Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar 27. febrúar 2025 11:31 Það eru mikil tímamót framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Við munum kjósa okkur nýja forystu og í kjöri eru nú þegar tvær frábærar konur. Það er mjög jákvætt og fellur það í skaut okkar ágætu landsfundarfulltrúa,að velja á milli þeirra. Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur, en hvers vegna? Ég þekkti afar vel föður Guðrúnar, Hafstein Kristinsson heitinn, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði og stofnanda Kjöríss. Heiðarleiki og sanngirni voru hans aðalsmerki og ég veit af kynnum mínum við Guðrúnu að þau eru það einnig hjá henni. Guðrún hefur langa reynslu af ýmiss konar störfum í þágu atvinnulífsins, sem formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins og formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Auk þess hefur hún komið að rekstri fjölskyldufyrirtækisins í áratugi. Þessi víðtæka reynsla úr atvinnulífinu er gulls ígildi fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Guðrún stóð sig mjög vel sem dómsmálaráðherra, þann stutta tíma sem hún var í því ráðuneyti. Það var ekki hávaðinn sem einkenndi hennar störf þar heldur lét hún verkin tala. Hún lét þó engan vaða yfir sig í almennri né þinglegri umræðu. Það sýnir styrk hennar sem stjórnanda og pólitískan fulltrúa landsmanna. Guðrún er ekki fædd með silfurskeið í munni heldur hefur hún þurft að vinna fyrir sér frá unga aldri. Hún er mikil fjölskyldukona og hefur marga fjöruna sopið. Lífið er mismunandi hjá okkur öllum og ekki alltaf einfalt eins og flestir landsmenn hafa reynt um ævina. Guðrún vill báknið burt og mun stuðla að því eftir bestu getu. Frelsi með ábyrgð er ein af grundvallarstoðum Sjálfstæðisflokksins og þar vill hún vera. Þar vilja sjálfstæðismenn líka vera. Guðrún nær vel til ungs fólks sem og þeirra sem eldri eru og það er mikill kostur. Hún gefur sig að þeim sem hún talar við hverju sinni en það er eiginleiki sem ekki er öllum gefinn. Við getum því búist við að með því móti takist henni að laða unga fólkið að flokknum og eldri borgarar sem stutt hafa flokkinn, en snúið tímabundið frá honum, komi til baka. Það þarf flokkurinn sannarlega núna. Guðrún er fædd á landsbyggðinni og býr þar ennþá. Ég held að það væri gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá slíkan einstakling sem formann. Flestir formenn Sjálfstæðisflokksins hafa komið af höfuðborgarsvæðinu og kominn tími til að breyta því. Guðrún er á góðum aldri, með mikla víðtæka lífsreynslu, hefur verið lengi á vinnumarkaði bæði sem launþegi og stjórnandi og er því frábær kandidat í formannsembættið hjá Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna styð ég hana í það embætti um næstu helgi. Það ættu aðrir ágætir landsfundarfulltrúar líka að gera. Höfundur er eldri borgari á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það eru mikil tímamót framundan hjá Sjálfstæðisflokknum. Við munum kjósa okkur nýja forystu og í kjöri eru nú þegar tvær frábærar konur. Það er mjög jákvætt og fellur það í skaut okkar ágætu landsfundarfulltrúa,að velja á milli þeirra. Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur, en hvers vegna? Ég þekkti afar vel föður Guðrúnar, Hafstein Kristinsson heitinn, fyrrverandi oddvita Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði og stofnanda Kjöríss. Heiðarleiki og sanngirni voru hans aðalsmerki og ég veit af kynnum mínum við Guðrúnu að þau eru það einnig hjá henni. Guðrún hefur langa reynslu af ýmiss konar störfum í þágu atvinnulífsins, sem formaður Samtaka iðnaðarins, varaformaður Samtaka atvinnulífsins og formaður Landssamtaka lífeyrissjóða. Auk þess hefur hún komið að rekstri fjölskyldufyrirtækisins í áratugi. Þessi víðtæka reynsla úr atvinnulífinu er gulls ígildi fyrir formann Sjálfstæðisflokksins. Guðrún stóð sig mjög vel sem dómsmálaráðherra, þann stutta tíma sem hún var í því ráðuneyti. Það var ekki hávaðinn sem einkenndi hennar störf þar heldur lét hún verkin tala. Hún lét þó engan vaða yfir sig í almennri né þinglegri umræðu. Það sýnir styrk hennar sem stjórnanda og pólitískan fulltrúa landsmanna. Guðrún er ekki fædd með silfurskeið í munni heldur hefur hún þurft að vinna fyrir sér frá unga aldri. Hún er mikil fjölskyldukona og hefur marga fjöruna sopið. Lífið er mismunandi hjá okkur öllum og ekki alltaf einfalt eins og flestir landsmenn hafa reynt um ævina. Guðrún vill báknið burt og mun stuðla að því eftir bestu getu. Frelsi með ábyrgð er ein af grundvallarstoðum Sjálfstæðisflokksins og þar vill hún vera. Þar vilja sjálfstæðismenn líka vera. Guðrún nær vel til ungs fólks sem og þeirra sem eldri eru og það er mikill kostur. Hún gefur sig að þeim sem hún talar við hverju sinni en það er eiginleiki sem ekki er öllum gefinn. Við getum því búist við að með því móti takist henni að laða unga fólkið að flokknum og eldri borgarar sem stutt hafa flokkinn, en snúið tímabundið frá honum, komi til baka. Það þarf flokkurinn sannarlega núna. Guðrún er fædd á landsbyggðinni og býr þar ennþá. Ég held að það væri gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá slíkan einstakling sem formann. Flestir formenn Sjálfstæðisflokksins hafa komið af höfuðborgarsvæðinu og kominn tími til að breyta því. Guðrún er á góðum aldri, með mikla víðtæka lífsreynslu, hefur verið lengi á vinnumarkaði bæði sem launþegi og stjórnandi og er því frábær kandidat í formannsembættið hjá Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna styð ég hana í það embætti um næstu helgi. Það ættu aðrir ágætir landsfundarfulltrúar líka að gera. Höfundur er eldri borgari á Akureyri.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun