Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar 28. febrúar 2025 07:17 Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem lengst af hefur verið við völd í lýðveldissögunni og er það líklega meginforsenda þess að Ísland er eitt mesta velferðar- og velsældarríki heims. Sjálfstæðiflokkurinn hefur nefnilega þá grundvallarstefnu að æskilegast sé fyrir samfélagið að einstaklingurinn fái að blómstra á eigin forsendum; frelsi til að búa til eigin velgengni, með eins litlum afskiptum ríkisvaldsins og kostur er. Í seinni tíð hefur flokkurinn þó fjarlægst kjósendur sína eins og endurspeglast í kosningum síðustu ára. Það er m.a. vegna þess að stefnu flokksins hefur ekki verið fylgt í löngu og oft á tíðum eitruðu samstarfi við önnur stjórnmálaöfl. Sjálfstæðisstefnan er bókstafleg ávísun á framþróun og velmegun þjóðar. Til að flokkurinn geti aftur náð fyrri styrk þarf að setja þá stefnu aftur á dagskrá. Í því samhengi er mikilvægast að til forystu í flokknum veljist leiðtogi sem getur laðað að nýtt fólk og brottflutt sjálfstæðisfólk, leiðtogi sem nýtur trausts og getur sætt ólík sjónarmið, leiðtogi sem ekki er brennimerktur ákveðnum fylkingum. Leiðtoginn þarf fyrst og fremst að vera það sameinandi afl sem áður gerði flokkinn að risavaxinni breiðfylkingu, hvers áhrif gerðu Ísland að því velsældarríki sem það er í dag. Það er því gríðarlegt tækifæri fyrir flokkinn að í framboði sé Guðrún Hafsteinsdóttir, fjölskyldukonan af landsbyggðinni sem hefur lifað og hrærst í ábyrgðarstöðum atvinnulífsins árum saman. Í því felst gríðarleg reynsla af því að leiða saman ólíka hópa og sætta sjónarmið í krafti þess að berjast fyrir sameiginlegri hugsjón. Þetta eru þeir kostir sem Guðrún Hafsteinsdóttir býr yfir. Þetta eru þeir kostir sem flokkurinn þarf til að endurheimta fyrri styrk, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Stétt með stétt. Höfundur er flugfreyja og formaður félags sjálfstæðismanna í Grafarholti og Úlfarsárdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem lengst af hefur verið við völd í lýðveldissögunni og er það líklega meginforsenda þess að Ísland er eitt mesta velferðar- og velsældarríki heims. Sjálfstæðiflokkurinn hefur nefnilega þá grundvallarstefnu að æskilegast sé fyrir samfélagið að einstaklingurinn fái að blómstra á eigin forsendum; frelsi til að búa til eigin velgengni, með eins litlum afskiptum ríkisvaldsins og kostur er. Í seinni tíð hefur flokkurinn þó fjarlægst kjósendur sína eins og endurspeglast í kosningum síðustu ára. Það er m.a. vegna þess að stefnu flokksins hefur ekki verið fylgt í löngu og oft á tíðum eitruðu samstarfi við önnur stjórnmálaöfl. Sjálfstæðisstefnan er bókstafleg ávísun á framþróun og velmegun þjóðar. Til að flokkurinn geti aftur náð fyrri styrk þarf að setja þá stefnu aftur á dagskrá. Í því samhengi er mikilvægast að til forystu í flokknum veljist leiðtogi sem getur laðað að nýtt fólk og brottflutt sjálfstæðisfólk, leiðtogi sem nýtur trausts og getur sætt ólík sjónarmið, leiðtogi sem ekki er brennimerktur ákveðnum fylkingum. Leiðtoginn þarf fyrst og fremst að vera það sameinandi afl sem áður gerði flokkinn að risavaxinni breiðfylkingu, hvers áhrif gerðu Ísland að því velsældarríki sem það er í dag. Það er því gríðarlegt tækifæri fyrir flokkinn að í framboði sé Guðrún Hafsteinsdóttir, fjölskyldukonan af landsbyggðinni sem hefur lifað og hrærst í ábyrgðarstöðum atvinnulífsins árum saman. Í því felst gríðarleg reynsla af því að leiða saman ólíka hópa og sætta sjónarmið í krafti þess að berjast fyrir sameiginlegri hugsjón. Þetta eru þeir kostir sem Guðrún Hafsteinsdóttir býr yfir. Þetta eru þeir kostir sem flokkurinn þarf til að endurheimta fyrri styrk, til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Stétt með stétt. Höfundur er flugfreyja og formaður félags sjálfstæðismanna í Grafarholti og Úlfarsárdal.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar