Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Atli Ísleifsson skrifar 6. mars 2025 13:56 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvær valnefndir til að meta hæfni og óhæði þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að valnefndirnar tilnefni tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og skuli ráðherra velja úr þeim hópi í stjórnirnar. „Við samsetningu stjórnar skal valnefnd meðal annars líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. Nefndirnar eru skipaðar til árs í senn. Ráðherra setti nýlega reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum sem ætlað er að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Í valnefnd almennra ríkisfyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Ólafía B. Rafnsdóttir Ólafía er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún sat í valnefnd Bankasýslunnar frá 2021 þar til hún var lögð niður. Hún var ráðgjafi hjá Attentus frá 2018-2024 . Ólafía er með MBA frá Háskóla Íslands. Þórir Skarphéðinsson Þórir er cand.jur. frá Háskóla Íslands og LL.M frá Háskólanum í Lundi. Þórir starfar í dag sem lögmaður og lgfs. hjá Betri stofunni fasteignasölu. Þórir hefur víðtæka reynslu af lögmannsstörfum, bæði sem eigandi að lögmannsstofum en einnig úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni. Þá hefur hann setið í stjórnum innlendra og erlendra fyrirtækja. Í valnefnd orkufyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Erna Agnarsdóttir Erna hefur verið mannauðsstjóri Kviku banka frá 2021 en var áður mannauðsstjóri TM frá 2017 til 2021. Hún starfaði við mannauðsmál hjá Actavis á Íslandi frá 2010 til 2017. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc prófi í sálfræði, með áherslu á vinnusálfræði, frá Kaupmannahafnarháskóla. Helgi Þór Ingason Helgi Þór er prófessor, formaður stjórnar MPM-náms og forstöðumaður rannsóknaseturs Háskólans í Reykjavik um sjálfbæra þróun. Helgi Þór starfaði um tíma sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri SORPU bs. Hann er með doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og CSPM í verkefnastjórnun frá Stanford University,“ segir í tilkynningunni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir að valnefndirnar tilnefni tvo aðila fyrir hvert stjórnarsæti og skuli ráðherra velja úr þeim hópi í stjórnirnar. „Við samsetningu stjórnar skal valnefnd meðal annars líta til þess að innan hennar sé hæfileg breidd hvað varðar faglegan bakgrunn, kyn, þekkingu og reynslu. Nefndirnar eru skipaðar til árs í senn. Ráðherra setti nýlega reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í ríkisfyrirtækjum sem ætlað er að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. Í valnefnd almennra ríkisfyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Ólafía B. Rafnsdóttir Ólafía er sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hún sat í valnefnd Bankasýslunnar frá 2021 þar til hún var lögð niður. Hún var ráðgjafi hjá Attentus frá 2018-2024 . Ólafía er með MBA frá Háskóla Íslands. Þórir Skarphéðinsson Þórir er cand.jur. frá Háskóla Íslands og LL.M frá Háskólanum í Lundi. Þórir starfar í dag sem lögmaður og lgfs. hjá Betri stofunni fasteignasölu. Þórir hefur víðtæka reynslu af lögmannsstörfum, bæði sem eigandi að lögmannsstofum en einnig úr viðskiptalífinu og stjórnsýslunni. Þá hefur hann setið í stjórnum innlendra og erlendra fyrirtækja. Í valnefnd orkufyrirtækja voru skipuð: Sverrir Briem Sverrir er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafnarháskóla. Hann er ráðgjafi og einn af eigendum Hagvangs ráðningarstofu. Sverrir var formaður valnefndar Bankasýslunnar frá 2021 og þar til Bankasýslan var lögð niður. Erna Agnarsdóttir Erna hefur verið mannauðsstjóri Kviku banka frá 2021 en var áður mannauðsstjóri TM frá 2017 til 2021. Hún starfaði við mannauðsmál hjá Actavis á Íslandi frá 2010 til 2017. Hún lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands og MSc prófi í sálfræði, með áherslu á vinnusálfræði, frá Kaupmannahafnarháskóla. Helgi Þór Ingason Helgi Þór er prófessor, formaður stjórnar MPM-náms og forstöðumaður rannsóknaseturs Háskólans í Reykjavik um sjálfbæra þróun. Helgi Þór starfaði um tíma sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og framkvæmdastjóri SORPU bs. Hann er með doktorsgráðu í framleiðsluferlum í stóriðju frá Norska Tækniháskólanum í Þrándheimi, MSc í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og CSPM í verkefnastjórnun frá Stanford University,“ segir í tilkynningunni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17 Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Sjá meira
Auglýsir eftir stjórnarfólki og breytir reglunum Fjármála- og efnahagsráðherra hefur sett nýjar reglur um val á einstaklingum til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum, sem eiga að tryggja að tilnefndir stjórnarmenn veljist á grundvelli hæfni, menntunar eða reynslu. 14. febrúar 2025 10:17