Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2025 08:31 Raul Asencio fær hér góð ráð frá Thibaut Courtois, markverði Real Madrid. Getty/Diego Souto Raul Asencio, miðvörður Real Madrid, mátti þola það í gærkvöldi að heyra morðhótanir úr áhorfendastúkunni í 1-0 sigri Real Madrid á Real Sociedad í spænsku bikarkeppninni. Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, talaði um það eftir leikinn, að hann hafi ákveðið að taka hinn 22 ára gamla Asencio af velli vegna þessara óhugnanlegu kalla úr stúkunni. „Ég held að engum líki það þegar allir leikvangurinn öskrar að þú ættir að deyja. Þetta hafði augljóslega áhrif á hann og hann var ekki glaður. Ég ákvað því að taka hann frekar af velli til að varna því að tilfinningar hans hefðu áhrif á leikinn,“ sagði Ancelotti. Rannsókn stendur yfir vegna meintra ásakana um það að Asencio hafi deilt viðkvæmu myndbandi af barni sem var tekið upp af tveimur fyrrum leikmönnum unglingaliðs Real Madrid. Asencio hefur fengið morðhótanir úr stúkunni í síðustu leikjum en í gær var leikurinn stöðvaður um tíma eftir að Vinicius Junior, liðsfélagi hans hjá Real, fór til dómarans og sagði honum frá köllunum úr stúkunni. Leikurinn hélt síðan áfram. Asencio var tekinn af velli í hálfleik og Lucas Vázquez kom inn á völlinn í staðinn. „Ég tók hann af velli af tveimur ástæðum. Þetta hafði áhrif á hann og hann var kominn með gult spjald. Ég vildi því taka hann af velli,“ útskýrði Ancelotti frekar. Brasilíska undrabarnið Endrick skoraði eina mark leiksins en seinni leikurinn fer síðan fram á heimavelli Real Madrid. Spænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, talaði um það eftir leikinn, að hann hafi ákveðið að taka hinn 22 ára gamla Asencio af velli vegna þessara óhugnanlegu kalla úr stúkunni. „Ég held að engum líki það þegar allir leikvangurinn öskrar að þú ættir að deyja. Þetta hafði augljóslega áhrif á hann og hann var ekki glaður. Ég ákvað því að taka hann frekar af velli til að varna því að tilfinningar hans hefðu áhrif á leikinn,“ sagði Ancelotti. Rannsókn stendur yfir vegna meintra ásakana um það að Asencio hafi deilt viðkvæmu myndbandi af barni sem var tekið upp af tveimur fyrrum leikmönnum unglingaliðs Real Madrid. Asencio hefur fengið morðhótanir úr stúkunni í síðustu leikjum en í gær var leikurinn stöðvaður um tíma eftir að Vinicius Junior, liðsfélagi hans hjá Real, fór til dómarans og sagði honum frá köllunum úr stúkunni. Leikurinn hélt síðan áfram. Asencio var tekinn af velli í hálfleik og Lucas Vázquez kom inn á völlinn í staðinn. „Ég tók hann af velli af tveimur ástæðum. Þetta hafði áhrif á hann og hann var kominn með gult spjald. Ég vildi því taka hann af velli,“ útskýrði Ancelotti frekar. Brasilíska undrabarnið Endrick skoraði eina mark leiksins en seinni leikurinn fer síðan fram á heimavelli Real Madrid.
Spænski boltinn Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira