Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. mars 2025 11:45 Tobba Marínós verður verkefnastjóri áhersluverkefna í ráðuneyti Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Áður sá hún um upplýsingamálin hjá Lilju Alfreðsdóttur. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að stöðugildum hjá Stjórnarráðinu fækki um 7,8 og 362 milljónir sparist þegar breytt skipan ráðuneyta tekur gildi síðar í mánuðinum. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins sem lagt verður niður færist til í starfi og verður verkefnastjóri áhersluverkefna. Húsnæði undir ráðuneytið verður á leigu til 2027. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari frá forsætisráðuneytinu við fyrirspurn Vísis um breytta skipan ráðuneyta. Upphaflega stóð til að breytingarnar, sem hafa í för með sér að menningar- og viðskiptaráðuneytið verði lagt niður, tækju gildi 1. mars. Vegna kærumála sem tengdust alþingiskosningunum í nóvember kom þing hins vegar saman síðar en áætlað var, og því hefur þingsályktunartillaga um breytingarnar ekki enn verið afgreidd í þinginu. Nú er miðað við að breytingarnar taki gildi 15. mars, samkvæmt svari frá Sighvati Arnmundssyni, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. Sjö starfsmenn færast í önnur störf Nú þegar hafa ráðherrar tekið við þeim málaflokkum sem heyra munu undir þá samkvæmt nýrri skipan, en þegar breytingarnar taka formlega gildi verður ekkert til lengur sem heitir menningar- og viðskiptaráðuneytið, sem Lilja Alfreðsdóttir stýrði í síðustu ríkisstjórn. Breytingarnar eru sem hér segir: „Viðskipti, neytendamál og ferðamál færast til verðandi atvinnuvegaráðuneytis (nú matvælaráðuneyti). Fjölmiðlar, safnamál, listir, menning, íslenska, höfundaréttur og ábyrgðarreglur og efnisréttindi á netinu flytjast til verðandi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis (nú háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti).“ Breytingarnar hafa einnig í för með sér fækkun stöðugilda, eins og það er orðað. „Alls fækkar stöðugildum um 7,8 við niðurlagningu menningar- og viðskiptaráðuneytis, auk ráðherra og tveggja aðstoðarmanna. Þá fækkar um eitt stöðugildi hjá Umbru vegna ráðherrabílstjóra. Alls er því um að ræða 11,8 stöðugildi,“ segir í svari ráðuneytisins. Sjö starfsmenn, í 6,8 stöðugildum, sem sinntu þeim störfum sem lögð verða niður fá hins vegar flutning í laus störf annars staðar í Stjórnarráðinu. Þar er um að ræða störf sem annars hefðu verið auglýst laus til umsóknar. Þá flytjast 16 stöðugildi úr viðskipta- og menningarráðuneytinu sáluga til atvinnuvegaráðuneytis Hönnu Katrínar Friðriksson, en 11,2 stöðugildi flytjast til menningar-, nýsköpunar og háskólaráðuneytis Loga Einarssonar. Tobba verður verkefnastjóri áhersluverkefna hjá Loga Þorbjörg Marínósdóttir, oftast þekkt sem Tobba Marínós, er á meðal þeirra sem starfað hafa í menningar- og viðskiptaráðuneytinu sem brátt heyrir sögunni til. Þar innanhúss var hún upplýsingafulltrúi, en fréttastofa hafði fengið veður af því að hún væri meðal þeirra sem færast til í starfi, og spurði því sérstaklega út í þann þátt málsins. „Þorbjörg mun taka við stöðu verkefnastjóra áhersluverkefna í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti.“ Stjórnarráðið gerir ráð fyrir sparnaði upp á meira en 360 milljónir á ári vegna breytinganna.Vísir/Vilhelm Samkvæmt svari ráðuneytisins felst í þeim starfstitli að „leiða sérstök verkefni sem skera sig frá hefðbundnum verkefnum, m.a. vegna umfangs eða áskorana á sviði samskipta og samninga, gagnaöflunar og úrvinnslu.“ „Þá flokkast verkefni sem fela í sér tækifæri og hafa ríkan ávinning í för með sér fyrir málaflokka ráðuneytisins einnig sem áhersluverkefni.“ Leigja húsnæðið til 2027 Menningar- og viðskiptaráðuneytið var til húsa í Hafnarstræti 5, í húsnæði sem ríkið leigði tímabundið undir starfsemi þess. Leigusamningurinn rennur út 1. júní 2027, en húsnæðið er 786 fermetrar og leiguverðið um 3,2 milljónir á mánuði miðað við uppreiknaða leigu í febrúar 2025. „Aðstaðan verður nýtt undir aðra starfsemi og vinna stendur yfir við að útfæra það,“ segir í svarinu. Loks var leitað svara við því hvað ofangreindar breytingar kæmu til með að hafa mikinn sparnað í för með sér, á ári hverju. „Áætluð hagræðing á ársgrundvelli er rúmlega 362 milljónir [króna],“ segir í svarinu. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Vistaskipti Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari frá forsætisráðuneytinu við fyrirspurn Vísis um breytta skipan ráðuneyta. Upphaflega stóð til að breytingarnar, sem hafa í för með sér að menningar- og viðskiptaráðuneytið verði lagt niður, tækju gildi 1. mars. Vegna kærumála sem tengdust alþingiskosningunum í nóvember kom þing hins vegar saman síðar en áætlað var, og því hefur þingsályktunartillaga um breytingarnar ekki enn verið afgreidd í þinginu. Nú er miðað við að breytingarnar taki gildi 15. mars, samkvæmt svari frá Sighvati Arnmundssyni, upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins. Sjö starfsmenn færast í önnur störf Nú þegar hafa ráðherrar tekið við þeim málaflokkum sem heyra munu undir þá samkvæmt nýrri skipan, en þegar breytingarnar taka formlega gildi verður ekkert til lengur sem heitir menningar- og viðskiptaráðuneytið, sem Lilja Alfreðsdóttir stýrði í síðustu ríkisstjórn. Breytingarnar eru sem hér segir: „Viðskipti, neytendamál og ferðamál færast til verðandi atvinnuvegaráðuneytis (nú matvælaráðuneyti). Fjölmiðlar, safnamál, listir, menning, íslenska, höfundaréttur og ábyrgðarreglur og efnisréttindi á netinu flytjast til verðandi menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytis (nú háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti).“ Breytingarnar hafa einnig í för með sér fækkun stöðugilda, eins og það er orðað. „Alls fækkar stöðugildum um 7,8 við niðurlagningu menningar- og viðskiptaráðuneytis, auk ráðherra og tveggja aðstoðarmanna. Þá fækkar um eitt stöðugildi hjá Umbru vegna ráðherrabílstjóra. Alls er því um að ræða 11,8 stöðugildi,“ segir í svari ráðuneytisins. Sjö starfsmenn, í 6,8 stöðugildum, sem sinntu þeim störfum sem lögð verða niður fá hins vegar flutning í laus störf annars staðar í Stjórnarráðinu. Þar er um að ræða störf sem annars hefðu verið auglýst laus til umsóknar. Þá flytjast 16 stöðugildi úr viðskipta- og menningarráðuneytinu sáluga til atvinnuvegaráðuneytis Hönnu Katrínar Friðriksson, en 11,2 stöðugildi flytjast til menningar-, nýsköpunar og háskólaráðuneytis Loga Einarssonar. Tobba verður verkefnastjóri áhersluverkefna hjá Loga Þorbjörg Marínósdóttir, oftast þekkt sem Tobba Marínós, er á meðal þeirra sem starfað hafa í menningar- og viðskiptaráðuneytinu sem brátt heyrir sögunni til. Þar innanhúss var hún upplýsingafulltrúi, en fréttastofa hafði fengið veður af því að hún væri meðal þeirra sem færast til í starfi, og spurði því sérstaklega út í þann þátt málsins. „Þorbjörg mun taka við stöðu verkefnastjóra áhersluverkefna í menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneyti.“ Stjórnarráðið gerir ráð fyrir sparnaði upp á meira en 360 milljónir á ári vegna breytinganna.Vísir/Vilhelm Samkvæmt svari ráðuneytisins felst í þeim starfstitli að „leiða sérstök verkefni sem skera sig frá hefðbundnum verkefnum, m.a. vegna umfangs eða áskorana á sviði samskipta og samninga, gagnaöflunar og úrvinnslu.“ „Þá flokkast verkefni sem fela í sér tækifæri og hafa ríkan ávinning í för með sér fyrir málaflokka ráðuneytisins einnig sem áhersluverkefni.“ Leigja húsnæðið til 2027 Menningar- og viðskiptaráðuneytið var til húsa í Hafnarstræti 5, í húsnæði sem ríkið leigði tímabundið undir starfsemi þess. Leigusamningurinn rennur út 1. júní 2027, en húsnæðið er 786 fermetrar og leiguverðið um 3,2 milljónir á mánuði miðað við uppreiknaða leigu í febrúar 2025. „Aðstaðan verður nýtt undir aðra starfsemi og vinna stendur yfir við að útfæra það,“ segir í svarinu. Loks var leitað svara við því hvað ofangreindar breytingar kæmu til með að hafa mikinn sparnað í för með sér, á ári hverju. „Áætluð hagræðing á ársgrundvelli er rúmlega 362 milljónir [króna],“ segir í svarinu.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Vistaskipti Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira