Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2025 15:03 Hermann Nökkvi (th) lét ekki Þorleif komast upp með neitt múður og heilsaði honum að sjómannasið. Þeir gerð svo upp málin í Herragarðinum daginn eftir og eru, að sögn Þorleifs, mestu mátar eftir atvikið. vísir Í kekki kastaðist milli tveggja landsfundargesta Sjálfstæðisflokksins á Petersen-svítunni á föstudagskvöldinu. Þá gerði Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu sér lítið fyrir og rétti Þorleifi Hallbirni Ingólfssyni einn á lúðurinn. Greinilegt er að talsvert meiri hiti var meðal landsfundargesta en komið hefur fram. Ekki fór formannskjörið eins drengilega fram og látið hefur verið í veðri vaka. Heilsað að sjómannasið Hermann Nökkvi var stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem hafði sigur í formannsslag og voru þeir Þorleifur, sem er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ, að ræða þær Guðrúnu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur mótframbjóðanda hennar. Þorleifur studdi Áslaugu. Þær samræður voru allt annað en vinsamlegar. Þorleifur talaði þar fjálglega um að Hermann hafi verið undirróðursmaður fyrir Guðrúnu og skipti þá engum togum, Hermann Nökkvi heilsaði Þorleifi að sjómannasið. Keypti skyrtu á Þorleif næsta dag Þorleifur telur þetta ekki fréttaefni, þeir hafi verið mátar fyrir og eftir. En mönnum hafi orðið heitt í hamsi á þessu augnabliki. Þeir gerðu þessar væringar upp á laugardaginn en þá fóru þeir tveir í Herragarðinn og keypti Hermann Nökkvi nýja skyrtu á Þorleif. „Ég vildi ekki þurfa að mæta í rúllukragapeysu á Landsfundinn. Þetta er gæðavandamál hjá okkur og ekkert stórmál. Við Vestfirðingar getum nú tekið á móti einhverjum höggum. En það eru allir léttir og við fengum okkur bjór saman og skáluðum,“ sagði Þorleifur. Ekki náðist í Hermann Nökkva vegna málsins. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Greinilegt er að talsvert meiri hiti var meðal landsfundargesta en komið hefur fram. Ekki fór formannskjörið eins drengilega fram og látið hefur verið í veðri vaka. Heilsað að sjómannasið Hermann Nökkvi var stuðningsmaður Guðrúnar Hafsteinsdóttur, sem hafði sigur í formannsslag og voru þeir Þorleifur, sem er varaformaður Félags Ungra Sjálfstæðismanna í Ísafjarðarbæ, að ræða þær Guðrúnu og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur mótframbjóðanda hennar. Þorleifur studdi Áslaugu. Þær samræður voru allt annað en vinsamlegar. Þorleifur talaði þar fjálglega um að Hermann hafi verið undirróðursmaður fyrir Guðrúnu og skipti þá engum togum, Hermann Nökkvi heilsaði Þorleifi að sjómannasið. Keypti skyrtu á Þorleif næsta dag Þorleifur telur þetta ekki fréttaefni, þeir hafi verið mátar fyrir og eftir. En mönnum hafi orðið heitt í hamsi á þessu augnabliki. Þeir gerðu þessar væringar upp á laugardaginn en þá fóru þeir tveir í Herragarðinn og keypti Hermann Nökkvi nýja skyrtu á Þorleif. „Ég vildi ekki þurfa að mæta í rúllukragapeysu á Landsfundinn. Þetta er gæðavandamál hjá okkur og ekkert stórmál. Við Vestfirðingar getum nú tekið á móti einhverjum höggum. En það eru allir léttir og við fengum okkur bjór saman og skáluðum,“ sagði Þorleifur. Ekki náðist í Hermann Nökkva vegna málsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira