Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. maí 2025 10:01 Fimm magnaðir leikmenn bætast á listann í dag, í sæti 15-11. Grafík/Sara Hér er farið yfir þá leikmenn sem enduðu í 15.-11. sæti í valinu á bestu leikmönnum í efstu deild karla í fótbolta frá 1992. 15. Pablo Punyed Lið: Fylkir, Stjarnan, ÍBV, KR, Víkingur Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1990 Íslandsmeistari: 2014, 2019, 2021, 2023 Bikarmeistari: 2017, 2021, 2022, 2023 Leikir: 230 Mörk: 22 Stoðsendingar: 53 Tvisvar sinnum í liði ársins Fáa grunaði þegar Pablo Punyed, 22 ára El Salvadori, var að sprikla með Fjölni í næstefstu deild sumarið 2012 að hann yrði þegar fram liðu stundir einn mesti sigurvegari í sögu íslenska boltans og einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. En stundum borgar sig að elta ástina, þótt það sé alla leið til Íslands. Pablo Punyed hefur unnið stóran titil með fjórum liðum á Íslandi.vísir/diego Pablo fékk nasaþefinn af efstu deild með Fylki 2013 en gekk svo í raðir Stjörnunnar og var stór hluti af Íslandsmeistaraliðinu 2014 sem vann auk þess þrjú einvígi í Evrópukeppni og mætti Inter. Pablo fór síðan til ÍBV 2016 og varð bikarmeistari með liðinu árið eftir. Þaðan lá leiðin í KR og hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2019. KR taldi sig ekki lengur hafa not fyrir Pablo eftir tímabilið 2020. Arnar Gunnlaugsson var ekki lengi að stökkva á tækifærið og fékk Pablo í Víkina. Og viti menn, á fyrsta tímabili hans hjá Víkingi varð liðið Íslands- og bikarmeistari. Víkingur varð bikarmeistari 2022 og vann svo aftur tvöfalt 2023. Þetta er engin tilviljun. Liðin hans Pablos vinna titla og hann er stór ástæða fyrir því. Hann er vel spilandi, með frábæran vinstri fót og er tilbúinn að teygja sig ansi langt eftir sigrunum. Pablo meiddist illa um mitt síðasta tímabil og Víkingar söknuðu hans sárt í úrslitaleikjunum tveimur sem töpuðust. Titlarnir gætu því verið enn fleiri. 14. Steven Lennon Lið: Fram, FH Staða: Framherji Fæðingarár: 1988 Íslandsmeistari: 2015, 2016 Bikarmeistari: 2013 Leikir: 215 Mörk: 101 Stoðsendingar: 40 Leikmaður ársins: 2020 Þrisvar sinnum í liði ársins Stuðulinn á að Skotinn sem var fenginn til að bjarga Fram frá falli um mitt sumar 2011 myndi skjóta hér rótum og vera einn albesti leikmaður efstu deildar síðustu fimmtán árin eða svo var eflaust frekar lágur. En Lennon gerði sig heldur betur gildandi á íslenska fótboltasviðinu. Hann var maður sem storkaði xG-lögmálunum og breytti fínun færum í frábær með mikilli spyrnugetu og útsjónarsemi. Hann var snillingur að taka boltann á lofti og nær algjörlega jafnfættur. Steven Lennon er einn sex meðlima hundrað marka klúbbsins.vísir/daníel Eftir tíma sinn hjá Fram og stutt stopp í Noregi kom Lennon aftur hingað til lands um mitt tímabilið 2014 og gekk í raðir FH sem var þá í epískri titilbaráttu við Stjörnuna. Lennon kom sterkur inn í lið FH og þeir Atli Guðnason náðu frábærlega saman. Hann skoraði í úrslitaleiknum í Kaplakrika en titilinn gekk FH-ingum úr greipum á eins sáran hátt og mögulegt er. Vonbrigðin 2014 reyndust þó vera eldsneyti á FH-tankinn og þeir urðu Íslandsmeistarar 2015 og 2016. Lennon stóð fyrir sínu á meistaraárunum - og skoraði þá eitt sitt frægasta mark, sitjandi hjólhestinn gegn Leikni - en frammistaðan árin þar á eftir var enn aðdáunarverðari. FH gaf eftir og glataði yfirburðastöðu sinni í íslenska boltanum en Lennon gaf í og skoraði samtals 64 deildarmörk næstu fimm árin. Sautján þeirra komu 2020 og það verður að teljast ansi líklegt að Lennon hefði slegið markametið ef covidskrattinn hefði ekki bundið snemmbúinn endi á tímabilið. Lennon var samt markakóngur það sumar og valinn besti leikmaður deildarinnar. Í september 2022 varð hann svo fyrsti erlendi leikmaðurinn til að komast í hundrað marka klúbbinn. Ekki amalegt fyrir mann sem var upphaflega fenginn í björgunarstarf. 13. Sigurður Jónsson Lið: ÍA Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1966 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1994, 1995 Bikarmeistari: 1993, 2000 Leikir: 68 Mörk: 9 Stoðsendingar: 6 Leikmaður ársins: 1993 Þrisvar sinnum í liði ársins Orðsporið af Sigurði Jónssyni er slíkt að flestir eru sannfærðir um að hann sé einn allra besti leikmaður í sögu efstu deildar, jafnvel þótt þeir hafi kannski lítið séð hann spila. Sögurnar eru bara svo svakalegar. Samherjar, jafnt sem mótherjar, tala nefnilega um Sigurð af gríðarlegri aðdáun, jafnvel lotningu. Sigurður Jónsson (þriðji frá vinstri) fagnar bikarmeistaratitlinum 1993.á sigurslóð Sigurður var undrabarn í fótbolta og fór ungur í atvinnumennsku. En hann sneri heim í henglum 1992, það tímabil var hálft endasleppt og verður kannski helst minnst fyrir þátttökuna í hljóðnemaleiknum alræmda. En það var bara lognið á undan storminum. Tímabilið 1993 hjá Sigurði er almennt talið einn af tindunum þegar rætt er um bestu tímabil eins leikmanns í sögu efstu deildar. Sigurður var magnaður á miðjunni hjá ÍA sem rúllaði yfir allt og alla þetta sumarið. Sigurður var óhemju hraustur og tilkomumikill á velli með lærin vel olíuborin auk þess að vera með framúrskarandi tækni og hæfni til að stýra leikjum. ÍA varð Íslandsmeistari öll fjögur tímabilin eftir heimkomu Sigurðar og bikarmeistari að auki 1993. Þá vannst líka sigurinn frægi á Feyenoord þar sem Sigurður þótti eiga stórleik. Hann sneri svo heim á Skagann 2000 og hjálpaði ÍA að landa bikarmeistaratitli. 12. Bjarni Guðjónsson Lið: ÍA, KR Staða: Miðjumaður/framherji Fæðingarár: 1979 Íslandsmeistari: 1996, 2011, 2013 Bikarmeistari: 1996, 2008, 2011, 2012 Leikir: 178 Mörk: 36 Stoðsendingar: 37 Fjórum sinnum í liði ársins Silfurskór: 1996 Líklega hefur enginn leikmaður verið ólíkari í byrjun og enda ferilsins og Bjarni Guðjónsson. Þegar hann kom inn í Íslandsmeistaralið ÍA 1996 var hann sautján ára beibífeis, eldsnöggur, fylginn sér og elti allt sem hann sá. Þegar hann lauk ferlinum með KR 2013 hélt hann aðallega til inni í miðjuhringnum og treysti á leiklestur og afburða spyrnugetu. Bjarni Guðjónsson skoraði þrettán mörk á sinu fyrsta alvöru tímabili í efstu deild.á sigurslóð Bjarni átti eftirminnilega innkomu í lið ÍA 1996. Hann þurfti engan aðlögunartíma, skoraði tvö mörk í fyrsta deildarleiknum og þrennu í þeim næsta. Alls urðu deildarmörkin þrettán og komu tvö þeirra í úrslitaleiknum gegn KR. Hann slökkti vonarneista KR-inga þegar hann afgreiddi stungusendingu Sigursteins Gíslasonar í netið á 83. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði hann af stuttu færi eftir sendingu Ólafs Þórðarsonar. Þegar Bjarni kom heim fyrir tímabilið 2006 heyrði hraðinn að mestu sögunni til. En hann var þess í stað orðinn gríðarlega fær spielmacher á miðjunni en skoraði samt samtals tólf mörk í deildinni 2006 og 2007. En tímabilið 2008 var hörmung og rúmlega það á Skaganum og um mitt tímabil fór Bjarni í KR. Þar spilaði hann síðustu árin á ferlinum. KR varð bikarmeistari 2008, lenti í 2. sæti í deild 2009, 2. sæti í bikar 2010, vann tvöfalt 2011, bikarinn 2012 og Íslandsmeistaratitilinn 2013, á síðasta tímabili Bjarna. Þá var miðjuhringurinn hans kjörlendi og ef minnið er ekki að svíkja gat hann takmarkað beitt hægri fætinum þetta sumar. Það splittaði ekki diff því Bjarni fann leið til að stjórna leikjunum og vera jafn áhrifamikill inni á vellinum sem fyrr. 11. Haraldur Ingólfsson Lið: ÍA Staða: Vinstri kantmaður Fæðingarár: 1970 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1994, 1995, 1996 Bikarmeistari: 1993, 1996 Leikir: 189 Mörk: 59 Stoðsendingar: 59 Þrisvar sinnum í liði ársins Líklega græddi enginn leikmaður jafn mikið á því þegar íþróttafréttamaðurinn Óskar Ófeigur Jónsson byrjaði að taka saman stoðsendingar leikmanna í efstu deild 1992 og Haraldur Ingólfsson. Þá kom virði hans fyrir lið ÍA enn betur í ljós. Haraldur Ingólfsson fagnar eftir að hafa komið ÍA í 2-0 í úrslitaleiknum gegn KR 1996.á sigurslóð Haraldur var algjör lykilmaður í liði ÍA sem varð Íslandsmeistari fimm ár í röð (1992-96). Á þessum árum missti hann aðeins af einum deildarleik og reyndist Skagaliðinu ómetanlegur með sinn magnaða vinstri fót. Á árunum 1992-97 og svo 2004 skoraði Haraldur samtals 48 mörk og gaf samtals 59 stoðsendingar. Hann kom því með beinum hætti að 107 af 303 mörkum Skagamanna sem er fráleit tölfræði. Hann var stoðsendingakóngur efstu deildar sex ár í röð og aðeins tveir leikmenn skoruðu meira en hann 1993 og 1996. Haraldur var sérstaklega mikilvægur í úrslitaleiknum fræga 1996. Hann lagði fyrsta mark ÍA upp fyrir Ólaf Adolfsson, skoraði annað markið (með skalla!) og bjargaði á línu. Þá skoraði hann einnig í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV 1996. Besta deild karla Þeir bestu Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Sjá meira
15. Pablo Punyed Lið: Fylkir, Stjarnan, ÍBV, KR, Víkingur Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1990 Íslandsmeistari: 2014, 2019, 2021, 2023 Bikarmeistari: 2017, 2021, 2022, 2023 Leikir: 230 Mörk: 22 Stoðsendingar: 53 Tvisvar sinnum í liði ársins Fáa grunaði þegar Pablo Punyed, 22 ára El Salvadori, var að sprikla með Fjölni í næstefstu deild sumarið 2012 að hann yrði þegar fram liðu stundir einn mesti sigurvegari í sögu íslenska boltans og einn besti leikmaður efstu deildar síðasta áratuginn eða svo. En stundum borgar sig að elta ástina, þótt það sé alla leið til Íslands. Pablo Punyed hefur unnið stóran titil með fjórum liðum á Íslandi.vísir/diego Pablo fékk nasaþefinn af efstu deild með Fylki 2013 en gekk svo í raðir Stjörnunnar og var stór hluti af Íslandsmeistaraliðinu 2014 sem vann auk þess þrjú einvígi í Evrópukeppni og mætti Inter. Pablo fór síðan til ÍBV 2016 og varð bikarmeistari með liðinu árið eftir. Þaðan lá leiðin í KR og hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2019. KR taldi sig ekki lengur hafa not fyrir Pablo eftir tímabilið 2020. Arnar Gunnlaugsson var ekki lengi að stökkva á tækifærið og fékk Pablo í Víkina. Og viti menn, á fyrsta tímabili hans hjá Víkingi varð liðið Íslands- og bikarmeistari. Víkingur varð bikarmeistari 2022 og vann svo aftur tvöfalt 2023. Þetta er engin tilviljun. Liðin hans Pablos vinna titla og hann er stór ástæða fyrir því. Hann er vel spilandi, með frábæran vinstri fót og er tilbúinn að teygja sig ansi langt eftir sigrunum. Pablo meiddist illa um mitt síðasta tímabil og Víkingar söknuðu hans sárt í úrslitaleikjunum tveimur sem töpuðust. Titlarnir gætu því verið enn fleiri. 14. Steven Lennon Lið: Fram, FH Staða: Framherji Fæðingarár: 1988 Íslandsmeistari: 2015, 2016 Bikarmeistari: 2013 Leikir: 215 Mörk: 101 Stoðsendingar: 40 Leikmaður ársins: 2020 Þrisvar sinnum í liði ársins Stuðulinn á að Skotinn sem var fenginn til að bjarga Fram frá falli um mitt sumar 2011 myndi skjóta hér rótum og vera einn albesti leikmaður efstu deildar síðustu fimmtán árin eða svo var eflaust frekar lágur. En Lennon gerði sig heldur betur gildandi á íslenska fótboltasviðinu. Hann var maður sem storkaði xG-lögmálunum og breytti fínun færum í frábær með mikilli spyrnugetu og útsjónarsemi. Hann var snillingur að taka boltann á lofti og nær algjörlega jafnfættur. Steven Lennon er einn sex meðlima hundrað marka klúbbsins.vísir/daníel Eftir tíma sinn hjá Fram og stutt stopp í Noregi kom Lennon aftur hingað til lands um mitt tímabilið 2014 og gekk í raðir FH sem var þá í epískri titilbaráttu við Stjörnuna. Lennon kom sterkur inn í lið FH og þeir Atli Guðnason náðu frábærlega saman. Hann skoraði í úrslitaleiknum í Kaplakrika en titilinn gekk FH-ingum úr greipum á eins sáran hátt og mögulegt er. Vonbrigðin 2014 reyndust þó vera eldsneyti á FH-tankinn og þeir urðu Íslandsmeistarar 2015 og 2016. Lennon stóð fyrir sínu á meistaraárunum - og skoraði þá eitt sitt frægasta mark, sitjandi hjólhestinn gegn Leikni - en frammistaðan árin þar á eftir var enn aðdáunarverðari. FH gaf eftir og glataði yfirburðastöðu sinni í íslenska boltanum en Lennon gaf í og skoraði samtals 64 deildarmörk næstu fimm árin. Sautján þeirra komu 2020 og það verður að teljast ansi líklegt að Lennon hefði slegið markametið ef covidskrattinn hefði ekki bundið snemmbúinn endi á tímabilið. Lennon var samt markakóngur það sumar og valinn besti leikmaður deildarinnar. Í september 2022 varð hann svo fyrsti erlendi leikmaðurinn til að komast í hundrað marka klúbbinn. Ekki amalegt fyrir mann sem var upphaflega fenginn í björgunarstarf. 13. Sigurður Jónsson Lið: ÍA Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1966 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1994, 1995 Bikarmeistari: 1993, 2000 Leikir: 68 Mörk: 9 Stoðsendingar: 6 Leikmaður ársins: 1993 Þrisvar sinnum í liði ársins Orðsporið af Sigurði Jónssyni er slíkt að flestir eru sannfærðir um að hann sé einn allra besti leikmaður í sögu efstu deildar, jafnvel þótt þeir hafi kannski lítið séð hann spila. Sögurnar eru bara svo svakalegar. Samherjar, jafnt sem mótherjar, tala nefnilega um Sigurð af gríðarlegri aðdáun, jafnvel lotningu. Sigurður Jónsson (þriðji frá vinstri) fagnar bikarmeistaratitlinum 1993.á sigurslóð Sigurður var undrabarn í fótbolta og fór ungur í atvinnumennsku. En hann sneri heim í henglum 1992, það tímabil var hálft endasleppt og verður kannski helst minnst fyrir þátttökuna í hljóðnemaleiknum alræmda. En það var bara lognið á undan storminum. Tímabilið 1993 hjá Sigurði er almennt talið einn af tindunum þegar rætt er um bestu tímabil eins leikmanns í sögu efstu deildar. Sigurður var magnaður á miðjunni hjá ÍA sem rúllaði yfir allt og alla þetta sumarið. Sigurður var óhemju hraustur og tilkomumikill á velli með lærin vel olíuborin auk þess að vera með framúrskarandi tækni og hæfni til að stýra leikjum. ÍA varð Íslandsmeistari öll fjögur tímabilin eftir heimkomu Sigurðar og bikarmeistari að auki 1993. Þá vannst líka sigurinn frægi á Feyenoord þar sem Sigurður þótti eiga stórleik. Hann sneri svo heim á Skagann 2000 og hjálpaði ÍA að landa bikarmeistaratitli. 12. Bjarni Guðjónsson Lið: ÍA, KR Staða: Miðjumaður/framherji Fæðingarár: 1979 Íslandsmeistari: 1996, 2011, 2013 Bikarmeistari: 1996, 2008, 2011, 2012 Leikir: 178 Mörk: 36 Stoðsendingar: 37 Fjórum sinnum í liði ársins Silfurskór: 1996 Líklega hefur enginn leikmaður verið ólíkari í byrjun og enda ferilsins og Bjarni Guðjónsson. Þegar hann kom inn í Íslandsmeistaralið ÍA 1996 var hann sautján ára beibífeis, eldsnöggur, fylginn sér og elti allt sem hann sá. Þegar hann lauk ferlinum með KR 2013 hélt hann aðallega til inni í miðjuhringnum og treysti á leiklestur og afburða spyrnugetu. Bjarni Guðjónsson skoraði þrettán mörk á sinu fyrsta alvöru tímabili í efstu deild.á sigurslóð Bjarni átti eftirminnilega innkomu í lið ÍA 1996. Hann þurfti engan aðlögunartíma, skoraði tvö mörk í fyrsta deildarleiknum og þrennu í þeim næsta. Alls urðu deildarmörkin þrettán og komu tvö þeirra í úrslitaleiknum gegn KR. Hann slökkti vonarneista KR-inga þegar hann afgreiddi stungusendingu Sigursteins Gíslasonar í netið á 83. mínútu og þremur mínútum síðar skoraði hann af stuttu færi eftir sendingu Ólafs Þórðarsonar. Þegar Bjarni kom heim fyrir tímabilið 2006 heyrði hraðinn að mestu sögunni til. En hann var þess í stað orðinn gríðarlega fær spielmacher á miðjunni en skoraði samt samtals tólf mörk í deildinni 2006 og 2007. En tímabilið 2008 var hörmung og rúmlega það á Skaganum og um mitt tímabil fór Bjarni í KR. Þar spilaði hann síðustu árin á ferlinum. KR varð bikarmeistari 2008, lenti í 2. sæti í deild 2009, 2. sæti í bikar 2010, vann tvöfalt 2011, bikarinn 2012 og Íslandsmeistaratitilinn 2013, á síðasta tímabili Bjarna. Þá var miðjuhringurinn hans kjörlendi og ef minnið er ekki að svíkja gat hann takmarkað beitt hægri fætinum þetta sumar. Það splittaði ekki diff því Bjarni fann leið til að stjórna leikjunum og vera jafn áhrifamikill inni á vellinum sem fyrr. 11. Haraldur Ingólfsson Lið: ÍA Staða: Vinstri kantmaður Fæðingarár: 1970 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1994, 1995, 1996 Bikarmeistari: 1993, 1996 Leikir: 189 Mörk: 59 Stoðsendingar: 59 Þrisvar sinnum í liði ársins Líklega græddi enginn leikmaður jafn mikið á því þegar íþróttafréttamaðurinn Óskar Ófeigur Jónsson byrjaði að taka saman stoðsendingar leikmanna í efstu deild 1992 og Haraldur Ingólfsson. Þá kom virði hans fyrir lið ÍA enn betur í ljós. Haraldur Ingólfsson fagnar eftir að hafa komið ÍA í 2-0 í úrslitaleiknum gegn KR 1996.á sigurslóð Haraldur var algjör lykilmaður í liði ÍA sem varð Íslandsmeistari fimm ár í röð (1992-96). Á þessum árum missti hann aðeins af einum deildarleik og reyndist Skagaliðinu ómetanlegur með sinn magnaða vinstri fót. Á árunum 1992-97 og svo 2004 skoraði Haraldur samtals 48 mörk og gaf samtals 59 stoðsendingar. Hann kom því með beinum hætti að 107 af 303 mörkum Skagamanna sem er fráleit tölfræði. Hann var stoðsendingakóngur efstu deildar sex ár í röð og aðeins tveir leikmenn skoruðu meira en hann 1993 og 1996. Haraldur var sérstaklega mikilvægur í úrslitaleiknum fræga 1996. Hann lagði fyrsta mark ÍA upp fyrir Ólaf Adolfsson, skoraði annað markið (með skalla!) og bjargaði á línu. Þá skoraði hann einnig í bikarúrslitaleiknum gegn ÍBV 1996.
Lið: Fylkir, Stjarnan, ÍBV, KR, Víkingur Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1990 Íslandsmeistari: 2014, 2019, 2021, 2023 Bikarmeistari: 2017, 2021, 2022, 2023 Leikir: 230 Mörk: 22 Stoðsendingar: 53 Tvisvar sinnum í liði ársins
Lið: Fram, FH Staða: Framherji Fæðingarár: 1988 Íslandsmeistari: 2015, 2016 Bikarmeistari: 2013 Leikir: 215 Mörk: 101 Stoðsendingar: 40 Leikmaður ársins: 2020 Þrisvar sinnum í liði ársins
Lið: ÍA Staða: Miðjumaður Fæðingarár: 1966 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1994, 1995 Bikarmeistari: 1993, 2000 Leikir: 68 Mörk: 9 Stoðsendingar: 6 Leikmaður ársins: 1993 Þrisvar sinnum í liði ársins
Lið: ÍA, KR Staða: Miðjumaður/framherji Fæðingarár: 1979 Íslandsmeistari: 1996, 2011, 2013 Bikarmeistari: 1996, 2008, 2011, 2012 Leikir: 178 Mörk: 36 Stoðsendingar: 37 Fjórum sinnum í liði ársins Silfurskór: 1996
Lið: ÍA Staða: Vinstri kantmaður Fæðingarár: 1970 Íslandsmeistari: 1992, 1993, 1994, 1995, 1996 Bikarmeistari: 1993, 1996 Leikir: 189 Mörk: 59 Stoðsendingar: 59 Þrisvar sinnum í liði ársins
Besta deild karla Þeir bestu Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn