Stefna á Coda stöð við Húsavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2025 17:26 Frá Húsavík en sveitarstjórn Norðurþings er spennt fyrir uppbyggingu og rekstri athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. Vísir/Vilhelm Sveitarstjórn Norðurþings samþykkti í gær samhljóða viljayfirlýsingu um samstarf við Carbfix varðandi uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis til móttöku, niðurdælingar, og bindingar CO2 á Bakka við Húsavík. Í viljayfirlýsingunni kemur fram að aðilar lýsa yfir áhuga á að móttökustöð og verkefni Carbfix um niðurdælingu og bindingu á CO2 verði byggt upp á Bakka við Húsavík. Verkefnið fellur vel að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins, hringrásarhagkerfinu og þeirri hugmyndafræði sem hefur verið mótuð af samfélaginu um Grænan iðngarð á Bakka. Sjálfbær nýting orku og annarra auðlinda verður leiðarljós í þróun og rekstri stöðvarinnar og verður leitað leiða til að hámarka samlegðaráhrif sem stuðlað geta að bættri nýtingu ólíkra auðlindastrauma í anda hringrásarhugsunar. Nú fer í gang ferli til að klára yfirgripsmeiri og ítarlegri viljayfirlýsingu um verkefnið og framgang þess. „Í febrúar kom forsvarsfólk Carbfix til Húsavíkur og kynnti verkefnið fyrir byggðarráði, stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum og hagaðilum hér á svæðinu. Kynningunni fylgdi góð greinargerð um verkefnið sem var birt með fundargerð byggðarráðs svo íbúar vissu betur um hvað málið snerist. Almennt hefur hugmyndin um að setja verkefnið niður á Bakka fengið góðar undirtektir sem leiddi til þess að gerð voru drög að viljayfirlýsingu sem var svo samþykkt samhljóða í sveitarstjórn Norðurþings í gær. Næstu skref eru að kynna málið á íbúafundi og vinna ítarlegri viljayfirlýsingu um framgang verkefnisins. Vonandi náum við að koma því við fljótlega í mars,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Norðurþingi, í tilkynningu. Carbfix hf. vinnur að þróun og uppbyggingu móttökustöðva á Íslandi fyrir koldíoxíð (CO2) sem verður varanlega bundið í berg með Carbfix tækninni. Verkefnin hafa fengið nafnið Coda Terminal eða Coda stöðvar og verða þau rekin af félaginu Coda Terminal hf., dótturfélagi Carbfix hf., en bæði tilheyra félögin samstæðu Orkuveitunnar. Carbfix tæknin felur í sér að leysa CO2 í vatni, þannig að til verður sódavatn sem síðan er dælt niður í berglög þar sem það hvarfast við bergtegundir eins og basalt og myndar varanlegar stöðugar karbónat steindir. Carbfix fékk Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 og hefur starfrækt föngun og steinrenningu koldíxíðs á Hellisheiði á iðnaðarskala í yfir áratug. „Stefna Norðurþings um uppbyggingu starfsemi sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum er ekki bara ábati fyrir sveitarfélagið heldur landið allt á margan hátt. Það eru gríðarleg tækifæri til þess að nýta bæði feikna mikla auðlind sem felst í ungu basaltberginu á svæðinu og beita hug- og verkviti sem felst í okkar tækni. Meginmarkmið Carbfix er að stuðla að raunverulegum og jákvæðum áhrifum á loftslagið, með öruggum og sönnuðum aðferðum. Sterkir samstarfsaðilar eins og eru í Norðurþingi eru mikilvægir,“ segir Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Á næstu vikum og mánuðum verði samvinna aðilanna um stefnumörkun og áhersla á samskipti við íbúa og hagaðila á svæðinu. Norðurþing Umhverfismál Coda Terminal Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Í viljayfirlýsingunni kemur fram að aðilar lýsa yfir áhuga á að móttökustöð og verkefni Carbfix um niðurdælingu og bindingu á CO2 verði byggt upp á Bakka við Húsavík. Verkefnið fellur vel að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu sveitarfélagsins, hringrásarhagkerfinu og þeirri hugmyndafræði sem hefur verið mótuð af samfélaginu um Grænan iðngarð á Bakka. Sjálfbær nýting orku og annarra auðlinda verður leiðarljós í þróun og rekstri stöðvarinnar og verður leitað leiða til að hámarka samlegðaráhrif sem stuðlað geta að bættri nýtingu ólíkra auðlindastrauma í anda hringrásarhugsunar. Nú fer í gang ferli til að klára yfirgripsmeiri og ítarlegri viljayfirlýsingu um verkefnið og framgang þess. „Í febrúar kom forsvarsfólk Carbfix til Húsavíkur og kynnti verkefnið fyrir byggðarráði, stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum og hagaðilum hér á svæðinu. Kynningunni fylgdi góð greinargerð um verkefnið sem var birt með fundargerð byggðarráðs svo íbúar vissu betur um hvað málið snerist. Almennt hefur hugmyndin um að setja verkefnið niður á Bakka fengið góðar undirtektir sem leiddi til þess að gerð voru drög að viljayfirlýsingu sem var svo samþykkt samhljóða í sveitarstjórn Norðurþings í gær. Næstu skref eru að kynna málið á íbúafundi og vinna ítarlegri viljayfirlýsingu um framgang verkefnisins. Vonandi náum við að koma því við fljótlega í mars,“ segir Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri í Norðurþingi, í tilkynningu. Carbfix hf. vinnur að þróun og uppbyggingu móttökustöðva á Íslandi fyrir koldíoxíð (CO2) sem verður varanlega bundið í berg með Carbfix tækninni. Verkefnin hafa fengið nafnið Coda Terminal eða Coda stöðvar og verða þau rekin af félaginu Coda Terminal hf., dótturfélagi Carbfix hf., en bæði tilheyra félögin samstæðu Orkuveitunnar. Carbfix tæknin felur í sér að leysa CO2 í vatni, þannig að til verður sódavatn sem síðan er dælt niður í berglög þar sem það hvarfast við bergtegundir eins og basalt og myndar varanlegar stöðugar karbónat steindir. Carbfix fékk Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 og hefur starfrækt föngun og steinrenningu koldíxíðs á Hellisheiði á iðnaðarskala í yfir áratug. „Stefna Norðurþings um uppbyggingu starfsemi sem styður við aðgerðir í loftslagsmálum er ekki bara ábati fyrir sveitarfélagið heldur landið allt á margan hátt. Það eru gríðarleg tækifæri til þess að nýta bæði feikna mikla auðlind sem felst í ungu basaltberginu á svæðinu og beita hug- og verkviti sem felst í okkar tækni. Meginmarkmið Carbfix er að stuðla að raunverulegum og jákvæðum áhrifum á loftslagið, með öruggum og sönnuðum aðferðum. Sterkir samstarfsaðilar eins og eru í Norðurþingi eru mikilvægir,“ segir Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix. Á næstu vikum og mánuðum verði samvinna aðilanna um stefnumörkun og áhersla á samskipti við íbúa og hagaðila á svæðinu.
Norðurþing Umhverfismál Coda Terminal Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira