Boris Spassky er látinn Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2025 19:00 Boris Spassky (vinstri) og Bobby Fischer (hægri) í Laugardalshöllinni 1972. AP/J. Walter Green Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. Spassky varð heimsmeistari árið 1969 en honum mistókst að verja titilinn í hinni víðfrægu viðureign við Robert Fischer sem fór fram í Laugardalshöllinni árið 1972. Í frétt rússnesku fréttaveitunnar Tass segir að Spassky hafi flutt til Frakklands árið 1972 en hann fékk ríkisborgararétt þar 1979 og spilaði þrisvar sinnum á heimsmeistaramóti fyrir Frakka. Eftir árið 2000 ferðaðist hann víða um Rússland og ýtti undir skákiðkun þar, opnaði skóla og hélt mót. Árið 2012 flutti hann aftur til Rússlands og fékk rússneskan ríkisborgararétt árið 2013. Bobby Fischer lést í Reykjavík þann 17. janúar árið 2008 og var jarðsettur í kyrrþey í Laugardælakirkjugarði við Selfoss þann 21. janúar. Tæpum tveimur mánuðum síðar, þann 11. mars árið 2008, heimsótti Spasský gröf Fischers og lagði þá blómsveig að leiði hans. Við það tækifæri spurði Spasský hvort laust pláss væri við hlið Fischers, eins og heyra má hann segja í þessari frétt Stöðvar 2 sama dag: Árið 2022 rifjaði Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins, upp að Spassky hefði sagst vilja vera grafinn við hlið Fischers. Andlát Rússland Skák Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Fischer vildi hvíla í íslenskri sveit Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers. 21. janúar 2008 18:55 Spasský spurði um laust pláss við hlið Fischers Skákmeistarinn Boris Spasský spurði hvort laust pláss væri við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum um leið og hann lagði blómsveig að leiði hans í dag. 11. mars 2008 18:40 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sjá meira
Spassky varð heimsmeistari árið 1969 en honum mistókst að verja titilinn í hinni víðfrægu viðureign við Robert Fischer sem fór fram í Laugardalshöllinni árið 1972. Í frétt rússnesku fréttaveitunnar Tass segir að Spassky hafi flutt til Frakklands árið 1972 en hann fékk ríkisborgararétt þar 1979 og spilaði þrisvar sinnum á heimsmeistaramóti fyrir Frakka. Eftir árið 2000 ferðaðist hann víða um Rússland og ýtti undir skákiðkun þar, opnaði skóla og hélt mót. Árið 2012 flutti hann aftur til Rússlands og fékk rússneskan ríkisborgararétt árið 2013. Bobby Fischer lést í Reykjavík þann 17. janúar árið 2008 og var jarðsettur í kyrrþey í Laugardælakirkjugarði við Selfoss þann 21. janúar. Tæpum tveimur mánuðum síðar, þann 11. mars árið 2008, heimsótti Spasský gröf Fischers og lagði þá blómsveig að leiði hans. Við það tækifæri spurði Spasský hvort laust pláss væri við hlið Fischers, eins og heyra má hann segja í þessari frétt Stöðvar 2 sama dag: Árið 2022 rifjaði Guðmundur Þórarinsson, fyrrverandi formaður Skáksambandsins, upp að Spassky hefði sagst vilja vera grafinn við hlið Fischers.
Andlát Rússland Skák Einvígi aldarinnar Tengdar fréttir Fischer vildi hvíla í íslenskri sveit Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers. 21. janúar 2008 18:55 Spasský spurði um laust pláss við hlið Fischers Skákmeistarinn Boris Spasský spurði hvort laust pláss væri við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum um leið og hann lagði blómsveig að leiði hans í dag. 11. mars 2008 18:40 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sjá meira
Fischer vildi hvíla í íslenskri sveit Skákmeistarinn Bobby Fischer var jarðsettur í kyrrþey í sveitakirkjugarði að Laugardælum við Selfoss í morgun. Auk kaþólsks prests, sem jarðsöng, voru aðeins fimm manns við athöfnina, þeirra á meðal ekkja Fischers. 21. janúar 2008 18:55
Spasský spurði um laust pláss við hlið Fischers Skákmeistarinn Boris Spasský spurði hvort laust pláss væri við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum um leið og hann lagði blómsveig að leiði hans í dag. 11. mars 2008 18:40