30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. mars 2025 10:15 Logi Einarsson háskólaráðherra vissi ekki af þrjátíu milljörðum, sem safnast hafa upp á reikningum Menntasjóðs námsmanna, þegar fréttastofa innti hann eftir upplýsingum í síðustu viku. Fjallað er um fjármagnið í hagræðingartillögum starfshóps ríkisstjórnarinnar. Vísir/Vilhelm Fjörutíu milljarðar af endurgreiddu lánsfé Lánasjóðs námsmanna, sem lagður var niður árið 2020, hafa farið í útlán Menntasjóðs námsmanna, sem tók við af LÍN. Á sama tíma hafa þrjátíu milljarðar safnast upp á reikningum MSNM. Háskólaráðherra kannaðist ekki við það þegar fréttastofa spurði hann út í málið föstudaginn 28. febrúar. Vorið 2019 samþykkti Alþingi frumvarp menntamálaráðherra um nýjan Menntasjóð námsmanna, MSNM, sem tók við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn hætti þá að veita lán en er enn til, þar sem mikill fjöldi fólks sem fékk lán hjá LÍN á sínum tíma er enn að greiða þau til baka. Samkvæmt lögum er Menntasjóði eingöngu heimilt að fjármagna útlán sjóðsins í gegnum endurgreiðslur námslána, ríkisframlag og lánsfé, en komið hefur í ljós að útlánin hafi meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé LÍN. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjörutíu milljarðar króna, endurgreiðslur lána, farið af reikningum LÍN í útlán MSNM. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði safnast upp á reikningum MSNM, þar sem nú má finna um þrjátíu milljarða króna samkvæmt heimildum fréttastofu. Eftirspurn eftir námslánum minnkað Fjallað er um það í Morgunblaðinu í morgun að þrjátíu milljarðar króna, í eigu ríkisins, liggi á bankabókum MSNM hjá viðskiptabönkunum og á sama tíma nemi óhagstæð lán ríkisins í formi útistandandi ríkisvíxla um 200 milljörðum. Fjallað er um málið í hagræðingartillögum starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru á þriðjudag. Þar eru lagðar til breytingar á lausafjárstýringu hjá ríkinu. „Ríkissjóður á töluvert mikið af inneignum í viðskiptabönkum á sama tíma og hann fjármagnar sig á lánum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur náð fram mikilli hagræðingu með breyttu verklagi í samvinnu Fjársýslu ríkisins og Seðlabanka Íslands. Sérstaklega þarf að skoða lausafé Menntasjóðs námsmanna,“ segir í glærupakka starfshópsins. Haft er eftir Birni Inga Victorssyni í umfjöllun Morgunblaðsins að innistæðurnar séu tilkomnar vegna offjármögnunar Lánasjóðs íslenskra námsmanna en eftirspurn eftir námslánum hafi minnkað töluvert síðustu ár. „Ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ Fréttastofu hafði borist málið til eyrna í síðustu viku og að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fram fór í Reykjanesbæ, var Logi Einarsson, háskólaráðherra, inntur eftir svörum um málið. Logi hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt, um breytingar á lögum um Menntasjóðinn og kemur fram í umsögn um breytingarnar: „...frá gildistöku laganna hafa útlán sjóðsins meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé eldra lánasafns sjóðsins, þ.e. Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN).“ „Það er skýrt í lögum að það á að fjármagna nýja sjóðinn, sem var settur á stofn fyrir nokkrum árum, með endurláni úr ríkissjóði. Síðan hafa verið að safnast upp peningar því fólk hefur verið að greiða til baka inn í gamla sjóðinn, gömul námslán. Sá aur á með réttu að fara til ríkissjóðs, þetta eru um 30 milljarðar króna og svo kannski fimm milljarðar á næstu árum,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu og skýrði að lán til þeirra sem fái lán hjá MSNM eigi þannig að vera fjármögnuð beint úr ríkissjóði. Hafa þá fjármunir verið að safnast upp hjá sjóðnum, sem hefðu átt að fara í útlán? „Nei, öfugt. Það eru í raun endurgreiðslur í gamla kerfið, sem hefðu átt að fara í ríkissjóð og munu fara þangað og nýi menntasjóðurinn á að fjármagna sig með framlögum úr ríkissjóði. Þetta er tæknilegt atriði.“ Fjármunir eru þá ekki að safnast einhvers staðar upp? „Nei, nei ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ sagði Logi. Eins og ég heyrði þetta var verið að fjármagna útlán hjá Menntasjóðnum með endurgreiðslunum en á sama tíma hefði verið að koma fjármagn frá ríkissjóði sem hefði verið að safnast upp inni á reikningum Menntasjóðsins. „Ég held ekki.“ Vissi af fjármagninu og svörin byggð á misskilningi Uppfært klukkan 11:00: Tómas Guðjónsson aðstoðarmaður Loga hafði samband við fréttastofu og útskýrði að svör Loga hafi verið byggð á misskilningi. Hann hafi vitað af fjármunum sem safnast hafa upp á reikningum MSNM. Fram kemur í pósti frá Tómasi að breytingar hafi verið gerðar á lögum um Menntasjóðinn á vorþingi 2024 þar sem lögfest var að Menntasjóði væri eingöngu heimilt að fjármagna útlán sjóðsins í gengum Endurlán ríkissjóðs. „Hjá sjóðnum hafa safnast upp rúmlega 30 milljarðar króna í handbæru fé vegna endurgreiðslu eldri lána sem jafnframt er hluti af fjármögnun sjóðsins. Þessir fjármunir eiga með réttu að færast inn í ríkissjóð. Auk þess safnast um 5-6 milljarðar króna árlega vegna endurgreiðslu eldri lána sem eiga að færast í ríkissjóð þar til eldri lán eru greidd upp,“ segir í póstinum. Þar kemur jafnframt fram að 27. janúar síðastliðinn hafi verið gefin út reglugerð nr. 67/2025 um fjármögnun MSNM þar sem fjármögnun sjóðsins er nánar útfærð. Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð eftir útskýringar Tómasar. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Vorið 2019 samþykkti Alþingi frumvarp menntamálaráðherra um nýjan Menntasjóð námsmanna, MSNM, sem tók við af Lánasjóði íslenskra námsmanna. Lánasjóðurinn hætti þá að veita lán en er enn til, þar sem mikill fjöldi fólks sem fékk lán hjá LÍN á sínum tíma er enn að greiða þau til baka. Samkvæmt lögum er Menntasjóði eingöngu heimilt að fjármagna útlán sjóðsins í gegnum endurgreiðslur námslána, ríkisframlag og lánsfé, en komið hefur í ljós að útlánin hafi meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé LÍN. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa fjörutíu milljarðar króna, endurgreiðslur lána, farið af reikningum LÍN í útlán MSNM. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði safnast upp á reikningum MSNM, þar sem nú má finna um þrjátíu milljarða króna samkvæmt heimildum fréttastofu. Eftirspurn eftir námslánum minnkað Fjallað er um það í Morgunblaðinu í morgun að þrjátíu milljarðar króna, í eigu ríkisins, liggi á bankabókum MSNM hjá viðskiptabönkunum og á sama tíma nemi óhagstæð lán ríkisins í formi útistandandi ríkisvíxla um 200 milljörðum. Fjallað er um málið í hagræðingartillögum starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem kynntar voru á þriðjudag. Þar eru lagðar til breytingar á lausafjárstýringu hjá ríkinu. „Ríkissjóður á töluvert mikið af inneignum í viðskiptabönkum á sama tíma og hann fjármagnar sig á lánum. Fjármála- og efnahagsráðuneytið getur náð fram mikilli hagræðingu með breyttu verklagi í samvinnu Fjársýslu ríkisins og Seðlabanka Íslands. Sérstaklega þarf að skoða lausafé Menntasjóðs námsmanna,“ segir í glærupakka starfshópsins. Haft er eftir Birni Inga Victorssyni í umfjöllun Morgunblaðsins að innistæðurnar séu tilkomnar vegna offjármögnunar Lánasjóðs íslenskra námsmanna en eftirspurn eftir námslánum hafi minnkað töluvert síðustu ár. „Ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ Fréttastofu hafði borist málið til eyrna í síðustu viku og að loknum ríkisstjórnarfundi, sem fram fór í Reykjanesbæ, var Logi Einarsson, háskólaráðherra, inntur eftir svörum um málið. Logi hefur lagt fram frumvarp í samráðsgátt, um breytingar á lögum um Menntasjóðinn og kemur fram í umsögn um breytingarnar: „...frá gildistöku laganna hafa útlán sjóðsins meðal annars verið fjármögnuð af eigin fé eldra lánasafns sjóðsins, þ.e. Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN).“ „Það er skýrt í lögum að það á að fjármagna nýja sjóðinn, sem var settur á stofn fyrir nokkrum árum, með endurláni úr ríkissjóði. Síðan hafa verið að safnast upp peningar því fólk hefur verið að greiða til baka inn í gamla sjóðinn, gömul námslán. Sá aur á með réttu að fara til ríkissjóðs, þetta eru um 30 milljarðar króna og svo kannski fimm milljarðar á næstu árum,“ sagði Logi í samtali við fréttastofu og skýrði að lán til þeirra sem fái lán hjá MSNM eigi þannig að vera fjármögnuð beint úr ríkissjóði. Hafa þá fjármunir verið að safnast upp hjá sjóðnum, sem hefðu átt að fara í útlán? „Nei, öfugt. Það eru í raun endurgreiðslur í gamla kerfið, sem hefðu átt að fara í ríkissjóð og munu fara þangað og nýi menntasjóðurinn á að fjármagna sig með framlögum úr ríkissjóði. Þetta er tæknilegt atriði.“ Fjármunir eru þá ekki að safnast einhvers staðar upp? „Nei, nei ríkið notar þá væntanlega til góðra verka,“ sagði Logi. Eins og ég heyrði þetta var verið að fjármagna útlán hjá Menntasjóðnum með endurgreiðslunum en á sama tíma hefði verið að koma fjármagn frá ríkissjóði sem hefði verið að safnast upp inni á reikningum Menntasjóðsins. „Ég held ekki.“ Vissi af fjármagninu og svörin byggð á misskilningi Uppfært klukkan 11:00: Tómas Guðjónsson aðstoðarmaður Loga hafði samband við fréttastofu og útskýrði að svör Loga hafi verið byggð á misskilningi. Hann hafi vitað af fjármunum sem safnast hafa upp á reikningum MSNM. Fram kemur í pósti frá Tómasi að breytingar hafi verið gerðar á lögum um Menntasjóðinn á vorþingi 2024 þar sem lögfest var að Menntasjóði væri eingöngu heimilt að fjármagna útlán sjóðsins í gengum Endurlán ríkissjóðs. „Hjá sjóðnum hafa safnast upp rúmlega 30 milljarðar króna í handbæru fé vegna endurgreiðslu eldri lána sem jafnframt er hluti af fjármögnun sjóðsins. Þessir fjármunir eiga með réttu að færast inn í ríkissjóð. Auk þess safnast um 5-6 milljarðar króna árlega vegna endurgreiðslu eldri lána sem eiga að færast í ríkissjóð þar til eldri lán eru greidd upp,“ segir í póstinum. Þar kemur jafnframt fram að 27. janúar síðastliðinn hafi verið gefin út reglugerð nr. 67/2025 um fjármögnun MSNM þar sem fjármögnun sjóðsins er nánar útfærð. Fyrirsögn fréttarinnar var uppfærð eftir útskýringar Tómasar.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira