Meira um íslenskan her Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 28. febrúar 2025 16:30 Nú hafa þrír kollegar mínir við Háskólann á Bifröst, þau Bjarni Már Magnússon, Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, tjáð sig á opinberum vettvangi í umræðunni um „íslenskan her“, að mínu mati allt mjög málefnaleg innlegg og þörf. Mig langar engu að síður að bætast í þennan hóp. Ég vona að mér takist að vera jafn málefnalegur og þau. Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar, hóf umræðuna á síðum Morgunblaðsins í vikunni og hefur hann verið gestur ýmissra ljósvakamiðla síðan að útskýra betur það sem hann setti fram í greininni. Enda voru það hugmyndir sem að mörgu leiti eru mjög framandi í umræðunni um þessi mál hér á landi. Hann varpaði fram hugmyndum um stofnun varnarmálaráðuneytis og hers, um almenna herskyldu og leyniþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Nýjungin við nálgun Bjarna eru kannski ekki verkefnin sem slík, enda eru mörg þeirra unnin nú þegar hér á landi á hinum ýmsu stöðum (að undanskilinni herskyldunni), heldur nöfnin sem hann gefur þeim. Nú er ég ekki ókunnugur hugmyndum Bjarna, enda höfum við um nokkurt skeið unnið saman að rannsóknum á íslenskum varnarmálum, t.a.m. hinni sérstöku stjórnsýslu sem er til staðar hér á landi þegar kemur að varnartengdum verkefnum. Svo eitthvað sé tínt til í þeim efnum þá eru helstu varnartengdu verkefnin - samstarf okkar við bandalagsþjóðir okkar í hernaðarbandalaginu NATO og rekstur hernaðarmannvirkjanna á Keflavíkurflugvelli - á höndum Landhelgisgæslunnar. Samt sem áður er ekki minnst á varnarmál í lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæsluna og ekki er minnst á stofnunina í varnarmálalögum nr. 34/2008 þrátt fyrir að Landhelgisgæslan sé lykilstofnun fyrir framkvæmd varnarmála. Ofan á þetta bætist að varnarmál heyra undir utanríkisráðherra en Landhelgisgæslan heyrir undir dómsmálaráðherra. Í því samhengi vakna stjórnskipulegar spurningar um ábyrgð á varnarmálatengdri starfsemi Landhelgsgæslunnar. Í gegnum rannsóknir okkar Bjarna höfum við orðið þess áskynja að bandalagsþjóðum okkar í NATO þykir erfitt að átta sig á stöðu mála þegar kemur að þessum efnum hér á landi og þykir skorta nokkuð á skýrar boðleiðir og gegnsæi þegar kemur að þessum verkefnum. En þetta er ekki það eina sem vekur spurningar þegar kemur að varnarmálatengdum verkefnum sem eru á höndum borgaralegra íslenskra stofnana. Í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við - þar á meðal á öllum Norðurlöndunum, sem eru eins og allir vita okkur ekki mjög framandi samfélög - er gerður skýr greinarmunur á hernaðarlegum og borgaralegum verkefnum. Það er ekki útaf engu, en alþjóðlög og lög um vopnuð átök eru mjög skýr um þessa hluti. Þau gera ráð fyrir því að þau sem sinna hernaðartengdum verkefnum séu skilgreind sem hermenn og þau sem eru skilgreind sem borgaralegir starfsmenn séu ekki að sinna varnar- eða hernaðartengdum verkefnum. Ástæðan fyrir því er sú að ef til átaka kemur (sem við auðvitað vonum ekki) þá eru borgaralegir starfsmenn varðir fyrir vopnuðum árásum með Genfarsamningunum, sem eru alþjóðalög/-samningar, sem eiga uppruna sinn á nítjándu öldinni, en voru reglulega uppfærðir á þeirri tuttugustu, og gilda um hátterni stríðandi fylkinga í vopnuðum átökum. Samkvæmt Genfarsamningunum eru árásir á almenna borgara og borgaralega starfsmenn stríðsglæpur, en árásir á hermenn ekki. Að sama skapi er það stríðsglæpur að nota borgaralega starfsmenn í hernaði. Það má því færa rök fyrir því að, ef til átaka kæmi, værum við að fremja stríðsglæpi með því að láta borgaralega starfsmenn Landhelgisgæslunnar sinna hernaðartengdum verkefnum á Keflavíkurflugvelli, þó vonandi reyni aldrei á þá spurningu. En það er hins vegar engu að síður eðlilegt að þetta veki upp spurningar. Þessi sérstaka staða er upp komin af því að undanfarna áratugi hefur verið mikil feimni á hinu pólitíska sviði við að tala opinskátt um íslensk varnarmál og aukna ábyrgð okkar á þeim málum, þar sem þau sem hafa gert það hafa gjarnan lent í að vera úthrópuð sem einhverskonar stríðsæsingafólk. Þá hefur og verið stutt í hótfyndni um “íslenska tindáta” en hún hefur t.d. skotið upp kollinum í viðbrögðum við skrifum Bjarna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Sigmund heitinn, sem var skopmyndateiknari Morgunblaðsins í áratugi teiknaði Björn Bjarnason í hermannabúningi það sem eftir var útaf því að hann ljáði máls á þessari spurningu þegar hann var dómsmálaráðherra seint á síðustu öld. Það verður að geta þess að margt ágætt hefur verið gert á undanförnum árum í þessum efnum. Tilkoma þjóðaröryggisráðs var mjög gott skref, auk þess sem mikilvæg skref hafa verið stigin af hálfu Alþingis t.d. með samþykkt þjóðaröryggisstefnu árið 2016 sem var uppfærð á þarsíðasta ári, þó hún sé nú enn sem komið er frekar almenn. Það voru hinsvegar klárlega mistök að leggja niður Varnarmálastofnun árið 2010 og færa verkefni hennar til Landhelgisgæslunnar, Ríkislögreglustjóra, Fasteigna ríkissjóðs og utanríkisráðuneytisins, en sú stofnun, sem komið var á fót einungis tveimur árum fyrr, var vísir að mikilvægri samþættingu á varnarmálatengdum verkefnum íslenska ríkisins, meðal annars vandaðri greiningu á öryggisógnum þeim sem við stöndum frammi fyrir og nú sem aldrei fyrr! Það er ekki eðlilegt að slíkar greiningar séu unnar á vettvangi borgaralegra stofnana á borð við lögregluna og skapar það í raun í sjálfu sér öryggisógn fyrir bandalagsþjóðir okkar í NATO, sem þurfa að deila með okkur upplýsingum til að varnarkeðjan virki sem skyldi. Löggæslustofnanir eiga að sama skapi ekki að búa yfir valdheimildum eða upplýsingum sem eingöngu eiga að vera á vettvangi stofnana sem sinna landvörnum og öryggi ríkisins sem slíks. Slíkt er á mjög gráu svæði lýðræðislega. Það er að ég held enginn - og sannarlega ekki minn góði kollega Bjarni Már Magnússon - að tala um þungvopnaðar hersveitir skipaðar krúnurökuðum 19 til 26 ára gömlum íslenskum borgar- og sveitapiltum sem ættu að eiga í einhverskonar fullu tré við rússneskan innrásarher, heldur er verið að tala um að taka rækilega til í stjórnsýslu íslenskra varnarmála. Það er til þess að auka sjálfstæða getu okkar til að taka afstöðu til okkar eigin landvarna og kannski ekki síst til að við séum ekki veiki hlekkurinn í þeirri sterku keðju sem þarf að vera til staðar þegar kemur að því að standa vörð um lýðræðisleg gildi, frelsi og fullveldi þjóða í okkar heimshluta. Þurfi það til að stofna varnarmálaráðuneyti og skilgreina þá starfsmenn á vegum íslenskra stjórnvalda sem nú þegar sinna varnartengdum verkefnum sem „hernaðarlega“ þá væru það að mínu mati skynsamleg fyrstu skref. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggis- og varnarmál Hernaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa þrír kollegar mínir við Háskólann á Bifröst, þau Bjarni Már Magnússon, Anna Hildur Hildibrandsdóttir og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, tjáð sig á opinberum vettvangi í umræðunni um „íslenskan her“, að mínu mati allt mjög málefnaleg innlegg og þörf. Mig langar engu að síður að bætast í þennan hóp. Ég vona að mér takist að vera jafn málefnalegur og þau. Bjarni Már Magnússon, prófessor og deildarforseti lagadeildar, hóf umræðuna á síðum Morgunblaðsins í vikunni og hefur hann verið gestur ýmissra ljósvakamiðla síðan að útskýra betur það sem hann setti fram í greininni. Enda voru það hugmyndir sem að mörgu leiti eru mjög framandi í umræðunni um þessi mál hér á landi. Hann varpaði fram hugmyndum um stofnun varnarmálaráðuneytis og hers, um almenna herskyldu og leyniþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Nýjungin við nálgun Bjarna eru kannski ekki verkefnin sem slík, enda eru mörg þeirra unnin nú þegar hér á landi á hinum ýmsu stöðum (að undanskilinni herskyldunni), heldur nöfnin sem hann gefur þeim. Nú er ég ekki ókunnugur hugmyndum Bjarna, enda höfum við um nokkurt skeið unnið saman að rannsóknum á íslenskum varnarmálum, t.a.m. hinni sérstöku stjórnsýslu sem er til staðar hér á landi þegar kemur að varnartengdum verkefnum. Svo eitthvað sé tínt til í þeim efnum þá eru helstu varnartengdu verkefnin - samstarf okkar við bandalagsþjóðir okkar í hernaðarbandalaginu NATO og rekstur hernaðarmannvirkjanna á Keflavíkurflugvelli - á höndum Landhelgisgæslunnar. Samt sem áður er ekki minnst á varnarmál í lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæsluna og ekki er minnst á stofnunina í varnarmálalögum nr. 34/2008 þrátt fyrir að Landhelgisgæslan sé lykilstofnun fyrir framkvæmd varnarmála. Ofan á þetta bætist að varnarmál heyra undir utanríkisráðherra en Landhelgisgæslan heyrir undir dómsmálaráðherra. Í því samhengi vakna stjórnskipulegar spurningar um ábyrgð á varnarmálatengdri starfsemi Landhelgsgæslunnar. Í gegnum rannsóknir okkar Bjarna höfum við orðið þess áskynja að bandalagsþjóðum okkar í NATO þykir erfitt að átta sig á stöðu mála þegar kemur að þessum efnum hér á landi og þykir skorta nokkuð á skýrar boðleiðir og gegnsæi þegar kemur að þessum verkefnum. En þetta er ekki það eina sem vekur spurningar þegar kemur að varnarmálatengdum verkefnum sem eru á höndum borgaralegra íslenskra stofnana. Í öllum þeim löndum sem við berum okkur saman við - þar á meðal á öllum Norðurlöndunum, sem eru eins og allir vita okkur ekki mjög framandi samfélög - er gerður skýr greinarmunur á hernaðarlegum og borgaralegum verkefnum. Það er ekki útaf engu, en alþjóðlög og lög um vopnuð átök eru mjög skýr um þessa hluti. Þau gera ráð fyrir því að þau sem sinna hernaðartengdum verkefnum séu skilgreind sem hermenn og þau sem eru skilgreind sem borgaralegir starfsmenn séu ekki að sinna varnar- eða hernaðartengdum verkefnum. Ástæðan fyrir því er sú að ef til átaka kemur (sem við auðvitað vonum ekki) þá eru borgaralegir starfsmenn varðir fyrir vopnuðum árásum með Genfarsamningunum, sem eru alþjóðalög/-samningar, sem eiga uppruna sinn á nítjándu öldinni, en voru reglulega uppfærðir á þeirri tuttugustu, og gilda um hátterni stríðandi fylkinga í vopnuðum átökum. Samkvæmt Genfarsamningunum eru árásir á almenna borgara og borgaralega starfsmenn stríðsglæpur, en árásir á hermenn ekki. Að sama skapi er það stríðsglæpur að nota borgaralega starfsmenn í hernaði. Það má því færa rök fyrir því að, ef til átaka kæmi, værum við að fremja stríðsglæpi með því að láta borgaralega starfsmenn Landhelgisgæslunnar sinna hernaðartengdum verkefnum á Keflavíkurflugvelli, þó vonandi reyni aldrei á þá spurningu. En það er hins vegar engu að síður eðlilegt að þetta veki upp spurningar. Þessi sérstaka staða er upp komin af því að undanfarna áratugi hefur verið mikil feimni á hinu pólitíska sviði við að tala opinskátt um íslensk varnarmál og aukna ábyrgð okkar á þeim málum, þar sem þau sem hafa gert það hafa gjarnan lent í að vera úthrópuð sem einhverskonar stríðsæsingafólk. Þá hefur og verið stutt í hótfyndni um “íslenska tindáta” en hún hefur t.d. skotið upp kollinum í viðbrögðum við skrifum Bjarna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Sigmund heitinn, sem var skopmyndateiknari Morgunblaðsins í áratugi teiknaði Björn Bjarnason í hermannabúningi það sem eftir var útaf því að hann ljáði máls á þessari spurningu þegar hann var dómsmálaráðherra seint á síðustu öld. Það verður að geta þess að margt ágætt hefur verið gert á undanförnum árum í þessum efnum. Tilkoma þjóðaröryggisráðs var mjög gott skref, auk þess sem mikilvæg skref hafa verið stigin af hálfu Alþingis t.d. með samþykkt þjóðaröryggisstefnu árið 2016 sem var uppfærð á þarsíðasta ári, þó hún sé nú enn sem komið er frekar almenn. Það voru hinsvegar klárlega mistök að leggja niður Varnarmálastofnun árið 2010 og færa verkefni hennar til Landhelgisgæslunnar, Ríkislögreglustjóra, Fasteigna ríkissjóðs og utanríkisráðuneytisins, en sú stofnun, sem komið var á fót einungis tveimur árum fyrr, var vísir að mikilvægri samþættingu á varnarmálatengdum verkefnum íslenska ríkisins, meðal annars vandaðri greiningu á öryggisógnum þeim sem við stöndum frammi fyrir og nú sem aldrei fyrr! Það er ekki eðlilegt að slíkar greiningar séu unnar á vettvangi borgaralegra stofnana á borð við lögregluna og skapar það í raun í sjálfu sér öryggisógn fyrir bandalagsþjóðir okkar í NATO, sem þurfa að deila með okkur upplýsingum til að varnarkeðjan virki sem skyldi. Löggæslustofnanir eiga að sama skapi ekki að búa yfir valdheimildum eða upplýsingum sem eingöngu eiga að vera á vettvangi stofnana sem sinna landvörnum og öryggi ríkisins sem slíks. Slíkt er á mjög gráu svæði lýðræðislega. Það er að ég held enginn - og sannarlega ekki minn góði kollega Bjarni Már Magnússon - að tala um þungvopnaðar hersveitir skipaðar krúnurökuðum 19 til 26 ára gömlum íslenskum borgar- og sveitapiltum sem ættu að eiga í einhverskonar fullu tré við rússneskan innrásarher, heldur er verið að tala um að taka rækilega til í stjórnsýslu íslenskra varnarmála. Það er til þess að auka sjálfstæða getu okkar til að taka afstöðu til okkar eigin landvarna og kannski ekki síst til að við séum ekki veiki hlekkurinn í þeirri sterku keðju sem þarf að vera til staðar þegar kemur að því að standa vörð um lýðræðisleg gildi, frelsi og fullveldi þjóða í okkar heimshluta. Þurfi það til að stofna varnarmálaráðuneyti og skilgreina þá starfsmenn á vegum íslenskra stjórnvalda sem nú þegar sinna varnartengdum verkefnum sem „hernaðarlega“ þá væru það að mínu mati skynsamleg fyrstu skref. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun