Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 5. mars 2025 11:30 Óhætt er að segja að megn óánægja sé meðal íbúðaeigenda í Þorrasölum með fyrirhugaða vinnslutillögu skipulagsnefndar Garðabæjar að deiliskipulagi fyrir Vetrarmýri og Smalaholt, sem legið hefur frammi til forkynningar. Fjölbýlishúsin við Þorrasali standa nærri sveitarfélagamörkum Kópavogs og Garðabæjar. Óánægjan snýr sérstaklega að legu Vorbrautar að Öldusölum. Í deiliskipulagi Hnoðraholts norður er gert ráð fyrir að Vorbrautin liggi við Þorrasali að Öldusölum í Leirdalsopi. Það er fáeina metra frá fjölbýlishúsunum í Þorrasölum með tilheyrandi óþægindum og óöryggi fyrir íbúa á öllum aldri. Íbúðaeigendur og húsfélög í Þorrasölum hafa þegar mótmælt tillögunum og komið þeim skýrt á framfæri við skipulagsyfirvöld í Garðabæ og Kópavogi. Hvað það varðar, má jafnframt geta þess að húsfélögin í Þorrasölum funduðu með stjórnendum Kópavogsbæjar um málið þar sem mótmælum íbúa var komið vel á framfæri. Þá hefur fyrirhuguð framkvæmd Garðabæjar einnig verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ekki boðlegt íbúum Krafa íbúðaeigenda í Þorrasölum er að Garðabær falli þegar í stað frá áformum um lagningu Vorbrautar og að Kópavogsbær standi heilshugar við bakið á íbúum bæjarfélagsins enda Þorrasalir í landi Kópavogs. Að mati íbúðaeigenda er framkvæmdin algjörlega óþörf auk þess sem hún kemur til með að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og lífsgæði íbúanna sem völdu að fjárfesta í Þorrasölum vegna nálægðar við fallegt útivistarsvæði og þægilegt umhverfi. Vorbraut er ætlað að liggja rúmlega 40 metra frá fjölbýlishúsunum í Þorrasölum með tengingu við Öldusali sem liggur um 10 metra frá austurhlið Þorrasala 1-3. Samkvæmt umferðarspá er áætlað að um 9.000 bifreiðar muni fara um Vorbrautina daglega. Ekki er ólíklegt að það sé vanáætlað enda framundan gríðarleg uppbygging á svæðinu. Áhyggjur íbúðaeigenda beinast ekki síður að óþægindum og aukinni slysahættu, ekki síst á börnum, þar sem veginum er ætlað að liggja mjög nærri leiksvæðum. Auk þessa er rétt að benda á að framkvæmdin mun valda heilsuspillandi mengun í formi hljóðmengunar og útblásturs. Ljóst er að framkvæmd sem þessi mun rýra verðgildi íbúðanna í Þorrasölum, skerða útsýni og skapa umferðarþunga á nærliggjandi götum við fjölbýlishúsin. Með aukinni bílaumferð mun hávaðamengun jafnframt aukast með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúðaeigendur þar sem miklar líkur eru á að skipta þurfi um gler að mati byggingarverktaka til að auka hljóðvist þar sem ekki hafi verið reiknað með hraðbraut í bakgarðinum þegar fjölbýlishúsin í Þorrasölum voru byggð. Það eigi jafnframt við um svalirnar sem snúa að Vorbrautinni, koma þurfi upp svalalokunum til að bæta hljóðvist. Vorbraut tímaskekkja Í ljósi þessara neikvæðu áhrifa þarf engum að koma á óvart að íbúar í Þorrasölum geri alvarlegar athugasemdir við þessar fyrirhuguðu vegaframkvæmdir á vegum Garðabæjar. Þá er ekki í boði að Kópavogsbær sitji hjá þar sem áætlanir um tengingu brautarinnar við gatnakerfi Kópavogs er óviðunandi með öllu. Íbúðaeigendur krefjast þess að Kópavogsbær endurskoði samkomulagið sem gert var við Garðabæ árið 2021, sem felur í sér samþykki fyrir tengingu brautarinnar við gatnakerfi Kópavogs, verði ekki hlustað á varnaðarorð íbúa. Samkomulagið byggir á því að Vorbraut neðan við fjölbýlishús í Þorrasölum verði sett í stokk eða veginum fundin ný lega fjær og neðar í landi með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif Vorbrautar á íbúðabyggð í Þorrasölum. Þannig verði komist hjá neikvæðum umhverfisáhrifum. Baráttan heldur áfram Það er alveg ljóst að íbúðaeigendur í Þorrasölum hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Algjör samstaða er meðal þeirra að berjast gegn þessari glórulausu framkvæmd með öllum tiltækum ráðum enda talin ógna öryggi, umhverfi og lífsgæðum íbúanna. Markmið íbúðaeigenda er jafnframt að forða Garðabæ frá alvarlegu skipulagsslysi með því að krefjast þess að sveitarfélagið falli frá þessum áformum. Vinnubrögð sem þessi eiga ekki að viðgangast í dag. Sveitarfélögin verða að átta sig á því að þau bera fulla ábyrgð á málinu, það gera þau með því að setja hagsmuni íbúa í öndvegi. Ef ekki, áskilja íbúðaeigendur sér allan rétt til að gera ítrustu kröfur á hendur Garðabæ, og eftir atvikum Kópavogsbæ, vegna tjóns sem þeir kunna að verða fyrir á eignum sínum, nái tillagan fram að ganga óbreytt. Þar sem fastlega má reikna með því að bæjarstjóri Garðabæjar lesi greinina með morgunkaffinu væri ekki úr vegi að hann boðaði fulltrúa húsfélaganna í Þorrasölum til fundar með það að markmiði að finna lausn á málinu. Það eina sem er ekki í boði, er að hunsa íbúðaeigendur í Þorrasölum. Höfundur er formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 1 – 3 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Garðabær Skipulag Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Óhætt er að segja að megn óánægja sé meðal íbúðaeigenda í Þorrasölum með fyrirhugaða vinnslutillögu skipulagsnefndar Garðabæjar að deiliskipulagi fyrir Vetrarmýri og Smalaholt, sem legið hefur frammi til forkynningar. Fjölbýlishúsin við Þorrasali standa nærri sveitarfélagamörkum Kópavogs og Garðabæjar. Óánægjan snýr sérstaklega að legu Vorbrautar að Öldusölum. Í deiliskipulagi Hnoðraholts norður er gert ráð fyrir að Vorbrautin liggi við Þorrasali að Öldusölum í Leirdalsopi. Það er fáeina metra frá fjölbýlishúsunum í Þorrasölum með tilheyrandi óþægindum og óöryggi fyrir íbúa á öllum aldri. Íbúðaeigendur og húsfélög í Þorrasölum hafa þegar mótmælt tillögunum og komið þeim skýrt á framfæri við skipulagsyfirvöld í Garðabæ og Kópavogi. Hvað það varðar, má jafnframt geta þess að húsfélögin í Þorrasölum funduðu með stjórnendum Kópavogsbæjar um málið þar sem mótmælum íbúa var komið vel á framfæri. Þá hefur fyrirhuguð framkvæmd Garðabæjar einnig verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Ekki boðlegt íbúum Krafa íbúðaeigenda í Þorrasölum er að Garðabær falli þegar í stað frá áformum um lagningu Vorbrautar og að Kópavogsbær standi heilshugar við bakið á íbúum bæjarfélagsins enda Þorrasalir í landi Kópavogs. Að mati íbúðaeigenda er framkvæmdin algjörlega óþörf auk þess sem hún kemur til með að hafa neikvæð áhrif á umhverfið og lífsgæði íbúanna sem völdu að fjárfesta í Þorrasölum vegna nálægðar við fallegt útivistarsvæði og þægilegt umhverfi. Vorbraut er ætlað að liggja rúmlega 40 metra frá fjölbýlishúsunum í Þorrasölum með tengingu við Öldusali sem liggur um 10 metra frá austurhlið Þorrasala 1-3. Samkvæmt umferðarspá er áætlað að um 9.000 bifreiðar muni fara um Vorbrautina daglega. Ekki er ólíklegt að það sé vanáætlað enda framundan gríðarleg uppbygging á svæðinu. Áhyggjur íbúðaeigenda beinast ekki síður að óþægindum og aukinni slysahættu, ekki síst á börnum, þar sem veginum er ætlað að liggja mjög nærri leiksvæðum. Auk þessa er rétt að benda á að framkvæmdin mun valda heilsuspillandi mengun í formi hljóðmengunar og útblásturs. Ljóst er að framkvæmd sem þessi mun rýra verðgildi íbúðanna í Þorrasölum, skerða útsýni og skapa umferðarþunga á nærliggjandi götum við fjölbýlishúsin. Með aukinni bílaumferð mun hávaðamengun jafnframt aukast með tilheyrandi kostnaði fyrir íbúðaeigendur þar sem miklar líkur eru á að skipta þurfi um gler að mati byggingarverktaka til að auka hljóðvist þar sem ekki hafi verið reiknað með hraðbraut í bakgarðinum þegar fjölbýlishúsin í Þorrasölum voru byggð. Það eigi jafnframt við um svalirnar sem snúa að Vorbrautinni, koma þurfi upp svalalokunum til að bæta hljóðvist. Vorbraut tímaskekkja Í ljósi þessara neikvæðu áhrifa þarf engum að koma á óvart að íbúar í Þorrasölum geri alvarlegar athugasemdir við þessar fyrirhuguðu vegaframkvæmdir á vegum Garðabæjar. Þá er ekki í boði að Kópavogsbær sitji hjá þar sem áætlanir um tengingu brautarinnar við gatnakerfi Kópavogs er óviðunandi með öllu. Íbúðaeigendur krefjast þess að Kópavogsbær endurskoði samkomulagið sem gert var við Garðabæ árið 2021, sem felur í sér samþykki fyrir tengingu brautarinnar við gatnakerfi Kópavogs, verði ekki hlustað á varnaðarorð íbúa. Samkomulagið byggir á því að Vorbraut neðan við fjölbýlishús í Þorrasölum verði sett í stokk eða veginum fundin ný lega fjær og neðar í landi með það að markmiði að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif Vorbrautar á íbúðabyggð í Þorrasölum. Þannig verði komist hjá neikvæðum umhverfisáhrifum. Baráttan heldur áfram Það er alveg ljóst að íbúðaeigendur í Þorrasölum hafa ekki sagt sitt síðasta orð. Algjör samstaða er meðal þeirra að berjast gegn þessari glórulausu framkvæmd með öllum tiltækum ráðum enda talin ógna öryggi, umhverfi og lífsgæðum íbúanna. Markmið íbúðaeigenda er jafnframt að forða Garðabæ frá alvarlegu skipulagsslysi með því að krefjast þess að sveitarfélagið falli frá þessum áformum. Vinnubrögð sem þessi eiga ekki að viðgangast í dag. Sveitarfélögin verða að átta sig á því að þau bera fulla ábyrgð á málinu, það gera þau með því að setja hagsmuni íbúa í öndvegi. Ef ekki, áskilja íbúðaeigendur sér allan rétt til að gera ítrustu kröfur á hendur Garðabæ, og eftir atvikum Kópavogsbæ, vegna tjóns sem þeir kunna að verða fyrir á eignum sínum, nái tillagan fram að ganga óbreytt. Þar sem fastlega má reikna með því að bæjarstjóri Garðabæjar lesi greinina með morgunkaffinu væri ekki úr vegi að hann boðaði fulltrúa húsfélaganna í Þorrasölum til fundar með það að markmiði að finna lausn á málinu. Það eina sem er ekki í boði, er að hunsa íbúðaeigendur í Þorrasölum. Höfundur er formaður Húsfélagsins í Þorrasölum 1 – 3
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun