Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar 6. mars 2025 11:47 Kosningar til formanns og stjórnar VR hófust í morgun og nú gefst okkur öllum í VR tækifæri til að velja nýjan formann og stjórn. Með því að nýta kosningaréttinn okkar þá tökum við öll þátt í að velja félaginu nýja forystu til næstu ára og leggja meginlínur í starfi félagsins framundan. Það hefur verið rauður þráður í öllum mínum samtölum við VR félaga að við eigum og þurfum að ganga sameinuð til leiks og að eitt meginverkefni nýs formanns sé að sameina félagið til að ganga sterkt fram til góðra verka. Verkefnin blasa allstaðar við á sviði kjara- og velferðarmála. Við þurfum að tryggja sem við best getum að atvinnurekendur og stjórnvöld standi við forsendur síðustu kjarasamninga og þær kjarabætur sem þar var samið um en líka að hefja undirbúninginn fyrir næstu samninga. Við þurfum að sækja fram í húsnæðismálum, gæta að því félagsfólki sem stendur höllum fæti og huga að hagsmunum alls félagsfólks í okkar störfum. Við þurfum að tryggja að sameinuð rödd VR heyrist alls staðar þar sem kjör okkar og aðstæður eru til umræðu og við eigum að vera óhrædd að láta okkar sjónarmið koma fram. Félagið okkar er fjölmennt og fjölbreytt, með félagsfólk sem tekur laun eftir kjarasamningi eða semur sjálft um launaliðinn, í alls konar störfum um land allt – það er það sem gerir VR öflugt og sterkt en um leið flókið og krefjandi. Það hefur verið gefandi að tala við og hitta fullt af VR félögum á undangegnum vikum og verður gaman að halda þeim samtölum áfram í komandi viku og vonandi árum. Öflugt VR er órjúfanlegur hluti af kraftmiklu atvinnulífi þar sem til staðar eru fjölbreytt störf með góðum kjörum þar sem félagið þarf að þróast með tímanum og tryggja réttindi okkar og kjör við sífellt breyttar aðstæður. Um leið og ég óska eftir stuðningi þínum til formanns ágæti VR-ingur þá skora ég á okkur öll að kjósa og leggja þannig grunninn að sókn VR inn í framtíðina. Það skiptir öllu máli að kjósa, við erum sterkari saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningar til formanns og stjórnar VR hófust í morgun og nú gefst okkur öllum í VR tækifæri til að velja nýjan formann og stjórn. Með því að nýta kosningaréttinn okkar þá tökum við öll þátt í að velja félaginu nýja forystu til næstu ára og leggja meginlínur í starfi félagsins framundan. Það hefur verið rauður þráður í öllum mínum samtölum við VR félaga að við eigum og þurfum að ganga sameinuð til leiks og að eitt meginverkefni nýs formanns sé að sameina félagið til að ganga sterkt fram til góðra verka. Verkefnin blasa allstaðar við á sviði kjara- og velferðarmála. Við þurfum að tryggja sem við best getum að atvinnurekendur og stjórnvöld standi við forsendur síðustu kjarasamninga og þær kjarabætur sem þar var samið um en líka að hefja undirbúninginn fyrir næstu samninga. Við þurfum að sækja fram í húsnæðismálum, gæta að því félagsfólki sem stendur höllum fæti og huga að hagsmunum alls félagsfólks í okkar störfum. Við þurfum að tryggja að sameinuð rödd VR heyrist alls staðar þar sem kjör okkar og aðstæður eru til umræðu og við eigum að vera óhrædd að láta okkar sjónarmið koma fram. Félagið okkar er fjölmennt og fjölbreytt, með félagsfólk sem tekur laun eftir kjarasamningi eða semur sjálft um launaliðinn, í alls konar störfum um land allt – það er það sem gerir VR öflugt og sterkt en um leið flókið og krefjandi. Það hefur verið gefandi að tala við og hitta fullt af VR félögum á undangegnum vikum og verður gaman að halda þeim samtölum áfram í komandi viku og vonandi árum. Öflugt VR er órjúfanlegur hluti af kraftmiklu atvinnulífi þar sem til staðar eru fjölbreytt störf með góðum kjörum þar sem félagið þarf að þróast með tímanum og tryggja réttindi okkar og kjör við sífellt breyttar aðstæður. Um leið og ég óska eftir stuðningi þínum til formanns ágæti VR-ingur þá skora ég á okkur öll að kjósa og leggja þannig grunninn að sókn VR inn í framtíðina. Það skiptir öllu máli að kjósa, við erum sterkari saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun