviðum sveitarfélaga hleypur á mörgum hundruðum milljóna króna og ljóst er að við höfum ekki efni á að gera ekki neitt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1799 þurrkaðist út heilt byggðarlag á einni nóttu þegar Básendaflóðin gengu yfir suðvesturströnd landsins. Sjór gekk á land land, veikar varnir brotnuðu undan kraftinum og íbúar misstu heimili sín. Þetta er hluti af íslenskri sögu, en öldugangurinn sem gekk yfir landið síðustu helgi minnir okkur á að þessi saga er ekki liðin tíð. Við Seltirningar höfum reglulega heyrt sögur af Básendaflóðinu, um hvernig sjórinn gekk yfir landið, spillti bújörðum, og rauf landið sem aðskildi Seltjörn frá sjónum en síðan þá hefur Seltjörn tilheyrt hafinu. Þetta var áfall sem íbúar gátu ekki varið sig gegn. En í dag búum við yfir þekkingu, tækni og úrræðum sem geta komið í veg fyrir að slíkar hamfarir verði jafn afdrifaríkar. En ætlum við að nýta þá þekkingu? Við vitum að aukin losun koltvísýrings veldur hlýnun jarðar sem leiðir til hækkandi sjávarstöðu. Við vitum að öflugri stormar munu verða tíðari og að ágangur sjávar verður skæðari vegna loftslagsbreytinga. Veðrið sem gekk yfir suðvesturhornið um helgina er ekki einstakt tilvik. Það er hluti af mun stærra mynstri sem við höfum val um hvort við bregðumst við eða látum yfir okkur ganga. Það er ekki bara siðferðisleg skylda að bregðast við heldur einnig grjóthart hagsmunamál þjóðar sem býr í slíkri nálægð við hafið að við drögum úr losun gróðurhúsalofttegunda og að við beitum okkur fyrir því á alþjóðavettvangi að aðrar þjóðir geri það líka. Stjórnvöld verða einnig að tryggja fjármögnun í sjóvarnir á þeim svæðum sem eru í mestri hættu á að verða fyrir tjóni en þar blasir við enn ein innviðaskuld íslensks samfélags. Síðasta ríkisstjórn náði ekki að koma sér saman um að afgreiða samgönguáætlun fyrir árin 2024-2028 en í drögum að þeirri áætlun var gert ráð fyrir aukinni framkvæmdaþörf á sjóvörnum vegna hækkandi sjávarstöðu sem orsakast af hnattrænni hlýnun jarðar. Tjónið sem varð um helgina á heimilum, fyrirtækjum og innviðum sveitarfélaga hleypur á mörgum hundruðum milljóna króna og ljóst er að við höfum ekki efni á að gera ekki neitt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun