NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Aron Guðmundsson skrifar 5. mars 2025 11:28 Luka Dončić er körfuboltastjarna á heimsmælikvarða og hjá Los Angeles Lakers spilar hann með Lebron James. Vísir/Getty NBA stjarnan Luka Dončić, leikmaður Los Angeles Lakers, mun ekki koma hingað til lands með landsliði Slóveníu í aðdraganda EM í haust eins og plön gerðu ráð fyrir. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri KKÍ. Greint var frá því í dag að Ísland myndi spila í D-riðli mótsins í Katowice og þar með er ljóst að liðið verður með Slóveníu í riðli. Samkomulag var í gildi milli KKÍ og slóvenska sambandsins að Slóvenía, með Dončić í fararbroddi, kæmi hingað til lands í aðdraganda mótsins ef liðin myndu ekki leika í sama riðli á EM. Yrðu þau í sama riðli myndu Slóvenarnir ekki koma hingað til lands. „Ég talaði við félaga minn hjá slóvenska sambandinu einmitt um þessi mál í gær og við erum sammála í þessum efnum,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Það er eiginlega ljóst að í okkar riðli verða Pólland, Slóvenía og hver hin þrjú liðin verða vitum við ekki fyrr en dregið verður í riðla. Slóvenarnir eru þá þar að þeir munu ekki koma hingað til lands í sumar þar sem að þeir eru með okkur í riðli. Vonandi koma þeir þá bara á næsta ári.“ Hermir þetta upp á Dončić feðga seinna Búið er að gefa út styrkleikaflokkana sex sem dregið verður úr í Riga í Lettlandi þann 27. mars, þegar dregið verður í riðla EM. Þar má sjá að í styrkleikaflokki tvö verða landslið Lettlands, Litháen, Grikklands og Slóveníu. Lettar eru gestgjafaþjóð, Litháen og Grikklands samstarfsþjóð líkt og Ísland og því er það ljóst að úr þessum styrkleikaflokki fara Slóvenar í D-riðil okkar í Póllandi og Íslandsförin því úr sögunni. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM Mynd: FIBA EUROPE „Þetta er samkomulag sem ég gerði við þá hjá slóvenska sambandinu sem og pabba Luka Dončić, Saša Dončić. Við erum miklir félagar og tókum þetta samtal í rauninni í febrúar fyrir ári síðan og fyrst að Craig Pedersen (landsliðsþjálfari) fór að opinbera þetta samtal í einhverju viðtali þá get ég sagt að við tókumst í hendur fyrir ári síðan og ákváðum að þeir myndu koma hingað í sumar. En fyrst við verðum saman í riðli verð ég bara að herma þetta upp á Sasha, föður Luka, síðar. Við fáum hann bara heim seinna.“ Enn meira tilefni fyrir íslenska stuðningsmenn að gera sér ferð til Katowice á EM og sjá okkar öfluga lið mæta sterku liði Slóvena með einn besta körfuboltamann heims innanborðs. Dončić var á dögunum skipt yfir til Los Angeles Lakers frá Dallas Mavericks. Skiptum sem hefur verið lýst sem einum af þeim „stærstu og óvæntustu“ í sögunni. „Luka er toppnáungi, ég þekki hann ágætlega,“ segir Hannes Það er gaman að fá að vera í riðli þar sem að hann er að keppa en enn þá skemmtilegra að ná honum hingað heim einhvern tímann á allra næstu árum á meðan að hann er á hátindi ferilsins. Við skulum bara sjá til þess að það verði raunin einhvern tímann á næstunni.“ EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Greint var frá því í dag að Ísland myndi spila í D-riðli mótsins í Katowice og þar með er ljóst að liðið verður með Slóveníu í riðli. Samkomulag var í gildi milli KKÍ og slóvenska sambandsins að Slóvenía, með Dončić í fararbroddi, kæmi hingað til lands í aðdraganda mótsins ef liðin myndu ekki leika í sama riðli á EM. Yrðu þau í sama riðli myndu Slóvenarnir ekki koma hingað til lands. „Ég talaði við félaga minn hjá slóvenska sambandinu einmitt um þessi mál í gær og við erum sammála í þessum efnum,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ í samtali við íþróttadeild. „Það er eiginlega ljóst að í okkar riðli verða Pólland, Slóvenía og hver hin þrjú liðin verða vitum við ekki fyrr en dregið verður í riðla. Slóvenarnir eru þá þar að þeir munu ekki koma hingað til lands í sumar þar sem að þeir eru með okkur í riðli. Vonandi koma þeir þá bara á næsta ári.“ Hermir þetta upp á Dončić feðga seinna Búið er að gefa út styrkleikaflokkana sex sem dregið verður úr í Riga í Lettlandi þann 27. mars, þegar dregið verður í riðla EM. Þar má sjá að í styrkleikaflokki tvö verða landslið Lettlands, Litháen, Grikklands og Slóveníu. Lettar eru gestgjafaþjóð, Litháen og Grikklands samstarfsþjóð líkt og Ísland og því er það ljóst að úr þessum styrkleikaflokki fara Slóvenar í D-riðil okkar í Póllandi og Íslandsförin því úr sögunni. Styrkleikaflokkarnir fyrir EM Mynd: FIBA EUROPE „Þetta er samkomulag sem ég gerði við þá hjá slóvenska sambandinu sem og pabba Luka Dončić, Saša Dončić. Við erum miklir félagar og tókum þetta samtal í rauninni í febrúar fyrir ári síðan og fyrst að Craig Pedersen (landsliðsþjálfari) fór að opinbera þetta samtal í einhverju viðtali þá get ég sagt að við tókumst í hendur fyrir ári síðan og ákváðum að þeir myndu koma hingað í sumar. En fyrst við verðum saman í riðli verð ég bara að herma þetta upp á Sasha, föður Luka, síðar. Við fáum hann bara heim seinna.“ Enn meira tilefni fyrir íslenska stuðningsmenn að gera sér ferð til Katowice á EM og sjá okkar öfluga lið mæta sterku liði Slóvena með einn besta körfuboltamann heims innanborðs. Dončić var á dögunum skipt yfir til Los Angeles Lakers frá Dallas Mavericks. Skiptum sem hefur verið lýst sem einum af þeim „stærstu og óvæntustu“ í sögunni. „Luka er toppnáungi, ég þekki hann ágætlega,“ segir Hannes Það er gaman að fá að vera í riðli þar sem að hann er að keppa en enn þá skemmtilegra að ná honum hingað heim einhvern tímann á allra næstu árum á meðan að hann er á hátindi ferilsins. Við skulum bara sjá til þess að það verði raunin einhvern tímann á næstunni.“
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira