Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson og Björg Ásta Þórðardóttir skrifa 27. febrúar 2025 09:03 Undanfarið eitt og hálft ár höfum við oft verið spurð hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir sé í raun og veru. Hvernig er að vinna fyrir hana? Hvernig manneskja er hún? Er hún eins köld og hún kemur fyrir í sjónvarpi? Líklega vakna þessar spurningar vegna þess að í fjölmiðlum virðist hún oft nokkuð alvörugefin og sumir kalla hana Ísdrottninguna – og það virðist ekki hafa neitt með fjölskyldufyrirtækið Kjörís að gera. Það er þó ef til vill óhjákvæmilegt að vera alvörugefin þegar unnið er með erfiða og umdeilda málaflokka eins og dómsmálaráðuneytið hefur á sinni könnu. En Guðrún er alls ekki köld, heldur þvert á móti. Hún er drífandi, hún er sanngjörn og lausnamiðuð, en fyrst og fremst alveg einstaklega hlý og skemmtileg. Hún hefur óþrjótandi áhuga og trú á fólki. Hún er manneskjan sem finnur alltaf leiðir til að koma málum í gegn og leysa þau mál sem á hennar borð koma. Ekki með hörku og yfirgangi heldur samvinnu og samtali. Það er hennar eðli að byggja upp, hrósa fólki og skapa jákvæðan liðsanda. Hún veit að árangur næst aðeins með sterkri liðsheild og að fólk verði að vera með í för til að hægt sé að ná settum markmiðum. Þess vegna átti hún ávallt gott samstarf við starfsfólk ráðuneytisins og með henni ríkti góður starfsandi. Guðrún hefur sannað að hún er stjórnmálamaður sem lætur hlutina gerast. Þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra töldu margir að þyngstu mál hennar myndu aldrei ná fram að ganga. Þvert á hrakspár og mikla andstöðu kom hún útlendingafrumvarpinu í gegn. Hún fékk samþykktar breytingar á lögreglulögum sem ítrekað höfðu strandað í þinginu – allt frá árinu 2007 þegar Björn Bjarnason, þá dómsmálaráðherra, lagði málið upphaflega fram. Það er dæmi um hennar festu og getu til að vinna með fólki, sama hvaða skoðanir það hefur og sama hversu erfið málin eru. Þrátt fyrir að vera ákveðin og staðföst hefur hún alltaf haldið í sína einlægu og hlýju persónu. Hún er ekki manneskja sem þykist vera önnur en hún er. Hún snobbar ekki fyrir fólki, hún gengur inn í herbergi og heilsar öllum af sömu einlægni. Hún hugsar vel um fólkið sitt og á gott samstarf við þingmenn allra flokka og starfsfólk þingsins. Hún veit að til þess að ná árangri í stjórnmálum, til hagsbóta fyrir land og þjóð, þarf að sameina fólk frekar en að sundra því. En svo að við svörum spurningunni sem lögð var fram í upphafi, hvernig er Guðrún Hafsteinsdóttir? Hún er ákveðin en umburðarlynd. Hún er framsækin en yfirveguð. Hún er kröfuhörð en sanngjörn. Hún er samheldin en aldrei stjórnsöm. Hún er hreinskiptin en nærgætin. Hún er ófeimin að taka slaginn en alltaf lausnamiðuð. Hún gengur ekki á eftir sviðsljósinu heldur gefur öðrum pláss. Hún er stöðug, staðföst og trú sjálfri sér. Sjálfstæðisflokkurinn býr við þau forréttindi að hafa tvær öflugar konur í framboði til formanns, sem báðar hafa sýnt styrk og forystuhæfni. Við, sem höfum unnið náið með Guðrúnu, vitum að hún er ekki einungis frábær ráðherra heldur líka leiðtogi sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda. Hún er venjuleg kona úr Hveragerði sem lætur verkin tala og nær árangri. Hún hefur staðfestu, kraft og hjarta til að leiða flokkinn áfram. Það er ekki bara okkar sannfæring, heldur líka trú okkar á framtíðina. Nú er tíminn til að sameinast og taka skrefið fram á við – með Guðrúnu í fararbroddi. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Guðrúnar Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Undanfarið eitt og hálft ár höfum við oft verið spurð hvernig Guðrún Hafsteinsdóttir sé í raun og veru. Hvernig er að vinna fyrir hana? Hvernig manneskja er hún? Er hún eins köld og hún kemur fyrir í sjónvarpi? Líklega vakna þessar spurningar vegna þess að í fjölmiðlum virðist hún oft nokkuð alvörugefin og sumir kalla hana Ísdrottninguna – og það virðist ekki hafa neitt með fjölskyldufyrirtækið Kjörís að gera. Það er þó ef til vill óhjákvæmilegt að vera alvörugefin þegar unnið er með erfiða og umdeilda málaflokka eins og dómsmálaráðuneytið hefur á sinni könnu. En Guðrún er alls ekki köld, heldur þvert á móti. Hún er drífandi, hún er sanngjörn og lausnamiðuð, en fyrst og fremst alveg einstaklega hlý og skemmtileg. Hún hefur óþrjótandi áhuga og trú á fólki. Hún er manneskjan sem finnur alltaf leiðir til að koma málum í gegn og leysa þau mál sem á hennar borð koma. Ekki með hörku og yfirgangi heldur samvinnu og samtali. Það er hennar eðli að byggja upp, hrósa fólki og skapa jákvæðan liðsanda. Hún veit að árangur næst aðeins með sterkri liðsheild og að fólk verði að vera með í för til að hægt sé að ná settum markmiðum. Þess vegna átti hún ávallt gott samstarf við starfsfólk ráðuneytisins og með henni ríkti góður starfsandi. Guðrún hefur sannað að hún er stjórnmálamaður sem lætur hlutina gerast. Þegar hún tók við embætti dómsmálaráðherra töldu margir að þyngstu mál hennar myndu aldrei ná fram að ganga. Þvert á hrakspár og mikla andstöðu kom hún útlendingafrumvarpinu í gegn. Hún fékk samþykktar breytingar á lögreglulögum sem ítrekað höfðu strandað í þinginu – allt frá árinu 2007 þegar Björn Bjarnason, þá dómsmálaráðherra, lagði málið upphaflega fram. Það er dæmi um hennar festu og getu til að vinna með fólki, sama hvaða skoðanir það hefur og sama hversu erfið málin eru. Þrátt fyrir að vera ákveðin og staðföst hefur hún alltaf haldið í sína einlægu og hlýju persónu. Hún er ekki manneskja sem þykist vera önnur en hún er. Hún snobbar ekki fyrir fólki, hún gengur inn í herbergi og heilsar öllum af sömu einlægni. Hún hugsar vel um fólkið sitt og á gott samstarf við þingmenn allra flokka og starfsfólk þingsins. Hún veit að til þess að ná árangri í stjórnmálum, til hagsbóta fyrir land og þjóð, þarf að sameina fólk frekar en að sundra því. En svo að við svörum spurningunni sem lögð var fram í upphafi, hvernig er Guðrún Hafsteinsdóttir? Hún er ákveðin en umburðarlynd. Hún er framsækin en yfirveguð. Hún er kröfuhörð en sanngjörn. Hún er samheldin en aldrei stjórnsöm. Hún er hreinskiptin en nærgætin. Hún er ófeimin að taka slaginn en alltaf lausnamiðuð. Hún gengur ekki á eftir sviðsljósinu heldur gefur öðrum pláss. Hún er stöðug, staðföst og trú sjálfri sér. Sjálfstæðisflokkurinn býr við þau forréttindi að hafa tvær öflugar konur í framboði til formanns, sem báðar hafa sýnt styrk og forystuhæfni. Við, sem höfum unnið náið með Guðrúnu, vitum að hún er ekki einungis frábær ráðherra heldur líka leiðtogi sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á að halda. Hún er venjuleg kona úr Hveragerði sem lætur verkin tala og nær árangri. Hún hefur staðfestu, kraft og hjarta til að leiða flokkinn áfram. Það er ekki bara okkar sannfæring, heldur líka trú okkar á framtíðina. Nú er tíminn til að sameinast og taka skrefið fram á við – með Guðrúnu í fararbroddi. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Guðrúnar Hafsteinsdóttur í dómsmálaráðuneytinu.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun