Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 10:46 Ólafur er langt í frá sáttur við skrif Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins. Vísir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, vandar Viðskiptablaðinu og Morgunblaðinu ekki kveðjurnar í pistli á Facebook. Sakar hann blöðin um lygar og kallar þau „falsfréttamiðla“. Ástæðan er nýleg „fjölmiðlarýni“ í Viðskiptablaðinu, þar sem Ólafur er sagður í nánasta ráðgjafaliði Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, auk nafna hans Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og Össurs Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þremennirngarnir séu í daglegu tali kallaðir „öldungaráðið“ meðal „landgönguliða“ Samfylkingarinnar. „Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei gefið henni ráð, enda hefur hún aldrei falast eftir mínum ráðum,“ segir Ólafur Þ. á Facebook og segir sér ekki lengur stætt að sitja þegjandi hjá. „Við höfum reyndar skipst á fáeinum kurteisisorðum - í eitt eða tvö skipti. Stjórnaði svo einu sinni fundi í Hörpu þar sem Kristrún, Þórdís Kolbrún, Lilja Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru í pallborði.“ Hann segir hið meinta öldungaráð hreinan uppspuna, „lygi“, eins og hann segir beinum orðum; auðvitað hafi hann rætt við Ólaf og Össur en yfirleitt í sitthvoru lagi og aldrei um mál Kristrúnar. Ekki verið flokksbundinn í áratugi „Undanfarin ár hefur Morgunblaðið iðulega fullyrt að ég sé Samfylkingarmaður. Það er lygi. Ég er ekki flokksbundinn í Samfylkingunni og hef aldrei verið. Hef reyndar ekki verið flokksbundinn í neinum flokki í áratugi. Og ekki látið í ljós stuðning við neinn flokk,“ segir stjórnmálafræðingurinn. Hann hafi oft átt fróðalegar og skemmtilegar samræður við stjórnmálaleiðtoga en aðeins veitt þeim ráðgjöf um eitt; réttlátt kosningakerfi. „Ég hef verið beðinn um að tala um íslensk stjórnmál og stjórnmálafræði á fjölmörgum fundum í áratugi. Alltaf tekið því vel. Talað hjá flestum flokkum, m.a Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, Samfylkingu, Þjóðvaka, Vinstri grænum og Viðreisn. Oft talað undanfarið við Sósíalista á Samstöðinni. Flutti síðast erindi á flokksráðsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi. - Auk þess talað oft á fundum í Rótarý og álíka klúbbum,“ segir Ólafur meðal annars. Hann hyggist halda áfram að sinna þessu hlutverki á eftirlaunaárunum. „Halda áfram að reyna að greina stjórnmálin á hlutlægan hátt. Segja frá vísindalegum niðurstöðum - og spekúlera. Tala á fundum þegar ég er beðinn. Tala við stjórnmálaforingja allra flokka í einkasamtölum þegar þeir vilja. Jafnvel gefa þeim ráð - ef einhverjir þeirra óska þess,“ segir hann og lætur nokkra broskarla fylgja. Fjölmiðlar Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Ástæðan er nýleg „fjölmiðlarýni“ í Viðskiptablaðinu, þar sem Ólafur er sagður í nánasta ráðgjafaliði Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra og formanns Samfylkingarinnar, auk nafna hans Ragnars Grímssonar, fyrrverandi forseta, og Össurs Skarphéðinssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra. Þremennirngarnir séu í daglegu tali kallaðir „öldungaráðið“ meðal „landgönguliða“ Samfylkingarinnar. „Sannleikurinn er sá að ég hef aldrei gefið henni ráð, enda hefur hún aldrei falast eftir mínum ráðum,“ segir Ólafur Þ. á Facebook og segir sér ekki lengur stætt að sitja þegjandi hjá. „Við höfum reyndar skipst á fáeinum kurteisisorðum - í eitt eða tvö skipti. Stjórnaði svo einu sinni fundi í Hörpu þar sem Kristrún, Þórdís Kolbrún, Lilja Alfreðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru í pallborði.“ Hann segir hið meinta öldungaráð hreinan uppspuna, „lygi“, eins og hann segir beinum orðum; auðvitað hafi hann rætt við Ólaf og Össur en yfirleitt í sitthvoru lagi og aldrei um mál Kristrúnar. Ekki verið flokksbundinn í áratugi „Undanfarin ár hefur Morgunblaðið iðulega fullyrt að ég sé Samfylkingarmaður. Það er lygi. Ég er ekki flokksbundinn í Samfylkingunni og hef aldrei verið. Hef reyndar ekki verið flokksbundinn í neinum flokki í áratugi. Og ekki látið í ljós stuðning við neinn flokk,“ segir stjórnmálafræðingurinn. Hann hafi oft átt fróðalegar og skemmtilegar samræður við stjórnmálaleiðtoga en aðeins veitt þeim ráðgjöf um eitt; réttlátt kosningakerfi. „Ég hef verið beðinn um að tala um íslensk stjórnmál og stjórnmálafræði á fjölmörgum fundum í áratugi. Alltaf tekið því vel. Talað hjá flestum flokkum, m.a Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Alþýðuflokki, Samfylkingu, Þjóðvaka, Vinstri grænum og Viðreisn. Oft talað undanfarið við Sósíalista á Samstöðinni. Flutti síðast erindi á flokksráðsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi. - Auk þess talað oft á fundum í Rótarý og álíka klúbbum,“ segir Ólafur meðal annars. Hann hyggist halda áfram að sinna þessu hlutverki á eftirlaunaárunum. „Halda áfram að reyna að greina stjórnmálin á hlutlægan hátt. Segja frá vísindalegum niðurstöðum - og spekúlera. Tala á fundum þegar ég er beðinn. Tala við stjórnmálaforingja allra flokka í einkasamtölum þegar þeir vilja. Jafnvel gefa þeim ráð - ef einhverjir þeirra óska þess,“ segir hann og lætur nokkra broskarla fylgja.
Fjölmiðlar Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira