Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar 3. mars 2025 13:32 Góðu fréttir helgarinnar eru líklega þær að Diljá Mist Einarsdóttir var ekki kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hingað til hef ég ekki gefið Diljá mikinn gaum, né hennar verkum í pólitík, þar sem ég á almennt litla samleið með flokknum hennar. En Diljá fangaði athygli mína í fyrsta skipti núna vegna fyrirsagnar þar sem vitnað er í framboðsræðu hennar þar sem hún sagði „woke-ið er búið“. Líklega var það markmið hennar að ná athygli fólks með þessum orðum. Ég hlustaði því á alla ræðuna (ræða hefst 4:14:30) og ég get ekki orða bundist. Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka. Heimur kjaftæðisins Talið er að uppruni orðsins „woke“ eigi sér rætur að rekja til réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í upphafi síðustu aldar. Í dag er merkingin sú að woke-manneskja sé upplýst og meðvituð um félagslegt óréttlæti og kynþáttamisrétti. Að vera „woke“ þýðir því einfaldlega að láta sér annt um velferð annarra, með öðrum orðum að hafa samkennd með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Í samhengi allrar ræðunnar er áhugavert að Diljá hafni þessari hugmynd á sama tíma og hún talar um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn var í samstarfi með „römmum afturhaldsöflum“ í ríkisstjórn síðustu tvö tímabil. Þetta „afturhald“, sem Diljá Mist uppnefnir sem svo, var þó ekki meira en það að ríkisstjórnin kom í gegn gríðarlega mikilvægum mannréttindamálum, eins og lögum um kynrænt sjálfræði sem skiptu miklu máli fyrir lítinn en mjög jaðarsettan hóp af hinsegin fólki. Þessi lög gerðu það að verkum að Ísland komst í fararbrodd hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks á heimsvísu. Í ræðu sinni talaði Diljá einnig um hvernig hún heyrði á fundum um allt land með fólki úr Sjálfstæðisflokknum hvort „væri ekki komið nóg af öllum þessum konum, hvar myndi þetta enda?“ og að hún hafi þá svarað að „í flokknum er fólk metið út frá verðleikum, ekki út frá kyni eða einhverju öðru.“ Hún hlaut lófaklapp fyrir vikið. Undir lok ræðunnar segir Diljá: „Ég ætla að fá að tala hreina íslensku. Heimur kjaftæðisins, hann er að baki. Heimurinn þar sem að verðleikar skipta engu máli, hann er farinn. Heimurinn þar sem allt er lygi, hann er horfinn. Með öðrum orðum; woke-ið er búið“. Enn buldi lófaklapp í salnum. Heimur lyga Staðhæfingar Diljár halda engu vatni. Lof mér að tala hreina íslensku; Ef ekki væri fyrir woke-fólk byggju konur við mun meira félagslegt og lagalegt óréttlæti. Ef woke-ið væri búið fengju konur færri tækifæri því fólk væri metið út frá kyni eða einhverju öðru. Ef woke-ið væri búið fengi jaðarsett fólk enn færri tækifæri, óháð verðleikum sínum. Það er woke-fólki að þakka að enn er barist fyrir jöfnum rétti allra hópa í íslensku samfélagi. Ef ekki væri fyrir woke-fólk væri ekki möguleiki fyrir Diljá, sem konu, að bjóða þig fram í varaformann stjórnmálaflokks. Það er woke-fólki úr kvenréttindabaráttu Íslands og heimsins alls að þakka að hún fái að vera stjórnmálakona og hafi jöfn lagaleg réttindi á við karlmenn. Diljá segir að heimur lyga sé horfinn, en í ræðu sinni sýnir hún og sannar að hún sjálf vilji halda lygunum á lofti. Hún hyglir í raun heimi kjaftæðisins, sem hún segir að sé að baki, með því að og gera woke-fólk tortryggilegt. Þetta er orðræða sem kemur beint frá römmum afturhaldsöflum í Bandaríkjunum, en þar keppast Trump-istar og repúblikanar við að lýsa því yfir að woke-ið sé dautt til að gera Ameríku mikilfenglega á ný. Þar er orðið „woke“ notað sem skammaryrði. Þar er svona staðhæfingum fleygt fram til að skapa sundrung og tortryggni, til að skapa ótta gagnvart minnihlutahópum og þeim sem láta sig félagslegt réttlæti varða. Á sama tíma sjáum við réttindi minnihlutahópa dregin til baka, t.d. eru sjálfsögð mannréttindi trans fólks þegar orðin minni en þau voru áður en Trump tók við. Þar virðist woke-ið búið, a.m.k. í stjórnsýslunni. Heimur vonar Ég vona innilega að Diljá og Sjálfstæðisflokkurinn samsami sér ekki með þeirri vegferð sem Bandaríkin eru á. Ég skora á Diljá, sem og aðra, stjórnmálamenn og landsmenn alla, að láta sig félagslegt og lagalegt óréttlæti varða. Ég vona sérstaklega að Diljá, og hennar stóri og valdamikli flokkur, haldi áfram að vera, ef eitthvað er, meira „woke“, með því að hlúa að minnihlutahópum og, standa vörð um mannréttindi, íslenskri þjóð til heilla. Þannig getum við öll upplifað meira frelsi sem mér skilst að sé grunnstef flokksins. Síðast en ekki síst vona ég innilega að við hættum að apa eftir orðræðu römmu afturhaldsaflanna í Bandaríkjunum. Það vekur hjá mér mikinn ugg að verða vitni að svo óábyrgri og sundrandi opinberri orðræðu til þess eins að reyna að ná kjöri. Það gefur mér vonarglætu að Sjálfstæðisflokkurinn kaus hana ekki sem varaformann og hafnaði þar með glundroðanum sem hún virðist standa fyrir. Höfundur er leikari, höfundur, leiklistarkennari og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Góðu fréttir helgarinnar eru líklega þær að Diljá Mist Einarsdóttir var ekki kosin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hingað til hef ég ekki gefið Diljá mikinn gaum, né hennar verkum í pólitík, þar sem ég á almennt litla samleið með flokknum hennar. En Diljá fangaði athygli mína í fyrsta skipti núna vegna fyrirsagnar þar sem vitnað er í framboðsræðu hennar þar sem hún sagði „woke-ið er búið“. Líklega var það markmið hennar að ná athygli fólks með þessum orðum. Ég hlustaði því á alla ræðuna (ræða hefst 4:14:30) og ég get ekki orða bundist. Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka. Heimur kjaftæðisins Talið er að uppruni orðsins „woke“ eigi sér rætur að rekja til réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í upphafi síðustu aldar. Í dag er merkingin sú að woke-manneskja sé upplýst og meðvituð um félagslegt óréttlæti og kynþáttamisrétti. Að vera „woke“ þýðir því einfaldlega að láta sér annt um velferð annarra, með öðrum orðum að hafa samkennd með þeim sem minna mega sín í samfélaginu. Í samhengi allrar ræðunnar er áhugavert að Diljá hafni þessari hugmynd á sama tíma og hún talar um hvernig Sjálfstæðisflokkurinn var í samstarfi með „römmum afturhaldsöflum“ í ríkisstjórn síðustu tvö tímabil. Þetta „afturhald“, sem Diljá Mist uppnefnir sem svo, var þó ekki meira en það að ríkisstjórnin kom í gegn gríðarlega mikilvægum mannréttindamálum, eins og lögum um kynrænt sjálfræði sem skiptu miklu máli fyrir lítinn en mjög jaðarsettan hóp af hinsegin fólki. Þessi lög gerðu það að verkum að Ísland komst í fararbrodd hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks á heimsvísu. Í ræðu sinni talaði Diljá einnig um hvernig hún heyrði á fundum um allt land með fólki úr Sjálfstæðisflokknum hvort „væri ekki komið nóg af öllum þessum konum, hvar myndi þetta enda?“ og að hún hafi þá svarað að „í flokknum er fólk metið út frá verðleikum, ekki út frá kyni eða einhverju öðru.“ Hún hlaut lófaklapp fyrir vikið. Undir lok ræðunnar segir Diljá: „Ég ætla að fá að tala hreina íslensku. Heimur kjaftæðisins, hann er að baki. Heimurinn þar sem að verðleikar skipta engu máli, hann er farinn. Heimurinn þar sem allt er lygi, hann er horfinn. Með öðrum orðum; woke-ið er búið“. Enn buldi lófaklapp í salnum. Heimur lyga Staðhæfingar Diljár halda engu vatni. Lof mér að tala hreina íslensku; Ef ekki væri fyrir woke-fólk byggju konur við mun meira félagslegt og lagalegt óréttlæti. Ef woke-ið væri búið fengju konur færri tækifæri því fólk væri metið út frá kyni eða einhverju öðru. Ef woke-ið væri búið fengi jaðarsett fólk enn færri tækifæri, óháð verðleikum sínum. Það er woke-fólki að þakka að enn er barist fyrir jöfnum rétti allra hópa í íslensku samfélagi. Ef ekki væri fyrir woke-fólk væri ekki möguleiki fyrir Diljá, sem konu, að bjóða þig fram í varaformann stjórnmálaflokks. Það er woke-fólki úr kvenréttindabaráttu Íslands og heimsins alls að þakka að hún fái að vera stjórnmálakona og hafi jöfn lagaleg réttindi á við karlmenn. Diljá segir að heimur lyga sé horfinn, en í ræðu sinni sýnir hún og sannar að hún sjálf vilji halda lygunum á lofti. Hún hyglir í raun heimi kjaftæðisins, sem hún segir að sé að baki, með því að og gera woke-fólk tortryggilegt. Þetta er orðræða sem kemur beint frá römmum afturhaldsöflum í Bandaríkjunum, en þar keppast Trump-istar og repúblikanar við að lýsa því yfir að woke-ið sé dautt til að gera Ameríku mikilfenglega á ný. Þar er orðið „woke“ notað sem skammaryrði. Þar er svona staðhæfingum fleygt fram til að skapa sundrung og tortryggni, til að skapa ótta gagnvart minnihlutahópum og þeim sem láta sig félagslegt réttlæti varða. Á sama tíma sjáum við réttindi minnihlutahópa dregin til baka, t.d. eru sjálfsögð mannréttindi trans fólks þegar orðin minni en þau voru áður en Trump tók við. Þar virðist woke-ið búið, a.m.k. í stjórnsýslunni. Heimur vonar Ég vona innilega að Diljá og Sjálfstæðisflokkurinn samsami sér ekki með þeirri vegferð sem Bandaríkin eru á. Ég skora á Diljá, sem og aðra, stjórnmálamenn og landsmenn alla, að láta sig félagslegt og lagalegt óréttlæti varða. Ég vona sérstaklega að Diljá, og hennar stóri og valdamikli flokkur, haldi áfram að vera, ef eitthvað er, meira „woke“, með því að hlúa að minnihlutahópum og, standa vörð um mannréttindi, íslenskri þjóð til heilla. Þannig getum við öll upplifað meira frelsi sem mér skilst að sé grunnstef flokksins. Síðast en ekki síst vona ég innilega að við hættum að apa eftir orðræðu römmu afturhaldsaflanna í Bandaríkjunum. Það vekur hjá mér mikinn ugg að verða vitni að svo óábyrgri og sundrandi opinberri orðræðu til þess eins að reyna að ná kjöri. Það gefur mér vonarglætu að Sjálfstæðisflokkurinn kaus hana ekki sem varaformann og hafnaði þar með glundroðanum sem hún virðist standa fyrir. Höfundur er leikari, höfundur, leiklistarkennari og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun