Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Jón Þór Stefánsson skrifar 1. mars 2025 07:02 Efnin voru í bala. Myndin er úr safni. Getty Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa í vörslum sínum tæplega 6,6 kíló af amfetamíni og tæp 900 grömm af kókaíni. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að mennirnir hafi haft efnin í vörslum sínum um nokkurra daga skeið í nóvember. Lögreglan lagði hald á efnin við húsleit á dvalarstað mannanna, sem eru báðir erlendir, í Reykjavík. Efnin eru sögð hafa verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu segir frá því að lögreglan hafi haft eftirlit með öðrum mannanna frá 9. nóvember síðastliðnum, eftir að hann kom hingað til lands. Nokkrum dögum seinna, þann 13. nóvember, hafi lögreglan séð manninn koma úr lyftu íbúðarhúsnæðisins þar sem hann hafði dvalið ásamt öðrum manni, þeim sem er líka ákærður. Tvímenningarnir hafi þá farið í verslunarferð og keypt bæði matvörur og nitril-plasthanska, en í úrskurðinum segir að þeir séu oft notaðir við meðhöndlun fíkniefna. Fullt af hvítum efnum blöstu við lögreglu Á meðan mennirnir voru að versla fór lögreglan inn í íbúð þeirra, en markmiðið var að koma fyrir eftirlitsbúnaði en hún var komin með heimild frá héraðsdómi til þess. Aðkoma lögreglunnar í íbúðinni er lýst þannig í úrskurðinum að þegar þeir hafi talsvert magn hvítra efna í duftformi blasað við þeim. Það eru efnin sem þeir eru ákærðir fyrir að hafa verið með í vörslum sínum. Samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði við Háskóla Íslands reyndist styrkur amfetamínbasans vera á bilinu 11 til 14 prósent, sem samsvarar 15 til 19 prósent af amfetamínsúlfati. Styrkur kókaínsins hafi verið á bilinu 83 til 84 prósent sem samsvarar 92 til 94 prósent af kókaínklóríði. Þegar mennirnir sneru aftur í íbúðina voru þeir handteknir. Í úrskurðinum segir að í íbúðinni hafi einnig fundust 2,5 milljónir króna í reiðufé, sem var falið í náttborðsskúffu svefnherbergis íbúðarinnar. Jafnframt hafi verið lagt hald á stílabók í náttborðsskúffunni sem búið var að skrifa í ýmislegt sem er talið tengjast aðkomu mannanna að málinu. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að mennirnir hafi haft efnin í vörslum sínum um nokkurra daga skeið í nóvember. Lögreglan lagði hald á efnin við húsleit á dvalarstað mannanna, sem eru báðir erlendir, í Reykjavík. Efnin eru sögð hafa verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu segir frá því að lögreglan hafi haft eftirlit með öðrum mannanna frá 9. nóvember síðastliðnum, eftir að hann kom hingað til lands. Nokkrum dögum seinna, þann 13. nóvember, hafi lögreglan séð manninn koma úr lyftu íbúðarhúsnæðisins þar sem hann hafði dvalið ásamt öðrum manni, þeim sem er líka ákærður. Tvímenningarnir hafi þá farið í verslunarferð og keypt bæði matvörur og nitril-plasthanska, en í úrskurðinum segir að þeir séu oft notaðir við meðhöndlun fíkniefna. Fullt af hvítum efnum blöstu við lögreglu Á meðan mennirnir voru að versla fór lögreglan inn í íbúð þeirra, en markmiðið var að koma fyrir eftirlitsbúnaði en hún var komin með heimild frá héraðsdómi til þess. Aðkoma lögreglunnar í íbúðinni er lýst þannig í úrskurðinum að þegar þeir hafi talsvert magn hvítra efna í duftformi blasað við þeim. Það eru efnin sem þeir eru ákærðir fyrir að hafa verið með í vörslum sínum. Samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði við Háskóla Íslands reyndist styrkur amfetamínbasans vera á bilinu 11 til 14 prósent, sem samsvarar 15 til 19 prósent af amfetamínsúlfati. Styrkur kókaínsins hafi verið á bilinu 83 til 84 prósent sem samsvarar 92 til 94 prósent af kókaínklóríði. Þegar mennirnir sneru aftur í íbúðina voru þeir handteknir. Í úrskurðinum segir að í íbúðinni hafi einnig fundust 2,5 milljónir króna í reiðufé, sem var falið í náttborðsskúffu svefnherbergis íbúðarinnar. Jafnframt hafi verið lagt hald á stílabók í náttborðsskúffunni sem búið var að skrifa í ýmislegt sem er talið tengjast aðkomu mannanna að málinu.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira