Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar 4. mars 2025 10:00 Það ætlar að sannast hið forkveðna, að það breytist lítið sem ekkert með nýjum herrum. Ný ríkisstjórn lagði fram um helgina „nýtt“ frumvarp um kílómetragjald og þar er líkt og fyrir áramót gert ráð fyrir 4 kr gjaldi á kílómeter fyrir öll bifhjól. Er það ekki bara sanngjarnt, gæti einhver spurt? Við skulum skoða það aðeins betur og sjá hvað tölurnar segja okkur. Allir bílar undir 3,5 tonnum greiða sama gjald eða 6,7 kr á km sem er aðeins hærra en bifhjól greiða. Ósanngirnin liggur í þeirri staðreynd að munurinn á 3,5 tonna bíl og meðalþungu bifhjóli er meira en tífaldur! Ef við skoðum síðan létt bifhjól sem eiga að greiða sama gjald og önnur bifhjól er munurinn enn meiri en slík hjól ná varla 100 kg sem er þrisvar sinnum minna en stór bifhjól. Það segir sig sjálft að það er mikil ósanngirni í því að láta muna bara 2,7 kr á tækjum sem eru allt að 35 sinnum þyngri en létt bifhjól. Fjórfalt ódýrara fyrir erlend bifhjól! Það sem gerir þetta svo enn skrýtnara er þegar kemur að útreikningum stjórnvalda varðandi ökutæki á erlendum númerum. Þar er miðað við fast akstursgjald að lágmarki til 10 daga og er gjaldið 13.400 kr þegar kemur að bílum undir 3,5 tonnum. Bifhjól á erlendum númerum eiga hins vegar að greiða 3.350 kr fyrir fyrstu tíu dagana sem er fjórum sinnum lægra en fyrir fólksbíla. Ef þetta er viðmið stjórnvalda fyrir erlend ökutæki segir það sig sjálft að íslenskt bifhjólafólk geri þá sjálfsögðu kröfu að greiða fjórum sinnum lægra gjald en bifreiðar enda er það nokkuð nærri lagi þegar horft er til munar á þyngd ökutækja. Það hlýtur því að vera krafa bifhjólafólks að kílómetragjald bifhjóla lækki niður í 1,7 kr fyrir þung bifhjól til að fullrar sanngirni sé gætt! Að sama skapi væri eðlilegt að létt bifhjól greiði 0,6 kr á kílómetra. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára og hefur oft séð ósanngjarna lagaetningar er kemur að bifhjólum. Sjaldan þó meira en einmitt nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bifhjól Kílómetragjald Samgöngur Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Það ætlar að sannast hið forkveðna, að það breytist lítið sem ekkert með nýjum herrum. Ný ríkisstjórn lagði fram um helgina „nýtt“ frumvarp um kílómetragjald og þar er líkt og fyrir áramót gert ráð fyrir 4 kr gjaldi á kílómeter fyrir öll bifhjól. Er það ekki bara sanngjarnt, gæti einhver spurt? Við skulum skoða það aðeins betur og sjá hvað tölurnar segja okkur. Allir bílar undir 3,5 tonnum greiða sama gjald eða 6,7 kr á km sem er aðeins hærra en bifhjól greiða. Ósanngirnin liggur í þeirri staðreynd að munurinn á 3,5 tonna bíl og meðalþungu bifhjóli er meira en tífaldur! Ef við skoðum síðan létt bifhjól sem eiga að greiða sama gjald og önnur bifhjól er munurinn enn meiri en slík hjól ná varla 100 kg sem er þrisvar sinnum minna en stór bifhjól. Það segir sig sjálft að það er mikil ósanngirni í því að láta muna bara 2,7 kr á tækjum sem eru allt að 35 sinnum þyngri en létt bifhjól. Fjórfalt ódýrara fyrir erlend bifhjól! Það sem gerir þetta svo enn skrýtnara er þegar kemur að útreikningum stjórnvalda varðandi ökutæki á erlendum númerum. Þar er miðað við fast akstursgjald að lágmarki til 10 daga og er gjaldið 13.400 kr þegar kemur að bílum undir 3,5 tonnum. Bifhjól á erlendum númerum eiga hins vegar að greiða 3.350 kr fyrir fyrstu tíu dagana sem er fjórum sinnum lægra en fyrir fólksbíla. Ef þetta er viðmið stjórnvalda fyrir erlend ökutæki segir það sig sjálft að íslenskt bifhjólafólk geri þá sjálfsögðu kröfu að greiða fjórum sinnum lægra gjald en bifreiðar enda er það nokkuð nærri lagi þegar horft er til munar á þyngd ökutækja. Það hlýtur því að vera krafa bifhjólafólks að kílómetragjald bifhjóla lækki niður í 1,7 kr fyrir þung bifhjól til að fullrar sanngirni sé gætt! Að sama skapi væri eðlilegt að létt bifhjól greiði 0,6 kr á kílómetra. Höfundur er bifhjólakennari, og mótorhjólamaður til 40 ára og hefur oft séð ósanngjarna lagaetningar er kemur að bifhjólum. Sjaldan þó meira en einmitt nú.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun