Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Rafn Ágúst Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. febrúar 2025 18:55 Forsetarnir tveir áttu kuldaleg og spennuþrungin orðaskipti. AP/Mystyslav Chernov Spennan var áþreifanleg á fundi Vólódímírs Selenskís Úkraínuforseta, Donalds Trump Bandaríkjaforseta og J.D. Vance varaforseta og orðskiptin kaldranaleg. Fulltrúar Bandaríkjanna saka Selenskí um vanþakklæti og virðingarleysi og segja hann hætta á heimsstyrjöld. Leiðtogarnir funduðu í Hvíta húsinu í dag og Selenskí fór frá Hvíta húsinu skömmu fyrir sjö á íslenskum tíma eftir fundinn. Blaðamannafundi sem halda átti eftir fundinn hefur verið aflýst. Trump sagði án frekari skýringa að vopnahlé í Úkraínu væri í sjónmáli, en að Evrópa yrði að leggja meira af mörkum til að styðja Úkraínu. Bandaríkin muni halda áfram að senda aðstoð í formi vopna til Úkraínu, en vonandi ekki mikið líkt og forsetinn orðaði það. Selenskí segir að ekki komi til greina að gera málamiðlanir við Pútín Rússlandsforseta, og ítrekaði að vopnahlé sé ekki raunhæft nema öryggistryggingar fyrir Úkraínu séu fyrir hendi. Til hvassra orðaskipta kom á milli leiðtoganna þegar Selenskí reyndi að útskýra fyrir forsetanum að Pútín hefði svikið fyrri samninga um vopnahlé sem gerðir voru í kjölfar innrásar Rússa í Krímskaga árið 2014. „Þú hefur engan rétt“ Breska ríkisútvarpið er með fréttamenn í sporöskjulaga skrifstofu Bandaríkjaforseta þar sem fundurinn fer fram. Orðaskiptin voru, samkvæmt þeim, kuldaleg á köflum. J.D. Vance varaforseti sagði Selenskí hafa sýnt sér vanvirðingu og Trump sagði Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni um að láta ekki undan kröfum . „Þjóð þín er mjög hugrökk, en, annað hvort ertu að fara að gera samning eða við erum hættir (e. we're out),“ segir Trump. Bandaríkjaforseti skaut svo inn í að hann upplifði ekki mikið þakklæti í sinn garð hjá Selenskí, og að fundurinn yrði vafalaust gott sjónvarpsefni.Jafnframt sagði hann að mikið hatur Úkraínuforseta í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta þvældist fyrir árangri í að ná sáttum. Þá fauk í Bandaríkjaforseta þegar Selenskí ýjaði að því að hann áttaði sig ekki á umfangi áhrifa stríðsins. Selenskí spurði Vance varaforseta hvort hann hefði nokkurn tímann komið til Úkraínu „og séð vanda okkar.“ Vance svarar því á þann veg að hann hafi lesið sér vel til. Selenskí hristir þá höfuðið og lítur undan, segir að Bandaríkin komi einnig til með að finna fyrir áhrifum stríðsins. „Ekki segja okkur hverju við eigum eftir að finna fyrir. Þú hefur engan rétt á því að ákvarða hvað það er sem við finnum fyrir,“ sagði Trump þá greinilega önugur. Segja Selenskí vanþakklátan Trump sagði seinna í samtali leiðtoganna að Selenskí spilaði hættulegan leik með orðræðu sinni. „Það sem þú ert að gera er virðingarleysi í garð þessa lands, landsins sem hefur stutt ykkur talsvert meira en menn segja að hefði átt að gera,“ sagði Trump. Selenskí skaut þá rólegur inn í að hann bæri mikla virðingu fyrir Bandaríkjunum. Það virtist hafa farið illa í varaforsetann sem greip fram í. „Hefurðu sagt takk einu sinni allan þennan fund?“ spurði hann Úkraínuforseta og því svaraði Selenskí játandi. Hann hefði oftsinnis þakkað fyrir aðstoð þá er Bandaríkin hafa veitt sér. Selenskí sé ekki tilbúinn í frið Blaðamannafundinum sem halda átti í Hvíta húsinu í kjölfar fundarins var aflýst og hans í stað birti Bandaríkjaforseti færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði Selenskí ekki tilbúinn í frið. „Það er svo ótrúlega margt sem birtist okkur í gegnum tilfinningar og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Selenskí forseti sé ekki tilbúinn fyrir frið ef Bandaríkin eiga hlut að máli, því honum líður eins og þátttaka okkar gefi honum mikið forskot í viðræðunum,“ skrifar Trump. „Ég vil ekki forskot, ég vil FRIÐ. Hann sýndi Bandaríkjunum vanvirðingu í hinni dýrmætu skrifstofu forseta. Hann má koma aftur þegar hann er tilbúinn í frið,“ sagði Trump. Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Leiðtogarnir funduðu í Hvíta húsinu í dag og Selenskí fór frá Hvíta húsinu skömmu fyrir sjö á íslenskum tíma eftir fundinn. Blaðamannafundi sem halda átti eftir fundinn hefur verið aflýst. Trump sagði án frekari skýringa að vopnahlé í Úkraínu væri í sjónmáli, en að Evrópa yrði að leggja meira af mörkum til að styðja Úkraínu. Bandaríkin muni halda áfram að senda aðstoð í formi vopna til Úkraínu, en vonandi ekki mikið líkt og forsetinn orðaði það. Selenskí segir að ekki komi til greina að gera málamiðlanir við Pútín Rússlandsforseta, og ítrekaði að vopnahlé sé ekki raunhæft nema öryggistryggingar fyrir Úkraínu séu fyrir hendi. Til hvassra orðaskipta kom á milli leiðtoganna þegar Selenskí reyndi að útskýra fyrir forsetanum að Pútín hefði svikið fyrri samninga um vopnahlé sem gerðir voru í kjölfar innrásar Rússa í Krímskaga árið 2014. „Þú hefur engan rétt“ Breska ríkisútvarpið er með fréttamenn í sporöskjulaga skrifstofu Bandaríkjaforseta þar sem fundurinn fer fram. Orðaskiptin voru, samkvæmt þeim, kuldaleg á köflum. J.D. Vance varaforseti sagði Selenskí hafa sýnt sér vanvirðingu og Trump sagði Selenskí hætta á heimsstyrjöld með orðræðu sinni um að láta ekki undan kröfum . „Þjóð þín er mjög hugrökk, en, annað hvort ertu að fara að gera samning eða við erum hættir (e. we're out),“ segir Trump. Bandaríkjaforseti skaut svo inn í að hann upplifði ekki mikið þakklæti í sinn garð hjá Selenskí, og að fundurinn yrði vafalaust gott sjónvarpsefni.Jafnframt sagði hann að mikið hatur Úkraínuforseta í garð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta þvældist fyrir árangri í að ná sáttum. Þá fauk í Bandaríkjaforseta þegar Selenskí ýjaði að því að hann áttaði sig ekki á umfangi áhrifa stríðsins. Selenskí spurði Vance varaforseta hvort hann hefði nokkurn tímann komið til Úkraínu „og séð vanda okkar.“ Vance svarar því á þann veg að hann hafi lesið sér vel til. Selenskí hristir þá höfuðið og lítur undan, segir að Bandaríkin komi einnig til með að finna fyrir áhrifum stríðsins. „Ekki segja okkur hverju við eigum eftir að finna fyrir. Þú hefur engan rétt á því að ákvarða hvað það er sem við finnum fyrir,“ sagði Trump þá greinilega önugur. Segja Selenskí vanþakklátan Trump sagði seinna í samtali leiðtoganna að Selenskí spilaði hættulegan leik með orðræðu sinni. „Það sem þú ert að gera er virðingarleysi í garð þessa lands, landsins sem hefur stutt ykkur talsvert meira en menn segja að hefði átt að gera,“ sagði Trump. Selenskí skaut þá rólegur inn í að hann bæri mikla virðingu fyrir Bandaríkjunum. Það virtist hafa farið illa í varaforsetann sem greip fram í. „Hefurðu sagt takk einu sinni allan þennan fund?“ spurði hann Úkraínuforseta og því svaraði Selenskí játandi. Hann hefði oftsinnis þakkað fyrir aðstoð þá er Bandaríkin hafa veitt sér. Selenskí sé ekki tilbúinn í frið Blaðamannafundinum sem halda átti í Hvíta húsinu í kjölfar fundarins var aflýst og hans í stað birti Bandaríkjaforseti færslu á samfélagsmiðli sínum þar sem hann sagði Selenskí ekki tilbúinn í frið. „Það er svo ótrúlega margt sem birtist okkur í gegnum tilfinningar og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Selenskí forseti sé ekki tilbúinn fyrir frið ef Bandaríkin eiga hlut að máli, því honum líður eins og þátttaka okkar gefi honum mikið forskot í viðræðunum,“ skrifar Trump. „Ég vil ekki forskot, ég vil FRIÐ. Hann sýndi Bandaríkjunum vanvirðingu í hinni dýrmætu skrifstofu forseta. Hann má koma aftur þegar hann er tilbúinn í frið,“ sagði Trump.
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Donald Trump Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira