Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Hólmfríður Gísladóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 3. mars 2025 10:27 Ristil- og endaþarmskrabbamein telja um tíu prósent af öllum krabbameinum sem greinast á Íslandi. Einn af hverjum 20 greinist með meinið. Stöð 2 Skimanir fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi eru loks að hefjast, eftir að hafa verið til umræðu í meira en aldarfjórðung. Um 200 manns verður boðin þátttaka í nokkurs konar prufukeyrslu en almennar skimanir hefjast um leið og henni er lokið. „Það eru um 190 manns sem greinast á hverju ári og það eru á hverju ári um það bil 60 til 65 manns sem látast úr þessum sjúkdómi,“ sagði Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Um væri að ræða þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi. „Þannig að það er mikill ávinningur af því að geta skimað,“ segir hann. „Með því að skima þá er reiknað með því að við getum forðað einum af hverjum sex sem annars látast af sjúkdómnum frá því að deyja úr honum.“ Meðalaldur við greiningu er 69 ár og til að byrja með verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Þeir sem fá boð um að vera í prufuhópnum eru 69 ára og þegar almenn skimun hefst verður byrjað á þeim sem eru 68 og 69 ára. Tiltölulega einfalt mál Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning fyrir skimunina; ný tölvukerfi smíðuð, búnaður keyptur til sýnatöku og samningar gerðir um rannsóknir á sýnum, svo eitthvað sé nefnt. Verkið hefur verið unnið í náinni samvinnu Samhæfingarstöðvarinnar, Landspítala, Sjúkratrygginga Íslands, embættis landlæknis og heilbrigðiráðuneytisins. Með snemmgreiningu má finna ristil- og endaþarmskrabbamein á frumstigi og auka verulega líkurnar á lækningu.Stöð 2 Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, heimsótti Ágúst fyrir helgi og kynnti sér það hvernig skimunin fer fram. Sjón er sögu ríkari en í stuttu máli má útskýra ferlið þannig að fólk fær sýnatökubúnað heim, kúkar á pappír ofan á klósettinu, strýkur sýnapinna eftir saurnum og smellir honum svo ofan í glas sem er sent inn til rannsóknar. Pappírnum og kúknum er svo einfaldlega sturtað niður. Jafnvel þótt mörgum kunni að þykja það kjánaleg tilhugsun að kúka á blað segir Ágúst í raun um sögulegan áfanga að ræða. Skimað hafi verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár, brjóstakrabbameini í 40 ár og það sé tímabært að bæta ristil- og endaþarmsskimun við. „Það sem að við viljum leggja áherslu á er að þetta er mikilvæg heilsuvernd og fyrir þá hvern og einn þátttakanda sjálfan,“ segir Ágúst. „Þannig að ef að maður getur horft framhjá því að maður sé að taka sýni úr eigin saur, þá held ég að þetta skipti verulega miklu máli.“ Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
„Það eru um 190 manns sem greinast á hverju ári og það eru á hverju ári um það bil 60 til 65 manns sem látast úr þessum sjúkdómi,“ sagði Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Um væri að ræða þriðja algengasta krabbameinið á Íslandi. „Þannig að það er mikill ávinningur af því að geta skimað,“ segir hann. „Með því að skima þá er reiknað með því að við getum forðað einum af hverjum sex sem annars látast af sjúkdómnum frá því að deyja úr honum.“ Meðalaldur við greiningu er 69 ár og til að byrja með verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Þeir sem fá boð um að vera í prufuhópnum eru 69 ára og þegar almenn skimun hefst verður byrjað á þeim sem eru 68 og 69 ára. Tiltölulega einfalt mál Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning fyrir skimunina; ný tölvukerfi smíðuð, búnaður keyptur til sýnatöku og samningar gerðir um rannsóknir á sýnum, svo eitthvað sé nefnt. Verkið hefur verið unnið í náinni samvinnu Samhæfingarstöðvarinnar, Landspítala, Sjúkratrygginga Íslands, embættis landlæknis og heilbrigðiráðuneytisins. Með snemmgreiningu má finna ristil- og endaþarmskrabbamein á frumstigi og auka verulega líkurnar á lækningu.Stöð 2 Bjarki Sigurðsson, fréttamaður Stöðvar 2, heimsótti Ágúst fyrir helgi og kynnti sér það hvernig skimunin fer fram. Sjón er sögu ríkari en í stuttu máli má útskýra ferlið þannig að fólk fær sýnatökubúnað heim, kúkar á pappír ofan á klósettinu, strýkur sýnapinna eftir saurnum og smellir honum svo ofan í glas sem er sent inn til rannsóknar. Pappírnum og kúknum er svo einfaldlega sturtað niður. Jafnvel þótt mörgum kunni að þykja það kjánaleg tilhugsun að kúka á blað segir Ágúst í raun um sögulegan áfanga að ræða. Skimað hafi verið fyrir leghálskrabbameini í 60 ár, brjóstakrabbameini í 40 ár og það sé tímabært að bæta ristil- og endaþarmsskimun við. „Það sem að við viljum leggja áherslu á er að þetta er mikilvæg heilsuvernd og fyrir þá hvern og einn þátttakanda sjálfan,“ segir Ágúst. „Þannig að ef að maður getur horft framhjá því að maður sé að taka sýni úr eigin saur, þá held ég að þetta skipti verulega miklu máli.“
Heilbrigðismál Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira