„Sigur er alltaf sigur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 2. mars 2025 14:07 Guðrún Hafsteinsdóttir er nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir er nýkjörin formaður Sjálfstæðisflokksins en munaði aðeins örfáum atkvæðum á henni og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Hún segir að með nýjum fólki komi alltaf breytingar. „Mér líður mjög vel en ég skal viðurkenna að ég er svolítið skjálfandi inni í mér akkúrat núna. Ég hafði grun um að þetta yrði jafnt en þetta var hnífjafnt,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Það munaði einungis nítján atkvæðum á Guðrúnu og Áslaugu Örnu. „Sigur er alltaf sigur,“ segir Guðrún. Það sé löngu tímabært að kona sé kjörin formaður flokksins. Fyrsta verkefni hennar verði að borða kvöldmat með fjölskyldunni, í fyrsta skipti í mánuð að hennar sögn. Guðrún segist ánægð með kröftulega kosningabaráttu sem hafi verið Sjálfstæðisflokknum til mikils sóma. „Það koma alltaf breytingar með nýju fólki og ég ætla leyfa mér að fá að draga núna djúpt andan en vitaskuld verða breytingar,“ segir Guðrún. Hún vildi þó ekki ræða hvort hún myndi skipta um þingflokksformann sem er núna Hildi Sverrisdóttir. Hildur lýsti yfir stuðningi sínum við Áslaugu Örnu sem formann. Hún hafi enga skoðun á hver verði kjörinn varaformaður flokksins og getur að eigin sögn unnið með öllum. Jens Garðar Helgason og Diljá Mist Einarsdóttir eru þar í framboði. Hafa misst of marga í aðra flokka „Ég talaði samt sem áður um það í ræðu minni í gær að ég vil skoða það og stuðla að því að forysta verði valin með opnari hætti en gert er akkúrat núna og við skulum sjá hvernig það fer,“ segir Guðrún. „Við verðum að ná til breiðari hóps, við höfum misst marga frá okkur, við höfum til dæmis misst minni atvinnurekendur og við höfum misst frá okkur fólk í aðra flokka. Ég vil ná aftur utan um þessa breidd að við séum þessi breiðfylkingin borgaralegra afla á Íslandi sem við höfum og eigum að vera,“ segir hún. „Ég hef sagt það að mér finnst Viðreisn vera komin nokkuð langt út á vinstri vænginn og Miðflokkurinn nokkuð langt út á hægri vænginn. Ég ætla ekki að draga Sjálfstæðisflokkinn út á ystu nöf í sitthvora áttina, ég ætla að breiðfylking.“ Hún vilji einnig ná betra talsambandi við flokksfélögin og félagið í kringum allt landið. „Ætli ég fari ekki annan hring um landið?“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
„Mér líður mjög vel en ég skal viðurkenna að ég er svolítið skjálfandi inni í mér akkúrat núna. Ég hafði grun um að þetta yrði jafnt en þetta var hnífjafnt,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins. Það munaði einungis nítján atkvæðum á Guðrúnu og Áslaugu Örnu. „Sigur er alltaf sigur,“ segir Guðrún. Það sé löngu tímabært að kona sé kjörin formaður flokksins. Fyrsta verkefni hennar verði að borða kvöldmat með fjölskyldunni, í fyrsta skipti í mánuð að hennar sögn. Guðrún segist ánægð með kröftulega kosningabaráttu sem hafi verið Sjálfstæðisflokknum til mikils sóma. „Það koma alltaf breytingar með nýju fólki og ég ætla leyfa mér að fá að draga núna djúpt andan en vitaskuld verða breytingar,“ segir Guðrún. Hún vildi þó ekki ræða hvort hún myndi skipta um þingflokksformann sem er núna Hildi Sverrisdóttir. Hildur lýsti yfir stuðningi sínum við Áslaugu Örnu sem formann. Hún hafi enga skoðun á hver verði kjörinn varaformaður flokksins og getur að eigin sögn unnið með öllum. Jens Garðar Helgason og Diljá Mist Einarsdóttir eru þar í framboði. Hafa misst of marga í aðra flokka „Ég talaði samt sem áður um það í ræðu minni í gær að ég vil skoða það og stuðla að því að forysta verði valin með opnari hætti en gert er akkúrat núna og við skulum sjá hvernig það fer,“ segir Guðrún. „Við verðum að ná til breiðari hóps, við höfum misst marga frá okkur, við höfum til dæmis misst minni atvinnurekendur og við höfum misst frá okkur fólk í aðra flokka. Ég vil ná aftur utan um þessa breidd að við séum þessi breiðfylkingin borgaralegra afla á Íslandi sem við höfum og eigum að vera,“ segir hún. „Ég hef sagt það að mér finnst Viðreisn vera komin nokkuð langt út á vinstri vænginn og Miðflokkurinn nokkuð langt út á hægri vænginn. Ég ætla ekki að draga Sjálfstæðisflokkinn út á ystu nöf í sitthvora áttina, ég ætla að breiðfylking.“ Hún vilji einnig ná betra talsambandi við flokksfélögin og félagið í kringum allt landið. „Ætli ég fari ekki annan hring um landið?“
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira