Séra Vigfús Þór Árnason látinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. febrúar 2025 08:32 Séra Vigfús Þór Árnason er látinn, 78 ára að aldri. Grafarvogskirkja Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði og í Grafarvogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 27. febrúar, 78 ára að aldri. Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu dagsins í dag. Vigfús Þór fæddist í Reykjavík 6. apríl árið 1946 og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vogunum. Hann starfaði mikið að æskulýðsmálum sem ungur maður og var valinn fyrsti formaður Æskulýðsfélags Langholtskirkju. Þar var haldin fyrsta „poppmessan“ sem hafði heilmikil áhrif á æskulýðsstarf kirkjunnar hér á landi. Hann fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna á vegum þjóðkirkjunnar eftir starf sitt í Langholtskirkju. Hann dvaldi í Chicago og kynntist þar starfi bandarísku kirkjunnar. Vigfús lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum árið 1969 og stúdentsprófi 1970. Fimm árum síðar lauk hann embættisprófi í guðfræði frá HÍ og árin 1975-1976 stundaði hann framhaldsnám í félagslegri siðfræði og trúfræði við Ludwigs Maximilliam-háskólann í München. Hann stundaði svo framhaldsnám í trúfræði, prédikunarfræði, sálusorgun og fjölmiðlafræði við Pacific School of Religion við Berkley-háskóla í Kaliforníu árin 1988-1989. Sóknarprestur í Grafarvogi í 27 ár Vigfús Þór var vígður sóknarprestur við Siglufjarðarprestakall 1976 og þjónaði þar um árabil. Hann var kjörinn fyrsti sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli árið 1989 og þjónaði þar uns hann lét af störfum sökum aldurs árið 2016. Vigfús Þór gegndi fjölda trúnaðar- og félagsstörfa í gegnum tíðina. Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar, var formaður Prestafélags Íslands, Lionsklúbbs Siglufjarðar og Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogi. Þá var hann gerður að Melwin Jones-félaga, sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar. Vigfús var einnig virkur þátttakandi í starfi Frímúrarareglunnar og tengdist Knattspyrnufélaginu Val sterkum böndum. Eftirlifandi eiginkona Vigfúsar Þórs er Elín Pálsdóttir. Börn þeira eru Árni Þór, kvæntur Mariko Margréti Ragnarsdóttur, Björg, gift Reimari Snæfells Péturssyni, og Þórunn Hulda gift Finni Bjarnasyni. Barnabörn Vigfúsar Þórs og Elínar eru átta. Ævisaga Vigfúsar Vilji er allt sem þarf kom út árið 2016 í útgáfu Bókaútgáfunnar Hóla. Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritaði söguna og rekur hún ævi Vigfúsar gegnumæsku og uppvöxt til safnaðar- og félagsstarfa. Andlát Þjóðkirkjan Reykjavík Fjallabyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
Greint er frá andláti hans í Morgunblaðinu dagsins í dag. Vigfús Þór fæddist í Reykjavík 6. apríl árið 1946 og ólst upp í Hlíðunum og síðan í Vogunum. Hann starfaði mikið að æskulýðsmálum sem ungur maður og var valinn fyrsti formaður Æskulýðsfélags Langholtskirkju. Þar var haldin fyrsta „poppmessan“ sem hafði heilmikil áhrif á æskulýðsstarf kirkjunnar hér á landi. Hann fór sem skiptinemi til Bandaríkjanna á vegum þjóðkirkjunnar eftir starf sitt í Langholtskirkju. Hann dvaldi í Chicago og kynntist þar starfi bandarísku kirkjunnar. Vigfús lauk kennaraprófi frá Kennaraskólanum árið 1969 og stúdentsprófi 1970. Fimm árum síðar lauk hann embættisprófi í guðfræði frá HÍ og árin 1975-1976 stundaði hann framhaldsnám í félagslegri siðfræði og trúfræði við Ludwigs Maximilliam-háskólann í München. Hann stundaði svo framhaldsnám í trúfræði, prédikunarfræði, sálusorgun og fjölmiðlafræði við Pacific School of Religion við Berkley-háskóla í Kaliforníu árin 1988-1989. Sóknarprestur í Grafarvogi í 27 ár Vigfús Þór var vígður sóknarprestur við Siglufjarðarprestakall 1976 og þjónaði þar um árabil. Hann var kjörinn fyrsti sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli árið 1989 og þjónaði þar uns hann lét af störfum sökum aldurs árið 2016. Vigfús Þór gegndi fjölda trúnaðar- og félagsstörfa í gegnum tíðina. Hann sat í bæjarstjórn Siglufjarðar, var formaður Prestafélags Íslands, Lionsklúbbs Siglufjarðar og Lionsklúbbsins Fjörgynjar í Grafarvogi. Þá var hann gerður að Melwin Jones-félaga, sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar. Vigfús var einnig virkur þátttakandi í starfi Frímúrarareglunnar og tengdist Knattspyrnufélaginu Val sterkum böndum. Eftirlifandi eiginkona Vigfúsar Þórs er Elín Pálsdóttir. Börn þeira eru Árni Þór, kvæntur Mariko Margréti Ragnarsdóttur, Björg, gift Reimari Snæfells Péturssyni, og Þórunn Hulda gift Finni Bjarnasyni. Barnabörn Vigfúsar Þórs og Elínar eru átta. Ævisaga Vigfúsar Vilji er allt sem þarf kom út árið 2016 í útgáfu Bókaútgáfunnar Hóla. Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritaði söguna og rekur hún ævi Vigfúsar gegnumæsku og uppvöxt til safnaðar- og félagsstarfa.
Andlát Þjóðkirkjan Reykjavík Fjallabyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira