Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar 6. mars 2025 10:31 Á síðasta fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var lögð fram tillaga um að Háskóli Íslands ætti að ráða aðgengisfulltrúa í starf. Sú tillaga var samþykkt einróma og sýnir fram á vilja stúdenta til þess að bæta og vinna að aðgengismálum innan Háskóla Íslands. Hlutverk aðgengisfulltrúa er margvíslegt en í stuttu máli er markmið hans að huga að aðgengismálum í háskólanum með einum eða öðrum hætti. Á meðal verkefna sem aðgengisfulltrúi vinnur að er að taka við ábendingum um úrbætur við háskólann, veita ráðleggingar varðandi útfærslu lausna á aðgengismálum, vera í stöðugum samskiptum við Framkvæmda- og tæknisvið HÍ, framkvæma aðgengisúttektir og hafa umsjón með verkefnum sem snerta aðgengismál. Stefna HÍ 2021-2026 leggur áherslu á að „háskólinn verði enn betri vinnustaður sem tryggir jafnrétti og fjölbreyttan bakgrunn nemenda og starfsfólks“. Bætt aðgengismál eru lykilskref í átt að þessu markmiði. Ef litið er til áskorana hvað varðar aðgengi innan háskólans er ljóst að risastórt verkefni blasir við. Til þess að tryggja möguleikann á háskólanámi fyrir alla þarf að bæta aðgengi í byggingum háskólans. Nemendur lenda ítrekað í vandræðum á meðan skólagöngu stendur, vandræðum sem gera þeim erfitt að sinna námi við Háskóla Íslands. Dæmi um þetta eru ónothæfir rampar, læstar hurðir, vöntun á sjálfstýrðum hurðaopnurum, óaðgengilegar námsstofur og skortur á leiðarlínum, punktaletri, navilens og öðrum umhverfismerkingum inni í byggingum. Áherslur á algilda hönnun geta leyst þessar áskoranir. Algild hönnun innifelur í sér að byggingar séu hannaðar með það í huga að fatlað fólk geti farið um mannvirki án hindrana. Hægt er að þróa þessa hugmynd áfram og sníða hana að háskólasamfélaginu. Háskóli Íslands hefur tækifæri til þess að vera leiðandi háskóli í aðgengismálum þar sem algild hönnun er höfð í huga við hönnun bygginga, uppsetningu náms, rannsóknaraðstöðu og starfsemi háskólans. Gífurlegt mannafl er til staðar innan HÍ: jafnréttisfulltrúar með mikla reynslu, nemendaráðgjöf með sérþekkingu í úrlausnum, prófessorar í fötlunarfræðum og stúdentafylking sem styður hagsmunabaráttu fatlaðra nemenda með mikilli elju. Nú vantar bara aðgengisfulltrúa til þess að taka aðgengismál á næsta stig og stórefla háskólann. Bætt aðgengi fatlaðs fólks að háskólasamfélaginu bætir aðgengi allra. Draumur minn er að fatlað fólk geti sótt sér háskólanám án hindrana. Til þess þarf átak í aðgengismálum háskólans og ráðning aðgengisfulltrúa væri lykilskref í átt að því. Stúdentar HÍ hafa talað. Mun Háskóli Íslands svara? Höfundur er stúdentaráðsliði í Stúdentaráði Háskóla Íslands og nemandi við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla- og menntamál Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands var lögð fram tillaga um að Háskóli Íslands ætti að ráða aðgengisfulltrúa í starf. Sú tillaga var samþykkt einróma og sýnir fram á vilja stúdenta til þess að bæta og vinna að aðgengismálum innan Háskóla Íslands. Hlutverk aðgengisfulltrúa er margvíslegt en í stuttu máli er markmið hans að huga að aðgengismálum í háskólanum með einum eða öðrum hætti. Á meðal verkefna sem aðgengisfulltrúi vinnur að er að taka við ábendingum um úrbætur við háskólann, veita ráðleggingar varðandi útfærslu lausna á aðgengismálum, vera í stöðugum samskiptum við Framkvæmda- og tæknisvið HÍ, framkvæma aðgengisúttektir og hafa umsjón með verkefnum sem snerta aðgengismál. Stefna HÍ 2021-2026 leggur áherslu á að „háskólinn verði enn betri vinnustaður sem tryggir jafnrétti og fjölbreyttan bakgrunn nemenda og starfsfólks“. Bætt aðgengismál eru lykilskref í átt að þessu markmiði. Ef litið er til áskorana hvað varðar aðgengi innan háskólans er ljóst að risastórt verkefni blasir við. Til þess að tryggja möguleikann á háskólanámi fyrir alla þarf að bæta aðgengi í byggingum háskólans. Nemendur lenda ítrekað í vandræðum á meðan skólagöngu stendur, vandræðum sem gera þeim erfitt að sinna námi við Háskóla Íslands. Dæmi um þetta eru ónothæfir rampar, læstar hurðir, vöntun á sjálfstýrðum hurðaopnurum, óaðgengilegar námsstofur og skortur á leiðarlínum, punktaletri, navilens og öðrum umhverfismerkingum inni í byggingum. Áherslur á algilda hönnun geta leyst þessar áskoranir. Algild hönnun innifelur í sér að byggingar séu hannaðar með það í huga að fatlað fólk geti farið um mannvirki án hindrana. Hægt er að þróa þessa hugmynd áfram og sníða hana að háskólasamfélaginu. Háskóli Íslands hefur tækifæri til þess að vera leiðandi háskóli í aðgengismálum þar sem algild hönnun er höfð í huga við hönnun bygginga, uppsetningu náms, rannsóknaraðstöðu og starfsemi háskólans. Gífurlegt mannafl er til staðar innan HÍ: jafnréttisfulltrúar með mikla reynslu, nemendaráðgjöf með sérþekkingu í úrlausnum, prófessorar í fötlunarfræðum og stúdentafylking sem styður hagsmunabaráttu fatlaðra nemenda með mikilli elju. Nú vantar bara aðgengisfulltrúa til þess að taka aðgengismál á næsta stig og stórefla háskólann. Bætt aðgengi fatlaðs fólks að háskólasamfélaginu bætir aðgengi allra. Draumur minn er að fatlað fólk geti sótt sér háskólanám án hindrana. Til þess þarf átak í aðgengismálum háskólans og ráðning aðgengisfulltrúa væri lykilskref í átt að því. Stúdentar HÍ hafa talað. Mun Háskóli Íslands svara? Höfundur er stúdentaráðsliði í Stúdentaráði Háskóla Íslands og nemandi við Háskóla Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun